Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 31

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 31
svo stríðsmenn ykkar geti farið yfir ána Eftir tvo daga skulum við láta ykkur vita hvort Frakkarnir samþykkja vopnahléð og hvort hofð- ingiar ykkar geta komið heilu og höldnu til Katarunk. Sendfboði Irokanna reis á- fætur og bætti meira soti framan í sig með viðarkoli. Þetta dulargervi hafði auðve dar honum að ferðast óséður um nóttina. Svo sparn hann brennandi lurkum til hliðar með öðrum fætinum og sveiflaði sér fimlega upp 1 reykhafmn.. Þau stóðu hreyfingarlaus mjög lengi og biöu eftm hropi, sem gæfi til kynna að villimannahópur væri kominn á slóð óvinar. En ekkert eerðist. » . . — Þetta var einkennilegt, sagði Nicholas og klóraði sér i höfðinu undir loðhúíunni. - Ekki lízt mér á það! Ég hef a tilfinmngunni að hér verði allt á öðrum endanum áður en langt um hour. — Ég hélt að hinn grimmi Outakke hefði fallið í hendur Fiakka í veizlu sem honum hafði verið boðið til, en síðan rofin a honum grið og þvinæst hefði hann verið sendur til Frakklands og dæmdur til þrælkunarvinnu. , ... . . * — Já, þannig var það. Monsieur de Frontenac fekk hann naoaoan og aflaði honum heimilda til að snúa hingað aftur. — Það er fáránlegt! hrópaði Peyrac. — Ætla menn a haum stoðum aldrei að læra, að Þeir gjalda mistökin dýrara verði en glæpina og sá sem hefur framið slíkan glæp að ræna gesti, sem boðið hefur verið til veiziu og senda mikinn höfðingja Iroka til að róa á galeiðum á Mið- jarðarhafinu, verður að minnsta kosti að hafa nægilegt stjórnmála- 'legt hugrekki til að halda sínu til rökrænnar streitu og láta hann deyja í þrælkun. Hver gat verið svo barnalegur að imynda sér, að Þagar hann einu sinni væri kominn aftur til síns gamla lands yrði hann ekki þegar í stað harðsvíraðasti óvinur Frakka. Hver gat ímyndað sér að hann myndi nokkru sinni gleyma því hvernig með hann hefði -verið farið? — Hver er þessi Outakke? spurði Angelique. __ Mikill höfðingi Iroka af Móhaukaættbáikinum, útskýrði Perrot. — Ævi hans hefur verið mjög óvenjuleg, frá því að hann var barn tók Monsieur d’Arresboust hann að sér og ættleiddi hann og setti tii mennta í skóla í Quebec. Þvert á móti öðrum Indiánadrengjum var hann alvarlega hugsandi og góður námsmaður og ennþá talar hann mjög góða frönsku, sern er sjaldgæft af Indiána að vera, en peg hann óx upp hvarf hann og það kom í ljós, að hann hafði oröiö em helzti talsmaður Frakkahaturs meðal síns fólks. Hann helui J ur pyntað nokkra af trúboðum okkar með næstum ótrúlega utspexu aðri grimmd. Staðreyndin er sú að þessi Outakke er vlllidtr- Angelique minntist tjáningarlauss andlitsins með skarla eyrnahringana, sem hún hafði séð í jaðri skógarins og S leiftruðu af hatri. - Hvernig er hann? muldraði hún. - Ég á við, hvernig lítur hann út. En enginn heyrði til hennar 19. KAFLI Hann skálmaði áfram án þess að láta sig neinu skipta um kjarr, rætur eða sTmanfiæktar greinar gegnum þann þykka varnarvegg, sem skóeurinn hefur reist móti ollum liíandi verum; smaug i gegnum hann eins og andi smýgur í gegnum heilan vegg; ekkert dró úr för hans né hæsði tök þessara þróttmiklu fota. Einu sinni hafði hann snrett onnum á sér kálfunum, til að fjarlægja fituna af vöðvunum, svo þeir einh hefðu ráðrúm til að Þróast og styrkjast. Hann var á leið gegnum Abernakiskogmn. Ovinaskóg, en skóg sem htnn bekkti Því hann hafði flækzt um alla skóga, allt frá þvi að hann var un’gur stríðsmaður, á slóðum IIúróna,_ Algonkina og Frakika. Áfram hélt hann, yfir læki og fljót, framhjá vötnum, klifraði upp 0fan þvernhípta kletta og fjallaskörð. Svo hélt hann aftur ofan í mvrkrið, Þar sem laufin, gullin og rauð lokuðu sólarljósið úti. Hann' hugsaði um bræður sína, höfðingja hinna fimm þjóða, sem hann haföi skilið eftir, eins og hrædda héra, eftir að hafa hlýtt á þau boð sem Tahoutaguete hafði flutt þeim frá Katarunk. Nei, aldrei myndi hann taka þátt í því með þeim að semja frið við Föl- andlit Hann lét ekki snúa á sig. Það var ekki hægt að íara með hann eins og nýfæddan kettling lengur. Árangurslaust hafði hann reynt að vara þá við. Ó, heimsku bræður! Þið reynduð að gera gabb að honum, jafnvel þótt hann, Outakke, hefði séð Þá i draumi með höfuðin lauguð í blóði. Þeir hlógu að honum, þegar hann minnti ,þá á að eiginkona Tekonde- roga hefði rutt tákni þeirra úr vegi. Og þó hafði hann, Outakke, séð hana glaðlifandi í ljósaskiptunum, séð hvitu konuna krjúpa og ákalla guð jarðarinnar. Nei, hún hafði ekki beðizt fyrir eins of fölandlit biðjast fyrir, bælt niður ákefðina og varazt að láta hana koma i ljós. Hún hafði beðizt fyrir með því að nista myntulaufin í höndum sér og lyfta höndum til himins, síðan neri hún mörðum laufunum um and- litið á sér með lokuð augu og andlitið glóði i síðustu geislum sólar- innar. Allt siðan hann sá hana hafði honum verið Þungt um hjartað. Nú átti hann leið yfir opið svæði, sem eldur hafði eytt og augu hans hvörfluðu yfir ósnortið skógarlandið, fjöllin, vötnin og árnar, sem saman mynduðu hið fagra landslag efri Kennebec. Hann hugsaði stuttlega um það hvort þetta land hefði séð aðra eins umferð eins og Framhald á bls. 45. AVvVWV

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.