Vikan - 23.04.1969, Síða 36
Charles
r
Uarfoiðatk uriip
ýhhi- & tltikurlir H □. VILHJÁLMSSDN
RÁNARGÖTU 12 SÍMI 19S69
V------------------------------------V
— Myndi hún þá vilja stjórna Hubert?
— Nei, en þeim sem reyndu að stjórna honum.
— Þetta lítur vel út. Á ég að fara til þeirra með skilaboð.
— Við förum þangað báðar. Þetta er svo stutt leið. Get ég farið
með þennan hatt?
— Vissulega, frænka.
Þær fóru garðsmegin, yfir slétta flöt, og komu fljótlega að prests-
setrinu. Dinny stóð í skjóli við hatt frænku sinnar á veröndinni,
sem var vaxin skriðjurtum. Dyrnar stóðu opnar. Kvenrödd fyrir
innan kallaði: — A-lan!
Karlmannsrödd svaraði: — Hal-ló!
— Er þér sama þótt þú fáir kaldan hádegisverð?
Það er engin bjalla, sagði lafði Mont. Við skulum banka.
— Hvað er um að vera? Ungur maður kom í ljós í dyragættinni.
Hann var breiðleitur, útitekinn, dökkhærður með grá, djúp og
ákveðin augu.
— Ó, sagði hann, — lafði Mont.... Jean! Svo mætti hann aug-
um Dinnyar bak við hattbörðin, og hann brosti glaðlega.
— Alan, getið þið Jean ekki komið til miðdegisverðar í kvöld?
Dinny, þetta er Alan Tashburgh. Hvað finnst þér um hattinn minn?
— Hann er stórkostlegur, lafði Mont.
Stúlka, sem hreyfði sig eins og hún væri á stálfjöðrum, kom til
móts við þær. Hún var í ermalausri peysu og pilsi, og var mjög
útitekin. Dinny skildi hvað frænka hennar hafði átt við, þegar hún
talaði um að hún væri líkust hlébarða. Hún var kinnbeinahá, augun
grængrá og djúp, bráhárin dökk og þykk.
— Þetta er Jean, sagði frænka hennar, — frænka mín, Dinny
Cherrell.
Grönn og sterkleg hönd greip hönd Dinnyar.
— Hvar er faðir þinn? hélt lafði Mont áfram.
Hann fór á einhverja kirkjuráðstefnu. Ég vildi fara með honum,
en hann vildi það ekki.
— Þá geri ég ráð fyrir að hann hafi farið til London til að
komast í leikhús.
Dinny sá stúlkuna líta snöggt á lafði Mont, og fara svo að brosa.
Ungi maðurinn hló.
— Þið komið þá bæði? Átta fimmtán. Dinny, við verðum að
flýta okkur til hádegisverðar. Svölur, þið vitið.
— Það er fullt af gestum, það er kvöldklæðnaður sem hún mein-
ar, — hvítt um hálsinn.......
Systkinin stóðu arm í arm á veröndinni. — Þau eru mjög aðlað-
andi, hugsaði Dinny.
— Jæja, sagði frænka hennar, — hvað finnst þér?
— Eg skil hvað þú áttir við með hlébarðanum, frænka, og mér
finnst hún falleg.....
— Þarna koma Boswell og Johnson! hrópaði lafði Mont og
talaði um garðyrkjumennina eins og þeir væru einn maður. —
Klukkan hlýtur að vera yfir tvö, það er hægt að stilla klukkurnar
eftir þeim. Framhald í næsta blaði.
Framhald af bls. 13.
röddinni. „Hann sagði lítilli telpu að segja orð, hún sagði
það og kennslukonan þvoði munninn á henni með sápu, og
Charles hló“.
„Hvaða orð?“ spurði faðir hans undiríurðulega, og Laurie
kvað það svo Ijótt, að hann yrði að hvísla því að honum.
Hann stóð upp af stólnum og gekk í kring um borðið, til
föður síns. Faðir hans beygði sig niður og Laurie hvíslaði
fullur kátínu. Faðir lians rak upp stór augu.
„Sagði Charles litlu telpunni að segja þetta?“ sagði hann
virðulega.
„Hún sagði það tvisvar“, sagði Laurie. „Cliarles sagði
henni að segja það tvisvar“.
„Ilvað var gert við Charles?“ spurði maðurinn minn.
„Ekkert“, sagði Laurie. „Hann var þá að úthluta krítar-
litum.
Á mánudagsmorguninn lét Charles litlu stúlkuna í friði
og endurtók sjálfur dónalega orðið, þrisvar eða fjórum sinn-
um og fékk sápuþveginn munninn eftir hverja endurtekningu.
Ennfremur kastaði hann krít í allar áttir. Maðurinn minn
fylgdi mér til dyra kvöldið sem ég fór á minn fyrsta fund,
íoreldra og kennara. „Bjóddu henni heim til tedrykkju eftir
fundinn“, sagði hann. „Mig langar að skoða hana“.
„Ef hún bara mætir“, sagði ég í bænarrómi.
„Hún verður til staðar“, sagði maðurinn minn. „Ég fæ ekki
séð hvernig þeir geta haldið foreldra- og kennarafund, án
móður Charles“.
Á fundinum sat ég eirðarlaus og rannsakaði sérhvert þægi-
legt og virðulegt andlit, og reyndi að ákveða hvert þeirra
leyndi með sér uppruna Charles. Mér virtist ekkert þeirra
nógu tryllingslegt. Enginn þeirra stóð upp og baðst afsök-
unar á hegðun sonar síns.
I»að minntist enginn á Charles. Eftir fundinn fékk ég að
vita hver væri kennslukona Lauries. Hún hélt á bakka sem
á var tebolli og súkkulaðikaka. Eg bar aftur á móti bakka
með tebolla, og sneið af rjómatertu. Við nálguðumst hvor aðra
varlega og brostum.
„Ég hef hlakkað mjög mikið til að kynnast þér“, sagði ég,
„ég er móðir Lauries“.
„Við höfum öll feiknamikinn áhuga fyrir Laurie“ sagði
hún.
„Ja, honum líkar skólinn sannarlega vel“ sagði ég, „hann
talar varla um annað“.
„Við áttum dálítið erfitt með að venja hann við skólann,
fyrstu vikuna eða svo“, sagði hún með alvörusvip, „en núna
er hann ágætur lítill aðstoðarmaður, auðvitað með örfáum
undantekningum“.
„Laurie er vanalega fljótur að venjast hlutunum“ sagði
ég. „Ég geri ráð fyrir að Charles hafi haft áhrif á hann í
þessum tilfellum“.
„Charles?"
„Já“, sagði ég hlæjandi, „þú hlýtur að hafa nóg að gera
í þessum skóla, meðan Charles er í honum.“
„Charles?“ sagði hún. „Það er enginn Charles í skól-
anum!!“
☆
36 VIKAN 17-tbl-