Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 30
— Þegar ég fór til Quebec, hve oft heyrði ég ekki Frakkana segja: — Tvöfaldur í roðinu eins og Iroki. En hver hefur nú verið tvö- faldur í roðinu. Við eða menn eins og Maudreuil og Þrífingur, sem sviku lög ættarinnar, sem við höfum veitt öryggi samkvæmt, í stað dauða? Vakia Toutavesa! Hann endurtók hvað eftir annað: — Vakia Toutavesa, sem þýðir: — Það kemur mér til að nötra og skjálfa, alveg inn í merg ... — Og hvað um Svartkuflinn Etskon-Honsi, sem er í Mobedean með allar sínar prédikanir og altari úr gylltum viði? Hversvegna kom hann? Kom hann til að gera gaidra? — Og hvað um Piksarett, höfðingja Patsíkettanna, einn af verstu óvinum okkar, sem hefur höfuðleður að minnsta kosti þrjátíu bræðra okkar hangandi við kofa sinn. Til hvers kom hann hingað? — Abernakar hafa samið frið við E’nglendinga og Tekonderoka, sagði Perrot. — En ekki Piksarett. Piksarett er ekki Abernaki eins og hinir. Hann myndi rjúfa hvaða sáttmála sem væri fyrir höfuðleður af Abernaka eða Ervglendingi. Hann heyrir aðeins eina rödd, rödd Svarta- kufls. Hann segir að skírn sé góð fyrir Abernaka og það sé guð fölu andlitanna, sem færir þeim sigur. Svartikufl hefur hann á sínu valdi og Svartikufl óskar gereyðingar Irokanna. — En Svartikufl stjórnar ekki herjunum. Það fer eftir ákvörðun Loménies ofursta hvort við berjumst eða ekki. Og ofurstinn óskar einnig að semja frið við Tekonderoka. — En getur hann haldið aftur af vinum sinum Abernökunum? Þeir hafa verið á eftir okkur nú i nokkra daga. Þeir handtóku meira að segja Anhisera, höfðingja Oeiókanna og hálfsteiktu hann í fyrra kvöld. Honum t.ókst að flýja og ikomast aftur til okkar. Við lifum í felum neðanjarðar og vogum ekki að nálgast húsið, því það er saurgað af návist þessara sjakala og úlfa. Varst það þú, Tekonderoka sem iagðir gildru fyrir okkur? endurtók hann hátiðlegur í bragði. Sömuleiðis með Perrot fyrir túlk, útskýrði Peyrac stuttaralega, að Frakkar hefðu komið honum sjálfum á óvart og þessa stundina reyndi hann af öllum kröftum að koma þeim burt, áður en til alvar- legra atburða drægi. Þrátt fyrir ótta Angelique um hið gagnstæða virtist sendifulltrúi Irokanna ekki efast um orð hans, þótt hann hefði enn áhyggjur. Hann hafði þegar skynjað hvernig allt var í pottinn búið, en ástandið var engu að síður alvarlegt fyrir menn hans. — Við getum auðveldlega komizt frá þeim, værum við handan við ána, en við getum ekki lengur komizt yfir hana. Það er of margt fólk á ferli milli Katarun'k og Mobedean. Hann sé allur saman, þar sem hann sat á hækjum sér og var djúpt hugsi. — Við erum ofsóttir í skóginum, hélt hann áfram. — Heldur þú að við getum flúið hundana á hælum okkar lengi? Tekonderoga, sértu sannarlega mikilsráðandi gefðu okkur þá tryggin.gu fyrir því að við getum farið heilu og höldnu yfir Kennebec. .. Verðu okkur fyrir þessum sléttuúlfum. —■ Ég held ég geti fengið de Loménie ofursta til að samþykkja það, sagði Peyrac. — Þið hafið ekki gert neitt vítavert, hér um slóðir, er það? — Við vorum að koma til fundar við þig. — Verið þolinmóðir, þar til daginn eftir daginn á morgun. Sam- herjar Frakka eru að leggja af stað í burtu og þeir stefna til norðurs. Flestir þeirra verða farnir daginn eftir morgundaginn og þá getið þið sent friðarsveitir til Katarunks. Andlit Tahoutaguetes, sem var engu líkara en almoldugri griðar- stórri kartöflu, hrukkaðist í einbeitingu hugans. Svo stóð hann upp. — Ég hygg að það geti gengið, sagði hann. — Sé friðarskilyrðum okkar vísað á bug svo við getum ekki komizt yfir ána, höfum við þá 30 VIKAN 10-1«- altént færri óvini að berjast við. Sagðirðu að hinir ættflokkarnir stefndu norður? — Við skulum að minnsta kosti reyna að hraða brottíör þeirra eins og mögulegt er, sagði Perrot. — Nú er mitt erfiðasta hlutverk eftir, sagði Indíáninn, ég verð að sannfæra Outakke, höfðingja Móhikananna um að hann verði að semja við þig. Þú veizt að hver og einn af höfðingjum hinna fimm þjóða verður að geía samþykki sitt, áður en hægt er að gefa samþykki sitt. En Outakki vill ekki heyra á það minnzt. Hann segir að ekki sé hægt að búast við öðru en svikum af Fölandlitum og að frá þeirri reglu sé ekki ein einasta undantekning. Hann vill strið og aðeins stríð. Hann vill ráðast með striðsmönnum sínum á Patsíkettana, meðan við ráðumst á Katarunk. —- Þetta er brjálæði og þú veizt það Tahoutaguete. Swanissit veit það lika. Getur hann ekki sannfært Outakke. — Þú þekki Outakke, svaraði maðurinn kaldhæðnislega. — Hausinn á honum er harðari en granít og hann sagði nokkuð hræðilegt við Swanissit: Að honum hefði vitrazt það í draumi, að þú Tekonderoka, Þrumumaður, myndir verða valdur að dauða Swanissits, Swanissits hins mikla höfðingja þjóðanna fimm. — Ég? hrópaði Peyrac og stóð upp til hálfs i reiðikasti, sem var í fullu samræmi við beztu Indíánavenjur. — Er þessi vesæli Móhíkana- höfðingi, sem ég hef aldrei séð að saka mig um svik? — Hvernig ættir þú að geta verið orsök til dauða Swanissit, úr þvi þú leitar samninga við hann? Þessu svaraði Swanissit Outakke. En okkur er ekki róit í sinni, því við vitum fullvel að Outakke er í vin- fengi við anda draumanna. Við vitum einnig að hann er mikill lyg- ari, því hann segist hafa heyrt Algonkina segja i einum af búðum þeirra, að kona þin hafi sigrað tákn Irokanna við Mokslioss og það sanni að þú hafir fall okkar í hyggju. Lítil, blóðhlaupin augu, Tahoutaguets viku af Peyrac til Angelique, sem sat í skugganum. Þeim fannst, að hann vonaðist eftir einhverj- um uppörvunarorðum. Að þessar miklu röksemdir Outakkes hefðu alvarlega raskað trúnaðartrausti hans á Fölandlitinu, Þrumumannin- um, sem hann hafði stutt heilshugar á þingi Iroka. — Vilja Irokarnir konu mína feiga? spurði Peyrac. — Hafðir ,þú og Swanissit ákveðið að birtast allt í einu frammi fyrir henni, svo hræddur fararskjóti hennar kastaði henni og barni hennar af sér ofan í gljúfrið? Nei, þið gerðuð það ekki, en það gerði skjaldbakan. Svo þú sérð að ég geri þig og Þína ekki ábyrga fyrir því, sem skjaldbakan gerði, fremur en það er sanngjarnt, af ykkur að álíta konu mína vilja hinum fimm þjóðum illt, þótt hún ryddi skjaldbökunni úr vegi til að bjarga siinu eigin lífi. Þið vitið eins vel og ég, að sikjaldbakan er duttl- ungafull og draumkennd skepna og sá andi forfeðra ykkar, sem blund- ar innra með henni stýrir ekki ævinlega gerðum hennar. Þessi rökvisi virlist falla í góðan jarðveg hjá Tahoutaguete, sem kinkaði kolli hvað eftir annað eftir að hafa velt þessu fyrir sér nokkra hríð. — Ég hef alltaf haldið að Outakki væri ekki alveg með réttu ráði. Hatur hans hefur leitt hann afvega, en Swanissit, það er vitur maður. Hann óskar þess eins að bjarga hinum fimm þjóðum og hann hefur séð, að þú getur hjálpað honum. - Ég vil hjálpa honum, sagði Peyrac og lagði hönd sína á hönd honum. Þessa stundina sá hann engan tilgang í þvi að krefjast skýringar á árás Kajúka, niðri við ströndina. — Snúðu aftur til skógarins og segðu Swanissit að halda áfram að treysta mér. Ég skal gera mitt bezta til að flýta fyrir brottför flestra Indíánanna, sem setzt hafa hafa umhverfis varðstöð mína og ég skal reyna að koma á vopnahléi milli ykkar og frönsku liðsforingjanna,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.