Vikan


Vikan - 02.04.1969, Qupperneq 3

Vikan - 02.04.1969, Qupperneq 3
 Láttu eins og ekkert sé... þetta éru bara einhver ferðamannafífl, sem ætla að spyrja okkur til vegar. Við sjáum hvað setur! 'C í SVONA FARÐ ER NAUD3YS AD HAFA KEÐJUR w ., <7' IÞESSARIVIKU PÓSTURINN .......................... MÚSÉTNA PÁSKAEGGIÐ ................. DAGLEGT HEILSUFAR .................. MIG DREYMDI ........................ Á HVERFANDA HVELI .................. HANN VINNUR AFREKIN FYRIR DÝRLINGINN FYRRI KONAN HANS ................... ANGELIQUE í VESTURHEIMI ............ PX—13 ............................ 27 MISMUNANDI HÁRGREIÐSLUR ......... HANN GEIR ER OF LÍTILL ............. VIÐ HVERJA SNERTINGU HANS .......... Bls. 4 Bls. 6 Bls. 8 Bls. 9 Bls. 10 Bls. 11 BIs. 12 Bls. 14 Bls. 16 Bls. 18 Bls. 24 BIs. 28 VÍSUR VIKUNNAR: Loðnan dýrmæt að landi berst og liggur þar oft við skemmdum og alltaf 'meira í odda skerst hjá atvinnumálanefndum. Þykir víst fáum gatan greið og greina hér nægan vanda síldin er farin sína leið og samningar flestir stranda. Launakröfunum linnir sízt lífskjörum engir fórna á allskonar vegu auðnan snýst einkum hjá þeim sem stjórna. FORSÍÐAN: Geir Hallsteinsson er tvímælalaust fremsti handknatt- leiksmaður okkar um þessar mundir. Þessa skemmti- legu forsíðumynd af honum hefur Baltasar teiknað fyrir Vikuna, en á bls. 24—27 er viðtal við Geir, sem Jón Birgir Pétursson, fréttastjóri Vísis, hefur tekið. I CUDAHNA BANUH REYHDU AD PINNA EINKVEHJA FLJOTVIRKAHI SJXLPS- hohðsaofehð: VIKAN — ÚTGEFANDI: IIILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Grön- dal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Dreifing: Óskar Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320—35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst, eða mánaðarlega. INÆSTU VIKII Ohætt er að fullyrða, að ekk- ert efni, sem sjónvarpið hef- ur flutt hafi öðlazt slíkar vin- sældir sem Saga Forsyteætt- arinnar. Margir hugsa til þess með kvíða, þegar henni ljúki, en 26. og síðasti þátturinn verður fluttur í næstu viku. En við getum glatt aðdáend- ur Forsyte-sögunnar með því, að um leið og sagan hættir í sjónvarpinu, heldur hún á- fram í Vikunni. f næsta blaði byrjar ný framhaldssaga, sem er úrdráttur úr þremur síð- ustu bókum Johns Galswort- hys. Þessir kaflar fjalla aðal- lega um Cherrell-fjölskyld- una, sem er tengd Forsyte- ættinni. Aðal sögupersónan er Dinny Cherrell, en hún og Michael Mont eru systkina- börn, og Dinny og Fleur eru góðar vinkonur. Við hittum líka síðar gamlan kunningja, Wilfrid Desert, skáldið, sem fór af landi brott vegna ofur- ástar á Fleur. Ekki er að efa, að margir munu vilja halda áfram að fylgjast með lífi og örlögum þeirra persóna, sem hafa svo mjög hrifið sjón- varpsáhorfendur og haldið at- hygli þeirra í heilan vetur. Margt fleira verður í næsta blaði, svo sem palladómur eftir Lúpus um Benedikt Gröndal, grein og myndir um Handíða og myndlistaskólann í Reykjavík, þýdd grein um Genfar-vatnið og smásaga eftir hinn kunna norska höf- und Arthur Omre, í þýðingu Friðjóns Stefánssonar. Síðast en ekki sízt ber að nefna grein um Astrid Gil- mark, sem er kunnasti miðill á Norðurlöndum um þessar mundir. Frú Gilmark segir frá lífi sínu og stai-fi sem mið- ill, m.a. segir hún frá því, þegar hún sá fyrir morðið á Robert Kennedy.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.