Vikan - 10.04.1969, Qupperneq 9
ÖSJÁLFRÁÐ
ÞVAGLÁT HJÁ
BÖRNUM OG
UNGLINGUM
Ósjálfráð tæming þvag-
blöðrunnar er þekkt fyrir-
brigði hjá börnum og oft
hjá unglingum, já, jafnvel
fullorðnu fólki. Læknarnir
Willy Matthisen og Lise
Holte hafa sagt frá rann-
sóknum sínum í norsku
læknablaði.
Á fyrstu tveim aldursár-
um getur barnið ekki sjálft
stjórnað tæmingu blöðr-
unnar. f fyrstu stjórnast
þessi tæming frá tauga-
stöðvum neðst í mænunni.
Þegar blaðran er full,
senda slímhimnur hennar
boð gegnum mænuna til
vöðvanna sem stjórna
hreyfingu blöðrunnar, sam-
drættir aukast þangað til
blaðran er að fullu tæmd.
Eftir því sem barnið þrosk-
ast breytast þessir ósjálf-
ráðu samdrættir. Tauga-
stöðvarnar neðst í mæn-
unni komast þá undir
stjórn „æðri“ stöðva í heil-
anum. Bæði í svefni og
vöku munu þessar „æðri“
stöðvar fá yfirráð yfir
taugastöðvunum í mæn-
unni, þannig að, þær sendi
ekki skipun um óæskileg
þvaglát til þvagblöðrunn-
ar. Um leið stækkar blaðr-
an, frá því að rúma aðeins
50—100 ml til þess að rúma
frá 300—450 ml, það er að
segja nægjanlegt rúm fyr-
ir það þvag sem safnast
fyrir næturlangt, og það
kemur í veg fyrir að
barnið væti rúmið. Þvag-
blaðra barnsins breytist
stig af stigi, þangað til hún
verður að líffæri sem læt-
ur að stjórn.
Fyrsta stigið; á fyrsta og
öðru aldursári þroskast til-
finningin fyrir því að
blaðran fyllist. Á næsta
stigi þroskast hæfileikinn
til að halda i sér þvagi um
lengri eða skemmri tíma;
þegar barnið er orðið
tveggja til þriggja ára á
það að vera búið að fá
hæfilega stóra blöðru til
að geta stjórnað þvaglát-
um á daginn. Þegar barn-
ið er sex ára á það að geta
stjórnað algerlega þvag-
látum.
Ósjálfráð þvaglát og að
barn væti rúm er mjög al-
gengt vandamál, og erfitt
við það að eiga, sérstak-
lega vegna þess að þetta
er alltaf viðkvæmt mál.
Læknar, sem hafa rann-
sakað þetta segja, að allt
að því 10—15% allra barna
þjáist af þessu, og það er
algengara meðal drengja,
og þá er talað um aldurinn
4—5 ára. Flest börn geta
haldið sér þurrum eftir að
þau hafa náð þriggja ára
aldri. Eftir kynþroska-
skeiðið er það mjög sjald-
gæft að unglingar ráði
ekki við þvaglát, en þó eru
nokkur brögð að því. Um
orsakir þess er þá fyrst að
nefna að blaðran hefur
ekki náð eðlilegri stærð.
Annars koma oft fram
ýmsar kenningar um or-
sakir fyrir ótímabærum
þvaglátum barna. Ein
kenning hefur lengi verið
ofarlega á baugi og hún er
að barnið hafi orðið fyrir
taugatruflun, að það sé í
þörf fyrir meiri ástúð en
foreldrarnir auðsýna því.
Þessi kenning er mjög út-
breidd, en læknarnir Mat-
hisen og Holte halda því
fram að það sé í sárafáum
tilfellum sem sú ástæða er
fyrir hendi. Nokkrir lækn-
ar halda fram að þeir sem
væta rúm sofi óvenjulega
fast, þannig að þeir finni
ekki þörfina fyrir tæm-
ingu, aðrir að þessi börn
sofi mjög óvært. En eitt er
alveg öruggt, í flestum til-
fellum er hægt að finna að
blaðran er of lítil og þrýst-
ingurinn verður þar af
leiðandi of mikill.
Rannsóknir hafa leitt í
ljós að um 50% þeirra
sem hafa gengið undir
rannsókn hafa haft líf-
færagalla, sem hægt er að
ráða bót á með handlækn-
isaðgerðum. Oft er ástæð-
an fyrir ótímabærum
þvaglátum krampakennd
þrengsli í þvagrásinni.
Framhald á bls. 44.
0RIS úr og klukkur
Vandaðar klukkur
örugg
sterk
ódýr
Svissnesk framleiðsla
Franch Michelen
úrsmíðameistarar
Laugavegi 39
/Í'b'^ ALGJÖRLEGA
VT^i/ SJÁLFVIRK
10 ÞVOTTAKERFI:
1. Suðuþvottur, mJÖK óhrelnn (meS
forþvotti).
2. SuSuþvottur, venjulecur (&n for-
þvotti).
3. Mlslltur þvottur (suðuþollnn)
(bómull, léreft).
4. Gerflefnl — Nylon. Dlolen. o. þ. h.
(án þeytivlndu).
5. Mlslltur þvottur (þollr ekkl suSu)
(án þeytlvidnu).
4. Mislltur þvottur (ekkl lltfastur).
7. VlOkvsemur þvottur (Acetate, Per-
(án þeytlvlndu).
5. Ullarefnl (kaldþvottur).
9. Skoluu.
1». beytlvinda.
VB5TUR6ÖTU II
SÍMI 19294
15. tbl.
VIKAN 9