Vikan - 10.04.1969, Page 21
þess að leika inn á eina hljóm-
plötuna enn. Ekki er annaS að
sjá en að hann hafi kunnað vel
við sig í London, því að nú hef-
ur hann ákveðið að setjast þar
að. Upphaflega ætlaði Duane
Eddy að hafa gítarlög á plötu
þeirri, sem hann tók upp í
London, en umboðsmaður hans
benti honum á, að það þýddi
lítið fyrir hann að vera alltaf í
sama farinu, ef hann ætlaði sér
á annað borð að láta eitthvað að
sér kveða. „Hvers vegna syng-
urffu ekki heldur,“ sagði Umbi
við Edda. Þetta fannst gítarleik-
aranum Duane Eddy fráleitt.
Hann hafði aldrei komið fram
sem söngvari, hvað þá sungið á
plötu fyrr. En Umbi var ekki af
baki dottinn, — honum tókst að
telja Edda á að syngja í stað
þess að spila — og nú er þessi
plata komin út, tveggja laga
plata með laginu „Break My
Mind“ sem aðalnúmer.
Það fylgir sögunni, að Eddi
hafi verið mjög taugaóstyrkur,
þegar hann söng irm á þessa
plötu. Sjálfur segist hann alltaf
vera kvíðinn, þegar hann kemur
í upptökusal, sem hann hefur
ekki komið í áður. „Til allrar
lukku“, segir hann, „voru tækni-
mennirnir mjög hjálplegir, og
það var líka uppörvun, að marg-
þekktir músikantar litu inn til
þess að gefa mér góð ráð“. Hann
bætti því við, að honum fyndist
upptökutækni í Englandi standa
framar en vestan hafs, og það
þótti brezkum gott að heyra. ☆
um vinsældum í flutningi henn-
ar. Fyrir skömmu skemmti
Sandie um nokkurt skeið á hin-
um þekkta og vinsæla skemmti-
stað í London „Talk of the
Town“, en þangað hafa margir
íslendingar án efa komið. Við
það tækifæri var Sandie klædd
eins og myndin sýnir okkur, en
flíkina gerði eiginmaður hennar,
Jeffrey Banks, sem er tízku-
teiknari. Flíkin er gerð úr fjöðr-
um, 7 þúsund að tölu, sem og
mynduðu mikinn slóða, sem því
miður hefur ekki komizt fyrir á
myndinni. Athygli vekur að
Sandie er í skóm, en hún er þekkt
fyrir þá sérvizku sína, að troða
upp berfætt. Slíkt hefur sjálfsagt
ekki þótt viðeigandi á jafn fín-
um skemmtistað og Talk of the
Town! -tr
NV HLJOMPLATA FRA HANK MARVIN
Þess er skemmst að minnast, er
liðsmenn hljómsveitarinnar Move
buðu Hank B. Marvin að slást í
hópinn sem sólógítarleikari. Lag-
ið „Blackberry Way“ var þá í
efsta sæti vinsældalistans og
og léku í þeirri hljómsveit sam-
fellt í 1 ár. Þeir fengu í byrjun
ungan söngvara í lið með sér,
Harry Webb að nafni. Hann tók
síðar upp nafnið Cliff Richard.
Fyrsta plata Shadows og Cliff
ÞAR FÍR HANN
Hér er Dave Munden, trymbill-
inn í hljómsveitinni Tremeloes,
ásamt unnustu sinni, Andree
Wittenberg. Hún er hollenzk og
hefur starfað sem gengilbeina í
hinum fræga Playboy Club í
London. Þau opinberuðu trúlof-
un sína fyrir skömmu. ☆
„HVERS VEGNA
SYNGURÐU
EKKI HELDUR?“
Hver kannast ekki við gítar-
leikarann Duane Eddy? Þær
eru ekki svo fáar plöturnar, sem
hann hefur leikið inn á. Flestir
munu kannast við lögin hans,
t.d. „Dance with the Guitar
Man“. Duane Eddy hefur tíu
sinnum fengið svokallaðar gull-
plötur, en gullplata er veitt,
þegar milljón eintök seljast af
hljómplötu. Plöturnar, sem
Duane Eddy hefur leikið inn á,
hafa samanlagt selzt í þrjátíu
og sjö milljónum eintaka! Duane
Eddy er Bandaríkjamaður. Ný-
lega kom hann til London til
Ameríkuferð framundan. En þeir
voru gítarleikaralausir, því að
Trevor Burton hafði yfirgefið þá,
einmitt þegar hljómsveitin var á
hátindi frægðar sinnar ... Hank
Marvin hefur sjálfsagt brosað að
þessu tiltæki því að hann er á
allt annarri bylgjulengd í mús-
ikinni en þeir sveinar í Move.
Hank hyggst nú koma fram sem
einleikari og þar með leika inn
á hljómplötur. Þótt hann komi
ekki lengur fram með Shadows,
eru tekjur hans drjúgar. Honum
reiknast svo til, að hann hafi um
þúsund pund vikulega, en reikn-
að yfir í íslenzka peninga, sam-
svarar það um einni milljón
króna á mánuði!
Hank Marvin hóf tónlistarferil
sinn átta ára gamall. Þá var hann
látinn læra á píanó. Hann minn-
ist þess enn, hve honum þótti það
leiðinlegt og hvernig hann reyndi
að plata kennarann til þess að
leyfa sér að hlaupa út, þegar
hann langaði að leika sér í fót-
bolta. í menntaskóla vaknaði
áhugi hans á jazzmúsik. Klarin-
ett var eftirlætishljóðfæri hans,
en hann hafði ekki efni á að
kaupa svo dýrt hljóðfæri. Þá var
það, að kennari einn í skólanum
vildi selja gamalt banjó fyrir
skikkanlegt verð. Hank keypti
banjóið. Einn skólafélaganna
hafði mikinn áhuga á banjóinu
og fékk stundum að kroppa í það.
Það var Bruce Welch. Þannig var
upphafið að órofa vináttu þeirra,
en þeir stofnuðu The Shodows
var með Iaginu „Move it“, en
fyrsta platan, sem The Shadows
stóðu einir að, var með laginu
„Apache“. Óhætt er að segja, að
Shadows hafi átt mikinn þátt í
þeim vinsældum, sem gítarinn
hefur öðlazt á undanförnum ár-
um.
Nú er Hank Marvin að senda
frá sér tveggja laga plötu, og eru
bæði lögin spiluð, en Hank hefur
sem kunnugt er líka fengizt við
að syngja. Annað laganna er eft-
ir Hank sjálfan en hitt er eftir
Jerry Lordan. Hank hefur mikl-
ar mætur á Lordan, því að það
var einmitt hann sem samdi lag-
ið „Apache“ á sínum tíma, lagið,
sem gaf Shadows byr undir báða
vængi. ☆
15. tbi. VIICAN 21