Vikan


Vikan - 02.04.1969, Síða 23

Vikan - 02.04.1969, Síða 23
eftir er af hárinu er snúið upp í lausan tappatogara, sem lagður er yfir aðra öxlina. Hliðarlokk- arnir greiddir fram á við og enn- istoppurinn vel niður á ennið. o Grátt hár getur verið mjög glæsilegt, það er að segja ef það er vel snyrt. Það þarf ekki að vera sítt, nema það eigi að vera sett upp eins og hér er sýnt. Not- ið millistórar rúllur og burstið þurrt hárið varlega. Hnakkahár- ið er túperað og ennishárið er greitt í mjúkri bylgju til ann- arrar hliðar. Hvirfilhárinu er svo skipt niður í lokka, sem eru fest- ir niður með spennum. 0 Það er hægt að gera margt við sítt hár. Þessi hárgreiðsla er ein- föld en hátíðleg. Það er hægt að hafa hana einfaldari til daglegs brúks. Hvirfilhárið er vafið upp á stórar rúllur, millistórar og mjóar í hnakkahárið. Framhárið er burstað aftur og fest við með teygju við hnakkahárið. Krull- urnar eru burstaðar varlega og vafið upp á fingur, svo þær verði jafnar og fastar, festar niður með ósýnilegum spennum. Hnakka- hárið er beygt vel inn á við. o Uppsett hár getur verið mjög glæsilegt, ef það er fallega sett upp. Notið stórar rúllur fremst, stórar efst í hnakkahárið og mjó- ar neðst. Hliðarrúllurnar eru vafðar fram á við, það gefur meiri fyllingu við eyrun. Burstið hárið frá enninu og skiptið því svo í efra og neðra lag. Neðra lagið er sett upp í rúllu, efra lag- ið er bundið í tagl. Skiptið svo hárinu í jafna lokka, túperið þá, vefjið þeim upp á fingur og fest- ið niður með spennum, yfir og kringum rúlluna í hnakkanum. 0 Notið stórar rúllur í hvirfilhárið og minni fyrir hnakkahárið. Skiptið hárinu í þrennt og byrj- ið á neðsta hárinu, sem sett er upp í rúllu. Miðlokkurinn er túperaður og greiddur niður yfir rúlluna og festur með spennum. Hvirfilhárið er túperað, greitt slétt aftur með höfðinu og fest með spennum. Það er gott að festa líka til hliðar með spenn- um, svo hárið falli ekki niður. Við hárgreiðsluna sem er neðst er hægt að nota annaðhvort laus- ar fléttur eða að flétta eigið hár. Hárið er vafið upp stórar rúllur og burstað varlega. Framhárið greitt til hliðar. Hvirfilhárið fléttað og bundið um fléttuna í slaufu. Hnakkahárið er svo greitt og túperað neðst svo það slái sér vel út. Framhárið er svo greitt aftur og fest þar sem fléttan byrjar.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.