Vikan


Vikan - 10.04.1969, Side 11

Vikan - 10.04.1969, Side 11
— Hann var heiðursmaður, sagði Sir Lawrence blíðlega. Þau biðu í þögn. Þeim var fært te, en eins og eftir þegjandi sam- komulagi, snertu þau það ekki. Og svo heyrðist allt í einu klukkna- hljómur. Þau litu upp, öll sjö. — Gjörið þið svo vel, ef þið viljið líta á hann, sagði rödd úr dyra- gættinni. Sir Conway, sem var elztur, gekk næstur kapelláni biskupsins, hin fylgdu eftir. Biskupinn lá í mjóu rúmi, út frá miðjum vegg, hvítur og þráð- beinn, ennþá virðulegri í dauðanum. Ekkert þeirra átta sem viðstödd voru, ekki einu sinni kapelláninn, vissu hvort biskupinn hafði verið trúaður, nema þá á helgi kirkjunnar, sem hann hafði svo dyggilega þjónað. Þau horfðu þögul á hann, snortin yfir þeirri helgi, sem hvíldi yfir hinum látna. Conway, -— Sir Conway Cherrell, hershöfðingi, hafði séð dauðann í mörgum myndum. Hann stóð nú í hvíldarstöðu, rétt eins og hann gerði forðum, þegar hann var í herforingjaskólanum í Sandhurst. Hann var grannleitur og fíngerður af hermanni að vera. Yfir honum hvíldi öryggi og ró, en það var ekki hægt að segja um Adrian, sem stóð við hlið hans. Sir Lawrence Mont hélt utan um Emily, konuna sína, og úr svip hans mátti lesa: — Þetta er fagur dauðdagi, gráttu ekki elskan mín. Hilary og Lionel stóðu sinn hvorum megin við Wilmet. Þeir voru báðir háir og grannvaxnir, og úr svip þeirra mátti lesa eins konar tortryggni, rétt eins og þeir ættu von á því að hinn látni myndi opna augun. Wilmet var rjóð í framan; — varirnar samankipraðar. Hún var líka hávaxin og grönn. Kapelláninn laut höfði og varir hans bærðust, eins og hann væri að lesa bæn. Þannig stóðu þau í nokkrar mínútur, en gengu svo hljóðlega út og fóru til herbergja sinni. Þau hittust svo aftur við kvöldverðarborðið, og töluðu fram og aftur um viðburði dagsins. Cuthbert frændi þeirra hafði aldrei ver- ið þeim nákominn, nema sem ættarhöfðingi. Nú töluðu þau um það hvort ætti heldur að jarða hann meðal feðra sinna á Condaford, eða í dómkirkjunni. Það gat líka verið að hann hefði sjálfur gert ráð- stafanir í erfðaskránni. Öll fóru þau heim um kvöldið, nema hers- höfðinginn og Lionel, sem voru skiptaráðendur. Bræðurnir tveir sátu hljóðir í bókasalnum, eftir að þeir höfðu opnað og lesið erfðaskrána. Hún var stutt, enda ekki mikið til skipta. Svo sagði hershöfðinginn: — Mig langar til að leita ráða hjá þér, Lionel. Það er viðvíkjandi Hubert, drengnum mínum. Lastu ekki í blöðunum um ákæruna á hendur honum, sem kom fram í þinginu, áður en því lauk? Lionel var fámáll maður, og var nú að ljúka starfsferli sínum sem dómari. Hann kinkaði kolli. — ’Ég sá að það var lögð fram spurning, en ég veit ekkert um skýringu Huberts á málinu. — Hana get ég gefið. Þetta er mjög leiðinlegt mál. Drengurinn er skapstór, en hann er strangheiðarlegur. Það er hægt að treysta orð- um hans. Það eina sem ég get sagt, er að ef ég hefði verið í hans sporum, hefði ég hagað mér nákvæmlega eins. Lionel kinkaði aftur kolli. — Haltu áfram. .— Ja, eins og þú veizt fór hann beint frá Harrow í stríðið, og var eitt ár í flughernum, alltof ungur. Hann særðist, og hélt áfram í hernum, eftir að hann kom heim. Hann var sendur til Mesopota- miu, og svo til Egyptalands og Indlands. Hann fékk mjög slæma malariu og í október síðastliðnum fékk hann árs sjúkrafrí. Það renn- ur út 1. október næstkomandi. Honum var ráðlagt að fara í langa sjóferð og það gerði hann. Hann fór í gegnum Panamaskurðinn til Lima. Þar hitti hann amerískan prófessor, Hallorsen að nafni. Hann kom hingað fyrir skömmu til að halda fyrirlestra, um einhver ættar- brot í Boliviu, held ég. Hann var að fara í leiðangur til Boliviu, þegar hann hitti Hubert. Hann vantaði fararstjóra til að sjá um flutningana. Hallorsen bauð Hubert stöðuna og hann tók því, enda var hann hress eftir sjóferðina og kunni aldrei við að vera iðjulaus. Þetta var í desember síðastliðnum. Að nokkrum tíma liðnum yfirgaf Hallor- sen leiðangurinn og skildi Hubert eftir í bækistöðvunum með hóp af Indíánakynblendingum, sem gættu múldýranna. Hubert var eini hvíti maðurinn. Hann fékk slæma hitasótt. Nokkrir af þessum kyn- blendingum voru hreinir djöflar, eftir því sem hann segir; létu alls ekki að stjórn og misþyrmdu dýrunum. Hubert lenti í kasti við þá, því hann er skapráður, eins og ég sagði þér, og mjög mikill dýra- vinur. Kynblendingarnir urðu æ erfiðari og loks kom að því að hann lenti í kasti við einn, sem hann var áður búinn að skamma fyrir að misþyrma múldýrunum og að stofna til óeirða meðal hinna. Indíáninn réðist að honum með hnífi, en Hubert var, sem betur fór, með skammbyssu, og hann skaut manninn til bana. Svo stakk allur hópurinn af, að þrem undanteknum, og þeir sem fóru tóku múldýrin með sér. Og taktu það til athugunar að hann var búinn að vera þarna í þrjá mánuði, án þess að heyra frá Hallorsen, eða fá nokkra hjálp frá honum. Jæja, hann hékk þarna með þeim sem eftir urðu, hálfdauður af hitasótt. Hallorsen kom loksíns aftur og í stað þess að reyna að skilja aðstöðu Huberts hæddist hann að honum. Hubert þoldi það auðvitað ekki og fór. Hann kom beint heim og hann er núna hjá okkur á Condaford. Hann er nokkurn veginn búinn að ná sér eftir hitasóttina, en hann er töluvert eftir sig ennþá. Og nú hef- ur þessi Hallorsen náungi ráðizt á hann í bók sinni, kennir honum beinlínis um öll mistökin, heldur því fram að hann hafi verið harð- stjóri og ekki kunnað að stjórna mönnunum, kallar hann skapbráð- an aðalsmann og allt slíkt, sem virðist vera mjög vinsælt þessa stund- ina. Jæja, það hafa einhverjir foringjar í hernum fengið veður af þessu, og lagt fram þessar spurningar í þinginu. Hallorsen er í Bandaríkjunum eins og er, svo það er enginn til fyrirsvars, ef farið verður í vitnaleiðslur; þess utan hefur Hubert engin vitni. Þetta eyði- leggur alveg framtíð hans. Langt andlit Lionels Cherrells varð ennþá lengra. — Hefur hann reynt að snúa sér til aðalstöðvanna? — Já, hann fór þangað á miðvikudaginn. Þeir voru frekar kulda- legir. Ég gæti samt trúað að þeir skiptu sér ekkert af þessu, ef ekk- ert yrði talað um þetta meir, en hvernig er það hægt? Drengurinn hefur verið gagnrýndur í bókinni og allt að því ásakaður í þinginu, og hann getur ekki legið undir því, hvorki sem hermaður eða heið- ursmaður; — en hvað getur hann gert? Lionel tottaði pípu sína. — Veiztu hvað, sagði hann, — ég held að það væri bezt að taka þessu með þögn. Hershöfðinginn kreppti hnefana. — Fjandinn hafi það, Lionel, ég get ekki séð hvernig það er hægt. — En hann viðurkennir að hafa skotið manninn. Almenningur hefur ekkert hugmyndaflug. Con — almenningur setur sig aldrei í spor Huberts. Þú getur ekki búizt við við að fólk skilji aðstæður hans. — Er þér alvara í því að ráðleggja þögn? — Það er erfitt að kyngja þessu, en ég sé ekki aðra leið. — Drottinn minn! Hvernig er England orðið? Það hefði verið fróðlegt að vita um álit Cuffs frænda. Hann lagði mikið upp úr fjölskylduheiðri okkar. — Það geri ég líka. En hvernig getur Hubert jafnað málin? Hershöfðinginn var þögull um stund, svo sagði hann: — Þessi ákæra er smánarblettur á herþjónustunni, en hendur hans eru bundnar. Ef hann legði inn lausnarbeiðni, horfir málið öðruvísi við. En hann er hermaður af lífi og sál. Þetta er allt hábölvað og snúið. En svo ég snúi mér að öðru. Lawrence var að tala við mig um Adrian. Var Diana Ferse ekki Diana Montyou áður en hún gift- ist? -— Jú, hún er frænka Lawrence, — mjög falleg kona, Con. Hef- urðu ekki séð hana? — Jú, þegar hún var barn. Hvernig er högum hennar háttað nú? — Hún er reyndar gift ekkja, — hún á tvö börn og maðurinn hennar er á geðveikrahæli. —- Ólæknandi? Lionel kinkaði kolli. — Það er sagt svo. En auðvitað er ekki hægt að segja það með vissu. — Drottinn minn! — Það er ekki glæsilegt. Hún er fátæk, og það er Adrian líka. Adrian hefur verið ástfanginn af henni síðan hún var unglingur. Ef hann gerir einhverja vitleysu nú, þá missir hann stöðu sína sem safn- vörður. Þú átt við að hann strjúki með hana? Það er fráleitt, hann hlýtur að vera orðinn fimmtugur. — Það er enginn asni eins og ga.... Hún er mjög aðlaðandi. Heldurðu að hann hlusti á þig, Con? Hershöfðinginn hristi höfuðið. — Hann hlustar frekar á Hilary. — Vesalings Adrian, - - og hann er einhver bezti maður sem ég þekki. Ég ætla að tala við Hilary, en hann hefur alltaf svo mikið að gera.... Bræðurnir stóðu upp, tókust í hendur og gripu svo hvor sitt kerti og gengu til náða. Condaford Grange var upphaflega í eigu ættarinnar de Campfort, en skipti um eigendur þegar einn af Cherrell ættinni (nafnið var þá stafað Kerwell eða jafnvel Keroual). Það var mjög rómantísk saga um það hvernig þessi ættaskipti urðu á jörðinni, því að Kerwell, sem kvæntist stúlku af de Campfortætt, hitti stúlkuna fyrst, þegar hann bjargaði henni undan villtu bjarndýri. Faðir hans hafði komið til Englands á dögum krossferðanna, en hann var af frönskum ætt- um í Guienne. Stúlkan var erfingi de Campfort-eignanna. Björninn var svo settur í skjaldarmerki ættarinnar og mönnum hafði verið tíðrætt um það að líklega var þetta bjarnarmerki orsök ævintýrsins Framhald á bls. 40. X5. tbi. yiiCAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.