Vikan


Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 06.03.1969, Blaðsíða 43
minning, aðeins grunur, flökt- andi tilfinning, hugboð. — Eg mundi ekki verða hissa, Janine. Þar sem þú talar þýzku þannig, hlýtur þú að hafa verið í Þýzkalandi einhvern tíma. — Hvar erum við núna? spurði Janine bílstjórann. — Á Maximilianstrasse. — Viljið þér gjöra svo vel og stanza andartak? — Lengi má það ekki vera, sagði hann með þrumuraust, — hér er nefnilega bannað að stanza. — Það verður ekki lengi, sagði hún. Stephan fór með henni út. Hann horfði spenntur á hana. —- Þarna hinum megin, Step- han, undir bogagöngunum, á að vera kaffihús. Þau hlupu yfir götuna og eins og vegna skipunar stönzuðu þau bæði jafnt. Hún fann fyrir hand- artaki hans. — Janine, það er raunverulega kaffistofa þarna, þekkirðu hana aftur? Hún gekk að dyrunum, hikaði. Þú verður að fara inn, skipaði Stephan henni. Hún gerði það. En hún varð fyrir vonbrigðum. Hún fann augnaráð forvitinna karlmanna hvila á sér, sá rauðhærða stúlku bak við afgreiðsluborð, stóra Ex- pressvél, fjöldan allan af flöskum, en ekkert sem þýðingu hafði, ekkert sem var henni kunnugt. Hún fór til baka til leigubíls- ins. — Ætli mér hafi skjátlazt? spurði hún á báðum áttum. — Örugglega ekki, svaraði Stephan. — Kaffistofan undir súlnagöngunum, það var sönn minning. Framhald í næsta blaði. Paradísarlíf... Framhald af bls. 13. — En hér eru skraðar 75 rúblur, sem eru að þvi er virð- ist ekki fvrir neinu. Fyrir Iwað á ég að borga þær? — Hvað áttu við, sagði hún og var saklaus á svipinn eins og lamb. Og hún horfði á mig með svo dæmalaust barnslegu og sakleysislegu augnaráði, að ég missti mál- ið og rétti henni hundrað rúblur og víxil fyrir öðru eins. Ég þreif töskuna mína og strunsaði á járnbrautar- stöðina. Þannig lauk þá paradísar- lífi mínu. Ég var gjörsamlega gjaldþrota maður og hafði látið gabba mig herfilega. En segið mér eitt: Getur nokkur lánað mér 212 rúblur og 44 kopekur? Lærið INNANHUSS- ARKITEKTÚR / frítímum gegnum bréfaskóla Þér getiö tekiö námskeiö í nýtízku innréttingum í bréfaskóla. Það er sama hvar þér búið eða hvenær þér þurfið að mæta til vinnu. Þér getið stundað alla vinnu samtímis námskeiðinu. Þetta nám getur skapað yður undirstöðu að skemmtilegri og arðbærari atvinnu, og margir læra þetta líka sér til ánægju og eigin nota. Námskeiðið fjallar um m.a.: Húsgögn, staðsetningu húsgagna, liti, lýsingar, listir, þar á meðal listiðnað, stíltegundir, blóm og skreytingar, nýtízku eldhúsinnréttingar, gólfklæðningu, veggklæðn- ingu, vefnað, þar með reiknað gólfteppi, húsgagnaáklæði, glugga- tjöld, heimilishagfræði o.fl. Sendið okkur seðilinn, eða hringið í síma Byen-6821, Kaupmanna höfn, þá fáið þér allar upplýsingar. Vinsamlega sendið mér án skuldbindinga bækling yðar um INNANHÚSS- ARKITEKTUR NÁMSKEIÐ AKADEMISK BREVSKOLE, Badstuestræde 13, K0benhavn K, Damnark. Nafn ...................... Heimili 1°. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.