Vikan


Vikan - 10.04.1969, Síða 20

Vikan - 10.04.1969, Síða 20
%nm ANDRÉS INDRIÐASON EINN K0M:s AFTUR Keith Potger stofnaði söngflokk- inn The Seekers á sínum tíma ásamt Athol Guy. Þeir fengu í lið með sér Bruce Woodley og Judith Durham. Öll eru þau frá Ástralíu. Þau héldu til Englands, sungu inn á hljómplötur og hlutu frægð og frama. Þegar þau byrj- uðu að syngja saman, varð það að samkomulagi, að ef einhver í hópnum óskaði eftir að draga sig í hlé, skyldi hann láta vita með hálfs árs fyrirvara. Þegar svo ungfrúin í hópnum tilkynnti, að hún vildi hætta, höfðu hinir nægan tíma til að verða sér úti um aðra söngkonu í hennar stað. En þeir ákváðu að hætta líka. Þau sneru aftur heim til Ástra- líu; Judith sneri sér að söngnum að nýju og kemur nú fram sem einsöngvari, sömuleiðis Athol, en Bruce fæst við lagasmíðar. Hann. hefur samið mörg þeirra laga, sem Seekers hafa gert vinsæl,. m.a. lagið „Love is kind, love is wine“, sem Ríó tríóið hefur sung- ið á plötu undir heitinu Sumar- nótt. Keith Potger hefur ekki sagt skilið við sönginn. Hann er nú kominn til Englands að nýju, 20 VIKAN 15- tbl- og nú ætlar hann að freista gæf- unnar sem einsöngvari. Fyrsta plata hans kom út nýlega, og þar syngur hann lagið „The Wotrfd Would Never Turn Again“. Ætti þetta að vera nokk- ur raunabót hinum fjölmörgu Seekers unnendum. ☆ framfæri. Mörg voru tárin, sem féllu af ungmeyjahvörmum dag- inn, sem þau létu pússa sig sam- an. Kvikmyndin Candy hefur nú verið frumsýnd í London. Ringó Starr leikur sem kunnugt er í þessari mynd á móti Ewu Aulin, en brezkir fengu að sjá hana. Ringó og Georg hafa báðir leg- ið á krankhúsi að undanförnu með einhverja smákvilla. Þeir eru nú orðnir brattir báðir og vinna ásamt John og Paul að næstu hæggengu plötu Bítlanna, sem væntanlegur kemur í umferð í apríllok eða maí. Samhliða því sem unnið er að: gerð hinnar nýju plötu er unnið að gerð heimildarkvikmyndar um Bítlana, en í þeirri kvik- mynd, sem ætluð er til sýningar í sjónvarpj, verða mörg hinna nýju laga. Kvikmyndataka er þegar hafin, og var eitt atriði myndarinnar tekið fyrir skömmui uppi á þaki byggingar þeirrar, þar sem Apple-fyrirtækið er til húsa. Urðu vegfarendur að von- um felmtri slegnir, er þeir sáu Bítlana prílandi uppi á húsþaki meðan músikin glumdi úr hátöl- urum! Bítlarnir hafa nú ráðið fjármálasérfræðing Rollinganna, bandaríkjamanninn Allen Klein, í þjónustu sína, og á hann að koma einhverju skipulagi á fjár- reiður Apple-fyrirtækisins, en nokkur lausung hefur ríkt í fjár- málum þeirrar stofnunar. Flest- um mun kunnugt um, að fyrir- tækið Apple hefur ekki borið sitt barr, tízkubúðin fór á hausinn og þær vonir aðrar, sem Bítlarnir bundu við fyrirtækið hafa alls ekki rætzt. John Lennon hefur látið. svo um mælt, að haldi svo áfram sem horfir, sjái Bítlarnir ekki annað ráð vænnt en að yfir- gefa hugmyndina um Apple. Eini afleggjari þessarar stofnunar, sem hefur borið sig, er hljóm- plötudeildin og er hlutur Mary Hopkin og að sjálfsögðu Bítl— anna sjálfra þar þyngstur á met- unum. Bítlarnir hafa gert tvær- kvikmyndir upp á eigin spýtur,, „Magical Mystery Tour“ og Yel- low Submarine“, og hafa þeir tapað mikið á þeim tiltækjum. Nú er bara eftir að sjá, hvort Allen Klein getur hjálpað Bítl- unum út úr ógöngunum. Það var hann sem bjargaði Rollingunum á sínum tíma, þegar þeir höfðu sagt skilið við Andrew Oldham, umba sinn, og allt var í kaldakoli. ☆ MONSIEUR DIPONT SITTHVAÐ HEFUR GERZT HJÁ BÍTLUNUM OG ER ÞETTA MARKVERÐAST TÍÐINDA Paul McCartney hefur nú loks- ins fest sitt ráð. Hann gekk að eiga Lindu Eastman sem er bandarísk, 25 ára að aldri, frá- skilin með fimm ára dóttur á Richard Burton, Marlon Brando og fleira stórmenni. Myndin þyk- ir í djarfara lagi og fylgir það sögunni, að nokkur atriði hafi verið klippt úr myndinni, áður Sandie Shaw er nú með nýtt lag á vinsældalistanum. Þetta lag heitir „Monsieur Dupont“, en svo heitir líka kjöltukrakki frúar- innar. Sandie hefur gengið frem- ur illa með tveggja laga plötur sínar að undanförnu, og er skemmst að minnast plötunnar með laginu „Those were the days“, en það náði aldrei nein-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.