Vikan


Vikan - 23.04.1969, Qupperneq 34

Vikan - 23.04.1969, Qupperneq 34
Framhald af bls. 15. Saxenden lávarður hélt áfram að borða. — Þér ættuð endilega að lesa hana, sagði Dinny, — og ég skal senda yður aðra um sama efni. Saxenden lávarður virti þau bæði fyrir sér. — Elskulegt af ykkur báðum. — Ungfrú Cherrell, sagði Hallorsen lágt. — Eg vildi óska að þér læsuð bók mína yfir og merktuð þá staði, sem yður finnst mannskemmandi fyrir bróður yðar. Þegar ég skrifaði þessa bók var ég bæði sár og reiður. —- Ég sé ekki hvað það gæti gert gott nú. — Ég gæti strikað út fyrir aðra útgáfu. — Það er mjög vingjarnlegt af yður, en skaðinn er skeður. Hallorsen sagði, ennþá lægra: — Mér þykir ósegjanlega mikið fyrir því að hafa sært yður. — Þér hafið sært bróður minn. — Gætum við ekki komið okkur saman um einhverja leið til að lagfæra þetta. — Það er mjög vingjarnlegt af yður, en skaðinn er skeður. Hallorsen stóð líka upp og hneigði sig um leið og hún burt. — Andstyggilega háttvís, hugsaði Dinny. Hún eyddi morgninum við að lesa í dagbókinni, á rólegum stað bak við runna. Sólin var heit og býflugurnar flugu suðandi milli blómanna. Einhver andúð á því að leggja tilfinningar bróður síns fyrir almenning kom aftur yfir hana. Hún heyrði við og við hvell- 34 VIKAN 17-tbl- ina í veiðibyssunum og hallaði sér yfir limgirðinguna til að sjá út að ökrunum, þar sem veiðimennirnir voru. Þá heyrði hún kallað: — Þarna ertu þá. Það var frænka hennar, sem stóð þar milli tveggja garðyrkjumanna, með geysilega barða- stóran hatt á höfðinu. — Ég kem til þín, Dinny. Þið megið fara, sagði hún við garð- yrkjumennina. — Hvernig finnst þér hatturinn, hann er frá Majorca, og skýlir svo vel fyrir sól. Hvað ertu að lesa? — Dagbókina hans Huberts. — Er hún ekki raunaleg? —- Jú. — Ég hefi haft auga með Hallorsen prófessor, það þarf einhver að sinna honum. — Byrjaðu með því að klappa honum á kinnina, Em frænka. — Ég vona að þeir skjóti héra, hérasúpa er góð undirstöðufæða. Hvað ætlarðu að gera við þessa dagbók? — Ég ætla að fá ráð hjá Michael. —■ Blessuð gerðu það ekki, hann er góður drengur, en hann þekkir svo furðulegt fólk, bókaútgefendur og svoleiðis fólk. — Það er einmitt þessvegna sem ég ætla að tala við Michael. — Talaðu heldur við Fleur, hún er klár í kollinum. Veiztu hvað, ég held að Adrian sé að verða eitthvað smáskrítinn. — Frænka! — Ég veit að ég á ekki að segja það, Dinny, en mér finnst ekkert réttlæti í því að hann fái ekki Diönu. — Ég er sammála frænka. — Þau vilja ekkert gera í málinu. Og hún er orðin fertug. - Hve gamall er Adrian frændi? — Hann er yngstur. Ég er fimmtíu og níu og faðir þinn er sextugur; amma þín hefur haft nóg að gera þá, að eiga okkur öll svona þétt. Hvað finnst þér um barnaeignir, Dinny? Dinny kyngdi hláturgusu og sagði: — Ja, ég álít að það sé rétt að gift fólk eignist börn, innan vissra takmarka. — Fleur á von á barni í marz, — það er slæmur mánuður — kærulgysi.... Hvenær ætlar þú að gifta þig, Dinny? — Þegar ég verð ástfangin, alls ekki fyrr. — Það er skynsamlegt. En ekki Ameríkana. Dinny roðnaði, brosti og sagði: — Hversvegna í ósköpunum ætti ég endilega að giftast Ameríkana? — Það er aldrei að vita, sagði lafði Mont og kramdi visið blóm milli fingranna, — það er undir því komið hvort þeir eru svo að- laðandi að þeir taki mann með trompi. Lawrence var svo aðlaðandi. — Og það er hann ennþá, frænka. Hann er dásamlegur. — Vertu ekki að gera að gamni þínu. Og lafði Mont virtist hverfa til drauma sinna, hatturinn varð ennþá stórbrotnari...... — En úr því við erum nú að tala um hjónabönd, frænka, þá vildi ég óska að einhver stúlka töfraði Hubert núna. Hann þarf á því að halda. — Lawrence myndi ráðleggja að láta hann kynnast dansmey, það gæti haft ofan af fyrir honum. — Ef til vill þekkir Hilary einhverja, sem hann gæti mælt með. — Þetta er ósiðlegt, Dinny. En lofaðu mér að hugsa, — það var stúlka; nei annars, hún er víst fráskilin, — en hún er mjög aðlaðandi. -— Reyndu að muna eftir einhverri annarri, frænka. — Bíddu við, ég man eftir annarri, sagði lafði Mont og ýtti hattinum ögn frá enninu. — Hverri? — Jean Tasburgh, dóttir sóknarprestsins okkar, — það er mjög góð fjölskylda, en fátæk, þau eiga enga peninga. — Alls enga? Lafði Mont hristi höfuðið svo hattbörðin vögguðu. —- Nei, Jean hefir aldrei átt neina peninga. En hún er falleg. Einna líkust hlébarða. — Gæti ég ekki fengið að sjá hana, ég veit svo vel um smekk Huberts. — Ég skal bjóða henni til miðdegisverðar. Þau hafa lélegt fæði. Einu sinni kvæntist einhver Tasburgh inn í okkar fjölskyldu, það var á dögum Jakobs. Presturinn á líka son, sem er í sjóhernum. Eg held að hann sé heima í fríi núna. Ég ætla að bjóða honum líka. Hann heitir Alan og er skolhærður. Ég held að hann eigi einhverja framtíð, en ég veit ekki hverja. Hann var sprengdur upp í stríðinu. — Hann hefir vonandi komizt heill til jarðar. — Já, og þeir sæmdu hann einhverju, ég veit ekki hverju. Hann segir að það sé mikil aðsókn að sjóhernum núna. — En svo við tölum um stúlkuna, frænka, hversvegna segirðu að hún líkist hlébarða? — Ja, það er eins og hún sé alltaf reiðubúin til að stökkva, til að verja unga sína. Móðir hennar er látin svo hún stjórnar prestssetrinu.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.