Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 34

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 34
VIÐ hverja snertingu hans A/ttc/f r\ •:■ •■ • V VI, •••• •, , . 'Wtthf ,/,/,' ■> ■■;■" FRAMHALDSSAGAN 5. HLUTI EFTIR JENS BEKKER TEIKNING: BALTASAR HljóSlaust runnu lyftudyrnar hvor frá annarri. Hún kom út ásamt fimm eSa sex öSrum, sá hann ekki strax, stóS fyrst kyrr, gekk því næst hægt aS útgöngu- dyrunum. ÞaS var enginn í anddyrinu, sem ekki horfSi á hana, hiklaust eSa í laumi. Hann mundi ekki svo greinilega eftir útliti hennar síSan úr MúnchenarferS sinni. Hvernig hún bar þessa óhóflega dýru leopardkápu, knéstutta, út- sniSna í hliSunum, eins hirSu- leysislega og hún væri ódýrir tötrar. — ÞaS var bein ögrun. Þar aS auki hinir ósvífnislega löngu fótleggir hennar, biksvart hár hennar, sem hún hafSi greitt öðru vísi nú. Júrgen gekk í veg fyrir hana. - Halló Gaby, ég hef nú virt yð- ur fyrir mér í að minnsta kosti eina mínútu. — Og -—- hvað hafið þér séð? — Augnaráð hinna karlmann- anna. Þess vegna skreið ég í flýti fram úr fylgsni mínu. Hún hló. í bílnum sat hún við hlið hans með krosslagða fætur. Hún hafði grafið hendur sínar í kápuvös- unum, hallað örlítið undir flatt. Hann andaði í fyrsta skipti að sér hinu undarlega ilmvatni hennar. — Hvað gerið þér eiginlega í Berlín? spurði hann. — fig fer út með yður. Er það ekki nægileg ástæða fyrir Ber- línarferð. — Jú, viðurkenndi hann. — Hvert farið þér með mig, Júrgen? — Fyrst að borða, og síðan hafði ég hugsað mér Bill Grovers Grillroom. — Samþykkt. Hann hafði einnig verið með Janine í Bill Grovers Grillroom. En hann vildi ekki hugsa um það. Hann vildi gleyma. Var Gaby Westphal ekki klædd til þess að fara þangað? Undir kápu sinni var hún í grænum flauelskjól með glitr- andi hlírum. Þau sátu gegnt hvort öðru, með logandi kerti milli sín, hann horfði á fagrar naktar axlir hennar, langan háls- 34 VIKAN 10- tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.