Vikan


Vikan - 02.04.1969, Síða 6

Vikan - 02.04.1969, Síða 6
Mnsétna náskaeooiO Barnasaoa eftir Herdísi Eoílsdittir * Ég er bara mús. Ég veit, alveg fyrir víst, að ykkur finnst það lítið. En þar er ég ekki á sama máli. Músa-líf er líka líf. Og mitt músa-líf er alveg ágætt. £g er húsa-mús og er einstaklega heppin með fólkið, sem ég bý hjá. Hér er hlýtt og notalegt. Húsmóðirin er afar hreinleg og afbragðs matreiðslu-kona. Börnin eru betri en annars staðar. Bæði eru þau matvönd og leifa alltaf af matnum, svo ég fæ miklu meira en nóg að borða af bezta mat Og svo eru þau öll, bæði konan og börnin, laf-hrædd við mig, músar-tetrið, sem ræður ekki við smáfugl, hvað þá meira! Það finnst mér alveg spreng-hlægilegt. í hvert skipti, sem mér dettur það í hug, set ég litlu loppuna mína fyrir munninn á mér, til að fela montlegt bros. Já, það er gaman að lifa svona góðu lífi. £g leik mér oft inni í íbúðinni, meira að segja á daginn. Einu sinni komst ég þó í klípu. £g var að skemmta mér V___________________________J '-----------------------------------V í leikfanga-kassa, sem var undir rúmi minni stelpunnar. Þar var yndislega ilmandi blikkdós, ó, ég get ekki lýst lyktinni og held þó helzt, að í dósinni hafi einhverntíma verið mjög góðir vindlar. Jæja, ég skreið alveg inn í hálfopna dósina, lygndi augunum og þefaði af öllum kröftum. Kemur þá ekki Dóra litla, þrífur kassann fram, og fer að bisa við að loka dósinni, sem ég var í. En ég var heldur þykk, til að komast þarna fyrir. Dóra reyndi og reyndi og ég var alveg í klemmu. Hjartað í mér hoppaði eins og það ætlaði út úr bæði mér og dósinni. Loks gafst hún upp og fór að leika sér að öðru. Þá skreiddist ég heim, þegar ég sá mér færi, og var aum í kroppnum marga daga á eftir. En ég mátti sjálfri mér um kenna. Dóra litla gerði þetta óvart, hún vissi ekki, að ég var í dósinni. Eina nótt var ég að leika mér í herbergi telpnanna. Þá fann ég undursamlega lykt. Hún var enn betri en vindla-lyktin úr dósinni. £g gekk um allt, þefandi, og eftir langa leit fann ég það út, að lyktin kom ofan frá kommóðu, sem stelpurnar áttu. í fjórðu tilraun gat ég klórað mig upp á hana og þá blasti við mér ilmandi dásemdin! Þarna stóðu hlið við hlið tvö falleg páska-egg úr svona líka ilmandi súkkulaði, að mig svimaði. Jæja, svo það voru þá v________________________________ y C VIKAN 14 tbl

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.