Vikan - 23.04.1969, Side 7
Gruber hafði lýst því yfir við vini sína, að hann gæti ekki
lifað án Jönu. Ef hann fengi ekki að njóta ástar hennar,
mundi enginn annar fá að gera það.
Og Gruber stóð við orð sín.
☆
Jana Novakova var ung og efnileg leikkona og átti sér
þegar stóran hóp aðdáenda. Hún var tékknesk og bjó
í Prag, hafði getið sér góðan orðstír fyrir kvikmynda-
leik í heimalandi sínu, en langaði til að freista gæfunn-
ar á Vesturlöndum. Þá kynntist hún sextugum manni,
Eugen Gruber að nafni. Hann var ríkur og áhrifamikill og
hafði aðstöðu til að koma henni á framfæri í Vestur-Þýzka-
landi. Gruber var kvæntur og átti tvö uppkomin börn, en
skildi nú við konu sína og gekk að eiga hina tvítugu leik-
konu.
í fyrstu lék allt í lyndi. Þau voru hamingjusöm í hjóna-
bandinu, þrátt fyrir aldursmuninn og Jönu gekk vel við
kvikmyndaleikinn. En ást Grubers á hinni ungu eiginkonu
sinni átti sér engin takmörk. Hann var sjúklega afbrýði-
samur, fylgdi henni eftir hvert fótmál, hékk jafnvel yfir
henni, á meðan hún var á æfingum.
Loks gerðist það, að Jana þurfti að dveljast í nokkrar
vikur við töku nýrrar kvikmyndar á eynni Norderney.
Gruber gat ekki komið því við að fylgja konu sinni, svo að
hann neyddist til að láta hana fara eina í fyrsta sinn. Á
eynni varð Jana hrifin af ungum stúdent, Rainer Ohnes-
orge. Þegar töku myndarinnar lauk, fór Jana aftur til manns
síns, en Rainer i háskólann. En þau skrifuðust á og Gruber
fann bréfin þeirra.
I desember 1968 sótti Gruber konu sína til kvikmynda-
vers í Múnchen og ók henni heim. Þau fengu sér kvöldverð,
en fóru síðan að hátta. Síðar heyrðu nágrannarnir þau ríf-
ast, en það höfðu þau gert nokkrum sinnum áður. En í
þetta skipti endaði rifrildi þeirra með ósköpum. Fimm skot
kváðu við, en síðan varð allt hljótt.
Lögreglan fann lík Jönu í rúminu, en lík Grubers á gólf-
inu. Rétt hjá lá skammbyssa.
Jarðarför Grnbers-hjónamia. Fremst ern börn Grubers frá fyrra hjónabandi, en
síðan kemur móðir Jönu í hjólastói.
Eugen Grubcr og Jana Novakova á meðan allt lék í lyndi.
HANN SlfiD VID ORD
17. tbl.
VTKAN 7