Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 32

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 32
ÞEGAR Onassis gekk Maríu Callas endanlega úr greipum og kvæntist Jacqueline Bauvier/Kennedy (þótt líklega megi María Callas sjálfri sér um kenna, því hún var alltaf svo treg við karlangann), fór hún til Rómar og fékk fegrunar- sérfræðinginn De Rossi til þess að hressa ögn upp á útlit sitt. Og ef marka skal þær myndir, sem hér fylgja, hefur De Rossi ekki orðið svo slælega ágengt. Séu þær Jackie og María bornar saman, spegill, spegill herm þú hver, — er illt að gera upp á milli, hvor fegurst er á landi hér. Árið 1961 í Vín. Nikita Krústjoff leitaði Jac- queline Kennedy uppi og settist hjá henni. Ekki lét hann það þó duga, heldur kallaði á ljósmyndara til að festa á filmu þennan við- burð, svo líklega hefur honum verið líkt farið og de Gaulle. En Onassis var sá, sem kom, sá og sigraði, og nú hefur María Call- as leitað til snyrtisérfræðingsins í Róm . . . 32 VIKAN 10-tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.