Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 5

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 5
I Hvernig væri að gefa Flosa Ólafssyni enn frek- ara tækifæri til að sýna, hvað í honum býr, og láta hann annast fastan skop- þátt í sjónvarpinu? Hver veit nema við mundum þá eignast okkar „Frost“. Ekki veitir af á þessum síðustu og verstu alvöru- tímum. Með þökk fyrir birtinguna, Húsmóðir. Við tökum undir um- mæli llúsmóðurinnar um Áramótaskaupið. En á- stæðan til þess, að þættin- um var ekki eins mikið hælt í blöðunum og frúin bjóst við, gæti vel verið einfaldlega sú, að menn hafi verið eins og þeir eru vanir að vera á gamlárs- kvöld, þegar þátturinn var frumfluttur. Okkur finnst maklegt, að Flosi fái tæki- færi til að láta ljós sitt skína sem oftast. MHGA VANFÆRAR KONUR DREKKA Kæri Póstur! Okkur langar til að leggja fyrir þig eina brennandi spurningu, sem við rif- umst mikið um í síðasta saumaklúbbinum okkar. Hún er svona: Er hættu- legt fyrir vanfærar konur að drekka? Getur það haft áhrif á erfðaeiginleika barnsins, þannig að það verði veikt fyrir víni, þeg- ar það vex úr grasi? Þú mátt ekki halda, Póstur minn, að við spyrj- um að þessu, af því að við höfum drukkið á meðan við gengjum með börn okkar. Sussunei! Við erum allar skikkanlegar hús- mæður og megum ekki vamm okki vita í neinu. Hins vegar er fátt það til milli himins og jarðar, sem ekki getur borið á góma í saumaklúbbnum okkar. Einmitt þess vegna er hann okkur alveg ómissandi. Með þakklæti fyrir For- syte-söguna. Saumaklúbburinn sjö sinnum þrjátíu. P.S. Þér finnst kannski nafnið á klúbbnum okkar skrítið, en það er þannig tilkomið, að við erum sjö og allar þrítugar. Lækinsfróður maður tjá- ir okkur, að þetta hafi al- drei verið rannsakað til neinnar hlítar. Hins vegar sé það augljóst mál, að það geti cngan veginn verið hollt, hvorki fyrir van- færa móður né barn henn- ar, að neyta áfengis með- an hún gengur með barn. Er þá nokkur ástæða til að eyða peningum og dýr- mætum tíma í umfangs- mikla rannsókn á málinu? LÝSIÐ HAFNAÐI í BLÓMAPOTTINUM Kæri Póstur! Þú leysir ótrúlegustu vandamál og mitt mál er sannarlega ótrúlegt. Eg á fjögurra ára gamla dóttur, sem hefur verið dálítið föl á vanga og guggin í skammdeginu í vetur. Heimilislæknirinn hefur ráðlagt mér að gefa stelp- unni lýsi. En það hefur reynzt mér hægara sagt en gert. Henni finnst lýsið svo skelfilega vont, að ég hef sjaldan vitað annað eins. Um daginn tók hún sjálf til sinna ráða. Ég kom að henni, þar sem hún var búin að hella öllu úr lýsis- flöskunni í stóran blóma- pott, sem stendur í forstof- unni hjá okkur. Þegar ég spurði hana, hvað í ósköp- unum hún væri að gera, sagði hún ósköp sakleysis- leg á svipinn: — Mér fannst blómið þitt svo aumingjalegt! Hvað finnst þér, kæri Póstur: Á ég að halda áfram þessu lýsisstríði mínu eftir þetta? Með beztu kveðjum, Ólína. Nei, það skaltu alls ekki gera. En hvernig líður blóminu þínu? mmm? '’ihíslí ÖMMUKAKA f uppskrift að Ömmu- köku á bls. 32 í 7. tölu- blaði VIKUNNAR 1969 urðu þau mistök, að þrjú egg féllu niður úr upp- talningu á efni í kökuna. Við biðjum húsmæður og aðra þá lesendur VIK- UNNAR, sem gaman hafa af að baka góðar kökur, velvirðingar á þessu og að bæta þremur eggjum í uppskriftina. NÚ ER AUÐVELT AÐ ENDURNÝJA ELDHÚSID HINGAÐ TIL hafa slíkar endurbætur kostað mikið rask, sem margar hús- mæður vilja hlífa sér við. Nú er allt breytt. Við tökum gömlu innréttinguna niður og setjum upp nýja og nýtízkulega, inn- flutta innréttingu — allt ó tveim dögum. Við breytum ekki heimilinu í trésmíðaverkstæði á meðan og þér undrizt, hvað eldhúsið gerbreytirst, hvað íbúðin breytist og hvað störfin verða ánægjulegri. Allar okkar innréttingar eru úr harðplasti í miklu litaúrvali og þér getið fengið eldavél, uppþvottavél og ísskáp frá sama framleiðanda. Verðið er mjög hagstætt. HÚS OG SKIP Ármúli 5 — Símar: 84415—84416 LÍTIÐ VERKEFNI YÐAR NÝJU LJÖSI, OSRAM LJÖSI, OG ÞAU LEYSAST BETUR. 10. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.