Vikan


Vikan - 23.04.1969, Qupperneq 14

Vikan - 23.04.1969, Qupperneq 14
Urdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys 3. HLUTI - EM FRÆNKA ER EKKI SVO FEIT, SAGÐI DINNY. - N-EI. - OG HÚN HELDUR REISNINNI. VIÐ HÖFUM EKKI ÞESSA REISN. - REISNIN HVARF ÞEGAR EDWARD LEIO.... Heppnin var með henni, þegar hún rakst á þriðja frændann, sem stóð og virti fyrir sér húsið sitt í Mont Street, rétt eins og hann væri að virða það til verðs. — Ó, Dinny, blessuð komdu inn; frænka þín er í einhverri lægð og hún verður fegin að sjá þig. Ég sakna Forsytes gamla, bætti hann við, þegar þau komu inn í anddyrið. — Ég var að íhuga hvað éjg gæti fengið í leigu fyrir þetta hús næsta ár. Þú þekktir ekki Forsyte gamla, — föður Fleur; hann var sérstakur persónuleiki. — Hvað er að Em frænku? — Ekkert, vina mín. Ég held hún sé ekki búin að ná sér eftir að horfa á Cuffs frænda sinn látinn, hún er alltaf að hugsa um fram- tíðina. Hefur þú nokkuð hugsað um framtíðina, Dinny? Það er eins konar árátta, þegar maður kemst á vissan aldur. Hann opnaði dyrnar. — Dinny er hér, elskan. Emily, lafði Mont stóð í panelklæddri dagstofunni og blakaði fjaðrasóp yfir smáhluti á vegghillu. Á öxl hennar sat páfagaukur. Er þér ekki sama þó Polly sé hér? Og svo kyssti hún frænku sína. Páfa- gaukurinn færði sig yfir á öxl Dinnyar, beygði hausinn, eins og til að horfa framan í hana. — Hann er svo góður, greyið, sagði lafði Mont, — er þér ekki sama þótt hann togi svolítið í eyrað á þér? Mikið er gaman að sijá þig, Dinny; ég hef alltaf verið að hugsa um jarðarfarir. Segðu mér hvað þú heldur um lífið eftir dauðann. — Er líf eftir dauðann, frænka? — Dinny! Þetta máttu ekki segja, það er alltof sorglegt. — Kannski þeir sem óska þess lifi áfram. — Þú ert eins Michael. Hvar náðirðu í Dinny, Lawrence? —- Á götunni. — Ég trúi því ekki, það er ósæmilegt. Hvernig líður föður þínum, Dinny? Ég vona að honum líði ekki illa eftir að vera í þessu hræði- lega húsi í Portminster. Mér fannst það lykta af dauðum músum. — Við erum öll með áhyggjur af Hubert, frænka. — Ó, já Hubert. En veiztu hvað, ég held það hafi verið mistök hjá honum að berja þessa menn. Ég get vel skilið að hann skaut manninn, en að berja menn, það er allt of ruddalegt. — Langar þig ekki sjálfa til að berja ökumenn, sem hlaða of miklu á hestvagna? — Jú það veit guð. Var það það sem þeir gerðu við skepnurnar? — Já og miklu verra, þeir stungu múldýrin með hnífum og tog- uðu í taglið á þeim, þeir hreinlega misþyrmdu vesalings skepnunum. — Gerðu þeir það? Þá er ég fegin að hann lamdi þá; þótt ég geti eiginlega ekki liðið múldýr, síðan við vorum í Gemmi. Manstu það Lawrence? Sir Lawrence kinkaði kolli. Svipur hans var spyrjandi en ástúð- legur, svipur sem Dinny setti alltaf í samband við Emily frænku sína. — Heldurðu að Hubert vilji koma til Lippinghall í næstu viku og skjóta akurhænur? spurði lafði Mont. — Það held ég ekki. Hubert fæst ekki til að fara neitt. En ef þú hefir einhverja holu handa mér, þá langar mig til að koma. — Það verður nóg pláss. Látum okkur sjá; það verða bara Charlie Muskham og nýja konan hans, herra Bentworth og Hen, Michael og Fleur, Diana Ferse og kannski Adrian, Wilmot frænka þín, — og já, — og Saxenden lávarður. — Hvað segirðu? hrópaði Dinny. — Hvað er hann ekki heiðarlegur maður? — En frænka, þetta er stórkostlegt! Hann er einmitt sá sem ég þarf að hitta, hann er fórnardýrið. — Svei, þetta er hræðilegt orð, ég hefi aldrei heyrt hann kallaðan það áður. Svo verðurðu að muna að það er líka til lafði Saxenden. — Vertu óhrædd frænka, ég ætla bara að tala við hann um Hubert. Pabbi segir að hann sé lóðið. — Dinny, þið Michael hafið lagt ykkur til hræðilegt orðbragð. Hvað er það að vera lóðið? Sir Lawrence rauf þögnina, sem hann venjulega viðhafði í ná- vist konu sinnar. — Dinny á við það, vina mín, að Saxenden sé sá sem mestu ræður í hermálaráðuneytinu. -—- Hvernig er hann, frændi? — Snubby? Eg hefi þekkt hann svo lengi, og mér finnst hann ágætur. —• Þetta er allt eitthvað dularfullt, sagði lafði Mont. — Elsku frænka, ég er alveg örugg. — En er lávarðurinn — er Snubby það? Ég hef alltaf reynt að halda Lippinghall á heiðvirðan hátt. Ég er með áhyggjur af Adrian, eins og sakir standa, — en hann er uppáhaldsbróðir minn og maður gerir sitt af hverju fyrir bræður sína. — Það geturðu bókað, frænka, sagði Dinny. — Þetta verður allt í lagi, Em, skaut Sir Lawrence inn í. — Ég skal hafa auga með Dinny og Diönu, og þú getur passað upp á Adrian og Snubby. — Frændi þinn verður léttúðugri með hverju ári, Dinny, hann segir mér oft hræðilegar sögur. Hún stóð við hliðina á Sir Lawrence, og hann stakk hendinni undir handlegg hennar. Vertu blessuð Dinny, ég ætla að fara í rúmið. Sænska nudd- konan gengur nokkuð nærri mér, en ég er nú að grennast. Hún leit á Dinny. — Það væri gott ef þú gætir notað eitthvað af pund- unum mínum. 14 VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.