Vikan


Vikan - 10.04.1969, Side 10

Vikan - 10.04.1969, Side 10
Úrdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys HÉR HEFJUM VIÐ FORSYTESÖGUNA Á NV OG TÖKUM TIL ÞAR SEM VIÐ LÖGÐUM ÞRÁÐINN NIÐUR í VETUR OG SJÓNVARPS- LEIKRITI BBQ LAUK. NÚ ER SOAMES LÁTINN OG FLEST GAMLA FÖLKIÐ HORFI3 TIL FEÐRA SINNA. EN NÝ KYNSLÓÐ TEKUR VIÐ. í SÖGUKÖFLUNUM SEM HÉR FYLGJA ER AÐAL- LEGA SAGT FRÁ FJÖLSKYLDU SEM ER TENGD FORSYTUN- UM, - CHERRELL FJÖLSKYLDUNNI. AÐALSÖGUPERSÖNAN, DINNY CHERRELL, ER FRÆNKA MICHAELS MONT OG GÖÐ VINKONA FLEUR... Líf biskupsins af Porthminster var að fjara út; sent hafði ver- ið eftir nánustu ættingjum, bróðurbörnum hans, fjórum bróður- sonum og tveim bróðurdætrum og eiginmanni annarrar þeirra. Það var ekki búizt við að hann lifði af nóttina. Meðal skólabræðra í Harrow og Cambridge var hann kallaður „Cuffs“ Cherrell, síðan varð hann séra Cuthbert Cherrell, Cherrell kórbróðir, þegar hann var upp á sitt bezta og þekktur sem snjall prédikari, en síðustu átján árin bar hann hið virðulega nafn Cuth- bert Porthminster. Hann var ókvæntur alla ævi. Hann hafði þjón- að kirkjunni í fimmtíu og fimm ár. Það og sjálfsaginn, sem hann beitti frá því hann var tuttugu og sex ára hafði veitt honum hið virðulega yfirbragð, sem jafnvel návist dauðans megnaði ekki að þurrka burt. Hann virtist bíða dauðans með nokkurri forvitni, og það brá líka fyrir glettni í augunum, þegar hann hnyklaði brúnirn- ar og sagði við hjúkrunarkonuna: — Þér fáið góða hvíld á morgun, systir. Ég verð stundvís, og þér þurfið ekki að sjá um að klæða mig. Nú lá „Cuffs“ grafkyrr, grátt hárið vandlega burstað frá andlit- inu, sem var eins og skorið í fílabein. Hann hafði verið biskup svo lengi að enginn vissi um afstöðu hans til dauðans, eða um skoðanir hans yfirleitt. Húsið sem hann bjó í var frá sextándu öld og stóð rétt hjá dóm- kirkjunni. Herbergið var einfalt og nokkuð kuldalegt. September andvarinn létti svolítið þungt andrúmsloftið. Nokkur fagurlituð blóm í gömlum vasa, sem stóð í gluggakistunni, voru einu litbrigðin í her- berginu og hjúkrunarkonan hafði tekið eftir því að hann hafði ekki augun af blómunum, nema þegar hann lokaði þeim til hvíldar. Um sexleytið var honum sagt að skyldmenni hans væru komin, börn eldri bróður hans, sem var löngu látinn. — Ah! Sjáið til þess að það fari vel um þau. Mig langar til að sjá Adrian. Þegar hann opnaði augun klukkutíma síðar, sá hann Adrian frænda sinn, sem sat við fótagaflinn. í nokkrar mínútur virti hann fyrir sér magurt andlit frændans, útitekið, nokkuð hrukkótt með alskegg, og það var undrun í svipnum, eins og honum fyndist Adrian eldri en hann hafði búizt við. Svo hnyklaði hann brúnirnar og það kenndi sömu glettninnar í veikri röddinni, þegar hann sagði: — Adrian minn góði! Það er fallegt af þér að koma. Viltu koma aðeins nær? Ah! Kraftar mínir eru að þverra, en mig langaði til að tala við þig, ef það gæti orðið þér að einhverju gagni. Það getur verið að þér finnist það einskis nýtt. Þú ert ekki kirkjunnar maður, svo ég ætla að tala við þig sem heimsmaður, en það var ég einu sinni, og hef líklega alltaf verið. Ég hef heyrt að þú sért hrifinn af, 10 VIKAN 15' tbl' eða á ég að segja ástfanginn af konu, sem ekki er í þeirri aðstöðu að' hún geti gifzt þér — er það rétt? Andlit frændans, góðlegt og hrukkótt varð angurvært á svipinn. — Það er rétt Cuthbert frændi. Mér þykir leitt ef það hefur vald- ið þér áhyggjum. — Hún endurgeldur tilfinningar þínar? Adrian yppti aðeins öxlum. Góði Adrian. Heimurinn er frjálslyndari nú en á æskuárum mínum, en það er ennþá einhver helgi bundin við hjónabönd. En það gerir þú upp við þína eigin samvizku, það er ekki mitt mál. Gefðu mér svolítið vatn. Þegar hann hafði drukkið úr glasinu, hélt hann áfram, og virtist nú ennþá veiklulegri: — Síðan faðir þinn dó hefur mér alltaf fundizt ég hafa einhverja ábyrgðartilfinningu gagnvart ykkur, börnum hans. Eg býst við að það standi eitthvað í sambandi við nafn okkar. Mig langaði til að segja við þig að nafn okkar er gamalt og hefur alltaf haft á sér heiðarleikaorð. Skyldutilfinning virðist vera það eina, sem gamlar fjölskyldur eiga nú til dags; — það sem er afsakanlegt hjá ungling- um, er ekki fyrirgefið þroskuðum manni, eins og þú ert. Mér myndi þykja fyrir því ef ég vissi að nafn okkar ætti eftir að skreyta slúður- dálka blaðanna. Fyrirgefðu að ég skuli skipta mér af einkamálum þínum, og lofaðu mér að kveðja ykkur öll hérmeð. Skilaðu kveðju til hinna, það er þægilegra fyrir okkur öll, og segðu þeim að ég sendi þeim blessun mína, ef hún er þeim einhvers virði. Vertu bless- aður, Adrian minn kæri, vertu blessaður! Röddin varð að hvísli. Svo lokaði hann augunum. Adrian stóð um stund, hávaxinn og nokkuð lotinn, og horfði á drættina í vax- bleiku andlitinu, læddist svo út og lokaði hljóðlega á eftir sér. Hjúkrunarkonan kom aftur inn í sjúkraherbergið. Varir biskups- ins hreyfðust og brúnirnar hnykluðust, en hann talaði aðeins einu sinni: — Mér þætti vænt um að þér sæjuð til þess að höfuð mitt sitji beint og tennurnar á réttum stað. Fyrirgefið þessa smámunasemi, en ég vil helzt líta sómasamlega út. .. . Adrian fór aftur niður þangað sem fjölskyldan beið. — Hann er að fjara út. Hann sendir ykkur blessun sína. Sir Conway ræskti sig. Hilary þrýsti handlegg Adrians. Lionel gekk að glugganum. Emily Mont tók upp örlítinn vasaklút og stakk hendinni í lófa manns síns. Wilmet var sú eina sem sagði eitthvað. — Hvernig lítur hann út, Adrian? — Eins og fallinn stríðsmaður á skildi sínum. Sir Conway ræskti sig aftur.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.