Vikan


Vikan - 02.04.1969, Page 21

Vikan - 02.04.1969, Page 21
þarf að vera þykkt. Notið stórar rúllur í hvirfilhárið, minni í hliðar og hnakkahár. . Burstið varlega, skiptið hárinu öðru- hvorumegin við miðju, túperið hvern lokk varlega. Svo er hárið greitt í þykkar krullur, og stór pylsulaga krulla dregin fram yf- ir skiptinguna. 0 Tvær hárgreiðslur fyrir stutt hár. Hárið lagt í óreglulegar krullur um allt höfuðið. Vefjið upp á millistærð af rúllum og setjið límband yfir hnakkahárið. Hárið er allt túperað og greitt í bylgjur og krullur. Hliðarhárið er hægt að greiða fram að kinn- unum eða aftur með eyrunum. o Þessar greiðslur fyrir grátt hár eru sérstaklega fallegar ef hárið er vel hirt. Og þegar hárið fer að grána er sérstaklega nauðsynlegt að það sé vel klippt reglulega. Það er ekkert eins öm- urlegt og gráar hárflækjur kringum gamalt andlit. Báðar þessar hárgreiðslur hafa stutt hnakkahár, en þykkt hársins ræður hvort heppilegra er að hafa það stutt eða frekar sítt. Hárið er vafið upp á meðalstór- ar rúllur, hnakkahár og jafnvel hliðarhár fest niður með lím- bandi. Burstið svo varlega þurrt hárið og túperið það létt. Svo er hárið greitt eftir geðþótta, ýmist með mjúkum bylgjum fram á ennið og niður með eyr- unum, eða því er lyft frá enn- inu. Báðar þessar hárgreiðslur eru kvenlegar og henta mjög vel miðaldra og eldri konum. 14 tbl VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.