Vikan


Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 23.04.1969, Blaðsíða 2
 Colgate fluor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun Spyrjið tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. IVIeð þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aöeins Colgate Fluor tannkrem hefur. Hungurvaka Hungurvakan, sem Æsku- lýðsráð efndi til um páskana, vakti talsverða athygli. Mörg- um þótti þetta uppátæki ung- linganna fánýtt og broslegt og í engu samræmi við mesta vandamál mannkynsins: hungrið. En gagnrýni af þessu tagi er á misskilningi byggð. Tákn- rænar athafnir eins og þessi leysa að vísu ekki vandamál- ið sjálft og eru að því leytinu vanmáttugar, en þær eru mik- ils virði þeim einstaklingum, sem taka þátt í þeim. Þarna gafst æskunni tækifæri til að sýna hug sinn í verki; sanna áþreifanlega, að hún er reiðu- búin til að leggja mikið á sig til þess að votta sveltandi lýð heimsins samúð og virðingu. Skyldi ekki einmitt þetta hug- arfar vera fyrsta skrefið í þá átt, að meira verði unnið að því að leysa þetta uggvæn- lega vandamál? Meðan landsmenn sátu við ríkulegt matarborð um pásk- ana og kýldu vömbina, — sat unga fólkið niður í fþöku og fastaði. Með því móti vakti það á áhrifamikinn hátt at- hygli á þeirri staðreynd, að helmingur mannkyns sveltur — og mótmælti henni. Fordæmi æskunnar mætti vera umhugsunarefni þeim, sem eldri eru og lífsreyndari. Auðvitað er það vonlaus hug- sónabarátta að ætla sér að frelsa heiminn og seðja hung- ur milljóna með tómum hönd- um. En það skaðar ekki, að lýsa því yfir, að maður uni illa slíku ástandi. G.Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.