Vikan


Vikan - 23.04.1969, Síða 22

Vikan - 23.04.1969, Síða 22
Svo strauk Peyrac hárið frá enninu til að sýna þeim rautt sárið og minna þá á að það væri eftir striðsöxi Abernaka. Þetta var afar þreytandi orðaeinvigi. En um leið vonlítil barátta. Hvað villimennina snerti var málið þegar útrætt. Hann átti að deyja, en merkin um þann áverka, er hann hafði hlotið virtist engu að siður hafa áhrif á þá. Það var mjög heitt i veðri. Umræðurnar höfðu staðið svo klukkustundum skipti. Endrum og eins gekk einhver ofan að ánni til þess að fá sér að drekka eða til að kæla sig. Angelique minntist þess, að hún hafði smurt nokkrar brauðsneiðar með feitu svinakjöti og stungið í knýti sitt, nú dreifði hún þvi meðal barnanna til að halda þeim rólegum. Börnin voru öll svo þreytt, að þau voru hætt að vera hrædd, en svo varð aftur óróleiki í röðum Indiánanna og Spánverjar Peyracs bjugg- ust svo lítið bar á, að gripa til vopna. Frásögn Outakke hafði gert villimennina mjög æsta. Það var erfitt að lækka bál orrustu og hefndarþorsta í hjörtum Iroka. Allt hvita fólkið skynjaði að Indíánarnir höfðu komið til að drepa, að þeir höfðu sízt í hyggju að vera sviptir því gamni, því það var ólýs- anleg nautn, að hefna hundraðfalt fyrir dauða eins bróður, svo ekki væri talað um, eí hann var heittelskaður og virtur höfðingi. Sú til- hugsun, að þeir kynnu að verða sviptir þeirri ánægju að svala blóð- þorsta sínum, gerði þeim harm í hjarta og þeir tautuðu án afláts eitt- hvað sín á milli. Ungur striðsmaður, óþolinmóðari en hinir sneri sér að Florimond, lyfti upp þykkum hármakkanum og myndaði hring utan um höfuð hans í lausu lofti með hnífnum. Við þetta látbragð átti Angelique er-f- itt með að bæla niður óp. Bn Florimond var lifandi eftirmynd föður síns og lét sér hvergi bregða. Irokinn -hvarflaði frá aftur og gafst upp á tilraunum sínum við að hræða drenginn. Angelique varð full aðdáunar í garð eldri sonar síns. Fíngerður, brúnn vangasvipur hans, skar sig úr eins og höggmynd móti bláum himni og hjartsláttur hennar varð örari, þegar -hún minntist þess að hann var sonur Joífrey de Peyracs. Og vegna þess, að einu sinni fyrir langa löngu á bökkum Garonne, fyrir langa löngu í Aquitaine, hafði Jof.frey tekið hana í arma sína og gert hana að konu. Nú runnu gullnir -eigin- leikar hans um æðar þessa unga manns. Þetta var eins og að uppgötva eitthvað alveg nýtt, henni hafði aldrei verið þetta svona augljóst áður og hún hugsaði: —■ Sonur okkar!.... Hún var ekki beinlínis hrædd fyrir Florimonds hönd, en henni fannst Cantor of ungur til að taka þátt í hættuspili eins og þessu, þótt hann stæði þarna föstum fótum og léti ekkert á sig fá, með oddveifuna í ■höndum. Svitinn rann niður eftir kringlóttu andliti hans og helzt hefði hún kosið að láta hann koma og sitja hjá hinum börnunum og henni, en. það hefði -hann aldrei fyrirgefið henni. Hún hafði einnig nokkrar áhyggjur af „sjúklingi" sínum. Outakke Móhaukahöfðingja. Hvernig -gat nokkur, særður eins og hann, afborið svo margar klukkustundir spennu og málavafninga? — Hafðu ekki áhyggjur af honum, sagði Eloi Macollet, sem hún trúði fyrir þessum kvíða sínum. — Ég skal segja þér að ég þekki þessar skepnur. Þeir eiga mörg aukalíf og hann getur ekki fengið betri lækn- ingu en þá að fá að rífa kjaft. —• Geturðu ekki ifært honum eitthvað að drekka, sagði Angelique. — Það gerir okkur lítið gagn, ef hann legðist fyrir og dæi þarna á miðri ráðstefn.unni. Kanadamaðurinn gerði eins og -hún stak-k upp á og færði þessum 22 VIKAN 17-tbl- eina, sem slapp lifandi úr blóðbaði Abernaka, skál með vatni. Þessi til- litssemi virtist gleðja hann. Kurrinn hafði þagnað. Irokarnir voru að velta því fyrir sér, sem þeim hafði verið sagt um árásina og með ímyndunarafli sínu áttu þeir auðvelt með að ímynda sér hvern smáatburð, endrum og eins kölluðu þeir upp einhverjar spurningar, en hugsuðu djúpt þess á milli. Þegar hér var komið stóð Jof.frey -de Peyrac upp og byrjaði á langri ræðu, sem hann hvíldi sig þó á við og við, svo Nicholasi Perrot gæfist einnig tími til að þýða orð hans og túlka þau svo -háum rómi að jafnvel þeir heyrðu sem fjarst voru staddir. — Hlustið á mig! Hlustið á mig! Allir! Ég veit að hin heilögu lög hefndarinnar banna ykkur að snerta mat, fyrr en þið hafið hefnt hinna dauðu. Þið hafið ráðizt á Patsíkett- ana lengra niður með ánni og drepið þá eða dreift á flótta. Við það getið þið vel álitið skyldum við ykkar látnu höfðingja fullnægt, Þvi Patsíkettarnir einir eru sekir. Ég veit einnig að hjörtu ykkar eru full af hatrl í minn garð. Engu að síður, þar sem ég tel mig bandamann Swanissit, jafnvel út fyrir endimörk grafar og dauða, mun ég líta á ýkkur sem vini. Ég býð ykkur óttalaus velkomna eins og þið sjáið, þvi ég vil ekki gera Swanissit þá vanvirðu að álíta syni hans óvini, fyrr en þeir hafa beinlínis látið í ljós illvilja. Ég hef þess vegna undirbúið fagnaðarmóttöku vinveittra stríðsmanna, hér eru þrír ihaugar með hlutum, sem ég ætla að gefa ykkur. — Fyrst eru Það matvæli. Þið munið ekki snerta þau fyrr en hjörtu ykkar hafa róazt og þið finnið að heiður ykkar hefur ekki verið skert- ur. Þá munið þið éta fylli ykkar. Þá eru tuttugu leirkvartil með maís, fjögur með elgskjöti, tvö með bjarnarkjöti, ásamt grænmeti og dálitlu af þurrkuðum berjum til að bragðbæta „sagamité“ ykkar. Það styrkir þá líkami, sem eru orðnir þreyttir af langri stríðsferð, svo þreyttir að þeir eru í þann veginn að láta undan vei-kleika blindrar reiði, fremur en hugsa um framtíð ættbálksins. Einhver stóð upp og mótmælti af ofsa, en þeir -sem næstir stóðu Þögg- uðu niður í honum. Það leyndi sér ekki að þeir voru forvitnir um hvað í hinum haugunum væri. — Sveðjur og enskir hnífar til að verjast með, tvær tunnur af byssu- púðri og tvær af skotum. þrjár múskettur og ein tinnulásbyssa. — Þú gafst Swanissit líka byssu, hrópaði einh-ver. — Og -hún Skal ekki frá honum tekin. Hann skal fá að hafa hana með sér i gröfina, svo -hann ei-gi auðveldara með veiðarnar í hinu sæla veiðilandi handan dauða. En -þriðju hrúguna getið þið notað þegar í stað. Nei, látið ekki í ljós merki fyrirlitningar og afneitunar, stríðs- menn -hinna -fimm þjóða, það er tóbak frá Virginíu og það er engin van- virða að reykja meðan verið er að taka ákvörðun milli stríðs og friðar, því tóbakið mun hjálpa ykkur til að hugsa skýrt, þegar andarnir hafa verið gladdir. Outakke og Tahoutaguete ræddust við og samþykktu þetta. Freistingin var of mikil fyrir hina örþreyttu íroka, sem á víxl voru gripnir örmögnun eða æði. Nicholas Perrot, Maupertuis og Pierre Josep, kynblendingurinn, út- býttu vöndlum af þurrkuðu -tóbaki og nokkrum pípum, sem síðan áttu að ganga frá manni til manns. Ég ætla að skilja ykkur eftir stundarkorn, sagði Macollet gamli við konurnar. — Ég verð að fara og vera kumpánlegur við þessa þorpara. Það lítur út fyrir að þeir ætli að slappa af andartak og -það er eins gott að gera þá sitt bezta. Hann fór og settist meðal Irokanna og kveikti í pípu sinni hjá þeim og tók að spjalla við þá eins og ekkert væri sjálfsagðara. Maupertuis og sonur hans, sem var að hálfu Húróni ifóru alveg niður að árbakkanum og iheilsuðu með mi-klum for-gangi þeim, sem þeir þekktu. Angelique

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.