Vikan


Vikan - 23.04.1969, Qupperneq 17

Vikan - 23.04.1969, Qupperneq 17
Hér eru eingöngu handbærar upplýsingar og svör við þeim spurningum sem fólk hefur spurt og heldur áfram að spyrja. Hér er ekki haldið fram einhverri einni aðferð fremur en annarri né ákveðinni tegund verja. Slíkar ákvarðanir eru eingöngu í höndum fólksins sjálfs. En PILLAN OG LÍFIÐ á að hjálpa þeim til að komast að niðurstöðu og taka ákvörðun. Sir Dugald Baird, MD., F.R.C.O.G., fyrrverandi prófessor í fæðingarhjálp og kvensjúkdómafræði við háskólann í Aberdeen. Dr. Peter Bishop, D.M., F.R.C.P., F.R.C.O.G., efnaskiptafræðingur við Institute of Obstetrics and Gynæcology. Dr. Alfred Byrne, M.Sc., M.B., B.Ch., læknisfræðilegur fréttaritari The Sunday Times. Dr. Michael Courtenay, M.A., M.B., B.Chir. við Heilsuverndarstöð stúdenta í University of Surrey. Howard Hanley, M.D., F.R.C.S., F.A.C.S. (heiðursdoktor), deildarforseti við Institute of Urology. Dr. Hilary Hill, M.R.C.P. (Edinborg), aðstoðarforseti (læknisfræðilegur) við Family Planning Association. Dr. Geraldine Howard, M.B., B.S., aðstoðarlæknir við fæðingardeild Charing Cross Hospital. Dr. John Marshall, M.D., F.R.C.P. (London og Edinborg), kennari í taugasjúk- dómafræði við University of London. Ritstjóri: Susan Raven. Læknisfræðilegur ráðgjafi: Dr, Alfred Byrne,____ Blaðaréttur á íslandi á bókinni LIVING WITH THE PILL, frá Sunday Times Magazine. Útgefandi: Times Newspaper Ltd., London. © Times Newspapers Ltd. 1968. HVAÐ ER PILLAN? Eftir dr. Peter Bishop og dr. Alfred Byrne Hvað er Pillan? Manna á milli er Pillan heiti á getnaðarvörn, sem konan tekur inn [ formi taflna. Þær innihalda örlítið magn af tveimur lyfjaflokkum kölluðum „öst- rogen" og „progestogen". Þegar þessa „tilbúna" östrogens er neytt, líkja áhrif þess eftir áhrifum östrogens þess, er eggjastokkarnir framleiða, en gervi-progestogen hefur sömu áhrif og progesterone hormónar eggjastokk- anna. í Pillunni er annað tveggja östrogena, ethinyl-östradiol eða skylt efni, menstranol; og í henni er eitthvert hinna mörgu progestogena, mismun- andi að styrk og magni. Markmið upprunalegu Pillunnar var að hindra egglos. Álitið var heppi- legast að nota sambland östrogens og progestogens. Flestar pillur á mark- aðnum innihalda bæði efnin og eru teknar 20—22 daga í röð og er það kallað „blönduð" (combined) aðferð. En einnig má hindra egglos með östrogeni aðeins, og sú er raunin með aðferð sem ekki er eins algeng, en þá er pilla aðeins með östrogeni tekin í 14—16 daga í röð en önnur pillu- gerð með bæði efnin þá daga sem eftir eru tíðatímabilsins. Þetta er nefnt „raðaðferðin" (sequential method). Mikilvægt er, að þessar pillur séu tekn- ar ( réttri röð. Blandaðar pillur hafa áhrif á yfirborð legsins svo ólíklegt er að egg geti fest sér þar ból þótt egglos og frjóvgun yrði; sömuleiðis verður slímið við leghálsinn seigara og meiri hindrun fyrir sæðið. Raðpillur valda minni breytingum á leginu. Leghálsslímið er þunnt og sæðið á auðveldan veg þar til taka progestogenpillanna hefst. Ef Pillan hincirar þannig egglos, þýðir það þá, að eggið fúlni? Nei. Eigi egglos sér ekki stað, hrörnar eggið og eyðist. Hve löngu eftir fyrstu töku Pillunnar er konan örusg gegn getnaði? Flestar konur eru ófrjóar frá fyrsta tökudegi Pillunnar á fimmta degi tíða- tímabilsins, og er þá 1. tíðadagur talinn fyrsti dagur tíðatímabilsins. En í sumum konum hefur egg tekið að þroskast fyrir fimmta dag og þroskinn stöðvast ekki ævinlega við töku Pillunnar. Svo öruggara er, þegar konan hefur notkun Pillunnar til getnaðarvarna í fyrsta sinn eða eftir hlé, að beita einnig öðrum getnaðarvörnum fyrstu 7—10 dagana. Eftir það er konan stöðugt ófrjó, einnig þá daga, sem hún ekki tekur Pilluna vegna tíða. Hvað skal gera. ef glevmist að taka Pilluna? Taka hana þegar er gleymskan verður Ijós, og einnig Pillu þess dags. Gleymist aðeins ein pilla og sé tekin innan 24 klukkustunda, eru frjóvg- unarlíkur svo litlar að áhættan er hverfandi. Margar konur búast við erfiðleikum við að muna eftir Pillunni. Þetta verður þó fljótt að vana og gleymist sjaldan. Til öryqgis má qera merki á spjald og leggja á koddann, svo það blasi við hvert kvöld er gengið er til náða. Missi kona úr fleiri en eina Pillu, vegna fjarvista frá heimili, gleymsku eða veikinda, er rétt að líta á vörnina óvirka og beita öðrum getnaðar- vörnum, þar til 7—10 dagar eru liðnir af næsta pillutimabili. En reynið að missa ekki Pillur úr, því sæði karlmannsins getur lifað svo dögum skiptir ( llkama konunnar. Missist tvær Pillur eða fleiri, er líklegt að tíðir komi fyrr en venjulega, kannski 3—4 dögum eftir töku síðustu Pillu fyrir dráttinn á töku Pillunnar. Hættið þá að taka Pillurnar, byrjið á nýju spjaldi á 5. degi næsta tíða- tímabils og beitið öðrum getnaðarvörnum einnig fyrstu 7—10 dagana. Er rétt, að niðurgangur geti haft áhrif á nyt- semi Pillunnar? Já. Bráður niðurgangur eða uppköst geta komið Pillunni úr líkamanum áður en hann hefur náð að vinna úr henni. Öruggast er að Iíta á vörn tíðatfmabilsins ónýta og beita öðrum vörnum meðfram til 12,—15. dags næsta tíðabils. Veikja farsóttir svo sem innflúensa vörn af Pillunni? Nei. Ekki nema til komi uppköst eða niðurgangur. 17. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.