Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 42

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 42
VI. * RAFHA-HAKA 500 er sérstak- lega hljóðeinangruð. — Getur staðið hvar sem er án þess að valda hávaða. Öruggari en nokkur önnur gagnvart forvitnum börnum og unglingum. Hurðina er ekki hægt að opna fyrr en þeytivindan er STÖÐV- UÐ og dælan búin að tæma vélina. RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður fullr komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi,| þ.e. það sem við á íyrir þau efni er þér ætlið að þvo. Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar. Þvottakerfin eru: 7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90° 8. Heitþvottur 90° 9. Litaður hör 60° 10. Stífþvottur 40° 11. Bleiuþvottur 100° 12. Gerviefnaþvottur 40° 1. UUarþvottur 30° 2. Viðkvæmur þvottur 40 3. Nylon, Non-Iron 90° 4. Non-Iron 90° 5. Suðuþvottur 100° 6. Heitþvottur 60 Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu. SÍMI 1 03 2 2 HiíflR EB ÖRKIN HflNS NÓfl? ÞaS er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. Sfðast er dreglS var hlaut verðlaunln: Gréta Björg Erlendsdóttir, Hofsvallagötu 21. Vlnninganna má vltja í skrlfstofu Vikunnar. Nafn Helmllt Örkln er á bls. Tollvörðurinn blaðaði að venju í vegabréfinu, líkti myndinni við eigandann og kinkaði ánægður kolli. Janine mátti fara yfir toll- slána. Töskur hennar voru ekki einu sinni opnaðar. í vegabréf- inu hét hún Janine-Marie Laur- ent, fædd 2. 9. 1940 í Abidjan á hinni fyrrum frönsku Fílabeins- strönd. Hún var ríkisborgari þessa vestur afrikanska lýðveld- is, hafði alla stimpla og vega- bréfsáritanir, átti barnæsku, for- eldra, lífssögu — allt sem þörf er á til þess að vera embættis- lega viðurkennd manneskja. Hún hafði ekki einu sinni heyrt borgina Abidjan nefnda fyrr en fyrir nokkrum dögum. En hvaða máli skipti það? Hið falsaða vegabréf hafði opnað henni öll sund. Ungfrú Laurent, guð minn góður, hún var meira að segja nærri búin að venjast nafninu. Bjartur, kaldur dagur, 27. jan- úar. Caravellavélin lenti á Mún- chen nákvæmlega tuttugu mín- útur yfir þrjú. Aðeins blái, skýja- lausi himinninn minnti nú á Casablanca. En hann blekkti augað; hitastigið var nokkrar gráður undir frostmarki. Og á torginu fyrir framan flugvallar- bygginguna glitraði snjór. — Hvernig líður þér? spurði Stephan Haller. — Vel. Hún brosti til hans. — Þreytt? — Nei. Hann horfði andartak um- hyggjusamur á hana. — Kápan þín er of þunn, Janine. Þú verð- ur að kaupa þér aðra hér. Lof- arðu mér því? — Og ef mér er ekki kalt? Hann hristi höfuðið. — Stúlka, sem vaxið hefur upp á Fílabeins- ströndinni skelfur af kulda á þessari breiddargráðu, það ætti að vera ljóst, ekki satt? Hún varð að viðurkenna það. Janine varð þögul í leigubíln- um á leið inn í borgina. Hvað eftir annað urðu þau að stanza við umferðaljós. Þegar hún virti borgina fyrir sér varð hún grip- in undarlegri tilfinningu. Hún sneri sér tvisvar við til þess að horfa á ósköp venjulegt pósthús. Hún fór að lesa götuskiltin. Eins og töpuð starði hún á verk- smiðjuturn, á græna íbúðarsam- byggingu, á kirkju.... Hún horfði á allt, sem leið framhjá, sporvagna, húsaþök, hulin snjó, torg með gömlum trjám. Og þó var þetta allt óá- þreifanlegt. Henni fannst það líkast draumi, eins og umhverfið væri ein spilaborg. — Um hvað ertu að hugsa? spurði Stephan. — íSg er að hugsa um það, að ef til vill hafi ég eitnhvern tíma verið hér. — Þekkirðu eitthvað aftur? — Það er engin vissa, skil- urðu. Það er engin. raunveruleg 42 VIKAN 10- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.