Vikan


Vikan - 23.04.1969, Síða 5

Vikan - 23.04.1969, Síða 5
við að bíða fyrir löngu og hefur tekið til þinna eigin ráða. En það er skemmst frá að segja, að í þetta skipti getum við með góðri samvizku ráðlagt þér að gera allt sem þú getur til þess að hafa samband við þennan pilt og vera með honum eins oft og þú get- ur. Samkvæmt lýsingu þinni að dæma, er enginn vafi á því, að nú ertu loks- ins orðin ástfangin í raun og veru. Allt það sem á undan hefur gengið í lífi þínu eru tómir smámunir í samanburði við þetta nýj- asta ævintýri þitt. Þaff er hárrétt sem þú gizkar á, að hér hefur verið um að ræða ást við fyrstu sýn. Megi hún endast þér sem lengst! HUNGURVAKA Kæri Póstur! Um síðustu páska tóku nokkur ungmenni upp á því að fasta í 36 klukku- tíma til að votta samúð sína öllum þeim sem svelta í heiminum. Eg fæ ekki skilið hvaða tilgangi svona lagað þjónar. Hvað gagnar það hinum sveltandi lýð í útlöndum, þótt nokkrir krakkar svelti í tvo daga uppi á íslandi? Mér finnst þetta hlægilegt. Hvert er álit þitt á þessu máli? Með þökk fyrir gott efni að undanförnu, sérstaklega framhaldssöguna „Við hverja snertingu hans“. H.G. Nei, okkur finnst þetta alls ekki hlægilegt uppá- tæki hjá unga fólkinu. Með þessu sýnir það hug sinn í verki. Hungurvakan kemur kannski ekki hinum svelt- andi lýð að neinum notum. En með þessu móti hefur æskan sýnt, að hún er reiðubúin til að leggja á sig erfiði til þess að votta þessu hrjáða fólki samúð sína. Það er ekki við því að búast, að við getum leyst heimsvandamálin hér norður á hjara veraldar. En við getum sýnt, að okk- ur stendur ekki á sama um meðbræður okkar, hvar sem þeir búa í heiminum. Að okkar dómi var hung- urvakan um páskana snjöll hugmynd og Æskulýðssam- bandi fslands til sóma. PILLAN OG 1ÍFIÐ Kæra Vika! Ég hlustaði um daginn á þáttinn „Setið fyrir svör- um“ í sjónvarpinu, þar sem nokkrar konur fengu að spyrja Jón Hallgrímsson lækni spjörunum úr um Pilluna og aðrar getnaðar- varnir. Læknirinn lýsti því yfir, að það væri alveg furðulegt, hve konur al- mennt væru ófróðar um kynferðismál hér á landi, og það væri eins og allir hefðu brugðizt hlutverki sínu í þessum efnum: heim- ilin, skólarnir, blöðin, út- varp og sjónvarp. Gæti nú Vikan ekki haft fastan þátt um kynferðis- mál, þar sem lesendur gætu fengið svör við fyrir- spurnum um Pilluna og aðrar getnaðarvarnir og kynferðismál almennt? Vinsamlegast takið þessa hugmynd til athugunar. Með þökk fyrir allt gam- alt og gott. Ein ung og fáfróð. Það vill svo vel til, að einmitt í næsta blaði hefst í Vikunni útdráttur úr bók- inni „Pillan og lífið“, sem er samin af öllum færustu sérfræðingum Breta á þessu sviði. f þessari bók eru eins fullkomnar upp- lýsingar um Pilluna og hægt er að fá. ALDUR BÍTLANNA Kæri Póstur! Ég hef aldrei skrifað þér áður, en ég ætla að láta verða að því núna. Þannig er mál með vexti, að ég og systir mín erum alltaf að rífast um hvað Bítlarnir séu gamlir (Paul, John, George og Ringo). í þessu bréfi ætla ég að biðja þig að ráða fram úr því. Með fyrirfram þökk, Ein tíu ára. P.S. Ég vona, að þú birt- ir þetta krass, og ég þakka fyrir Sögu Bítlanna. John Lennon er fæddur 9. október 1940, Paul Mc- Cartney er fæddur 18. júní 1942, Ringo er fæddur 7. júlí 1940, en George er1 yngstur, fæddur 1944. John og Ringo eru sem sagt 28 ára, Paul 26 og George 24. Sjalfvirkar þvottavelar 5 kg Frá kr. 23.450.00 KÆLISKÁPAR FIMM STÆRÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR ILIUI WWW IWI g Snorrabraut 44 - Reykjavik Pósthólf 119 - Símar 16242 - 15470 i7. tbi. vikAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.