Vikan


Vikan - 23.04.1969, Side 39

Vikan - 23.04.1969, Side 39
núll. Því nær núllinu sem þér komið, því betur eruð þér vak- andi. .. . Þér munuð teygja yð'- ur rækilega og yður til mikiUar undrunar komizt þér að raun um, að þér eruð úthvíldar, rétt eins og þér hafið sofið í marga klukkutíma.... É'g man vel, að enda þótt ég upplifði ekki gamlar minningar úr bernsku minni, leið mér dá- samlega vel. Ég vildi halda áfram að vera í þessu vellíðunar ástandi, og það fór í taugarnar á mér, að læknirinn skyldi skipa mér að telja aftur á bak. Ég vildi fá að vera í friði, og segulbands- tækið sýnir, að ég stundi þung- an og taldi nauðug. Þegar ég var komin að núll- inu, reis ég skyndilega upp í stólnum, en ekki úthvíld og end- urnærð, heldur syfjuð og geðill, eins og ég er raunar alltaf á morgnana. Það er ekki hægt að véfengja, að ég var undir áhrifum dá- leiðslu. Segulbandstækið og starfsfólk læknisins er til vitnis um það. É'g missti til að mynda allt tímaskyn. Ég var spurð að því, hvað ég héldi, að tilraunin hefði tekið langan tíma. Ég svar- aði sjö til átta mínútur. Hún hafði hins vegar tekið þrjá stundarfjórðunga. Ég var allan tímann með opin augu, en man þó ekki eftir að hafa séð neitt þennan tíma. Það var meðal annars skipt um spólu í segul- bandstækinu. Það get ég ekki vé- fengt. Og ljósmyndarinn sem með mér var, tók margar mynd- ir af mér, og ljósmyndavélin lýg- ur aldrei, eins og kunnugt er. .. . ☆ kiukkur Vandaðar klukkur orugg sterk ódýr Svissnesk framleiðsla Franch Michelsen úrsmíðameistarar Laugavegi 39 Framhald af bls. 23. mér að gleyma að kona þin Kawa, Stjarnan íasta, hefur tvisvar bjargað mínu lifi.... Já, tvisvar. En munu stríðsmenn mínir samþykkja að skilja þig eftir lifandi og hverfa héðan án Þess að berjast? Því get ég ekki svarað! E'ngu að síður skal ég reyna að koma vitinu fyrir þá.... Og þú verður að virða mér það til betri vegar — jafnvel þótt mér tak- ist það ekki. Á örlagastundum er sem fjarstæðukenndustu hugsanir eigi greiðan aðgang að mannshuganum. Angelique minntist þess síðar, að það sem hafði slegið hana öðru fremur þessa stundina, var að Móhaukurinn talaði frönsku, eins og fágaður yfirmaður, engu verr en kanadisku loð- dýraveiðimennirnir og aðalsmennirnir, sem hann hafði umgengizt í æsku og að fátt gat hugsazt fjarstæðara, en að heyra slíka ræðu koma út af vörum þessa frumstæða villimanns. — Hjörtu okkar eru ekki fljót að gleyma misgjörðum, hélt liann áfram. — Vald mitt yfir þeim myndi réna, ef ég bæði þá að þyrma þér. — Ég bið ykkur ekki að gleyma neinu, svaraði Peyrac. Angelique gat varla afborið þetta lengur. Nú vissi hún, að jafnvel þótt Outakke skærist í málið myndi hann ekki geta bjargað þeim. Hún átti aðeins eina skýra hugsun efir: að leita skjóls inni í varðstöðinni, slá slagbröndum fyrir hliðin og grípa til vopna. Nú var nóg komið af þessu! Hún þoldi ekki iengur að horfa á Joffrey svona óvarinn; i stöð- ugurn lifsháska.... En honum virtist ekkert liggja á að fara. Og það var ekki að sjá að hann væri neitt óvenjulega þreyttur eftir viðburði dagsins. ■— Ég bið ykkur ekki að gleyma neinu, endurtók hann enn hærri röddu. — Þvert á móti ætla ég einmitt að gera það ógerlegt fyrir ykkur að gleyma því nokkru sinni sem gerzt hefur I Katarunk. Þið spyrjið ykkur sjáLfa; ef við þyrmum þessum fölandlitum, hver mun þá þurrka út þá smán, sem höfðingjum Iroka hefur verið gerð hér? Og ég svara: — Ég.... — Perrot, viltu túlka.... — Þið haldið að þessu pow wow sé lokið. En svo er ekki! Það er rétt að byrja. Þið hafið ekkert séð ennþá, ekkert heyrt ennþá, þið Irokar! Því nú ætla ég að taka til máls. Hlustið vel! Ég vil að orð mín og gerðir minar smjúgi eins og örvar inn í hjörtu ykkar, því aðeins getið þið yfirgefið þennan stað án beiskju með fullnægðum hjörtum, það er ekki satt, bræður minir, að hjörtu fölandlitanna og hjörtu Indíánanna geti ekki fundið til sömu kennda. Þvi mitt hjarta, eins og ykkar, er fullt af skelíingu og hryllingi, þegar ég virði íyrir mér varðstöðina í Kata- runk. Ég get ekki, fremur en þið, varizt þeirri hugsun, að þessi staður hafi séð hin fúlustu morð, hin viðbjóðslegustu svik, sem ég hef orðið vitni að á allri minni ævi. Eins og þið, álít ég að þessi óhappastaður sé að eilifu óafmáanlegur smánarbléttur og það eitt að bera hann aug- um, viðhaldi þeirri minningu svo allir réttlátir menn óski þess heitast að sjá hann jafnaðan við jörðu.... Og þar að auki eiga þeir, sem á komandi árum kynnu að rekast til þessarar varðstöðvar, að segja hverju sinni: — Það var hér sem höfuðleðrið var flegið af Swanissit, undir þaki gestgjafa hans, Þrumumannsins, Tekonderoga. . . . ? Nei! Nei!.... Það gæti ég ekki afborið! hrópaði de Peyrac greifi, af svo miklum ofsa og reiði að Indíánunum stóð stuggur af og Angelique fann að þetta var ekki uppgerð. —- Nei, ég gæti ekki afborið það. Frekar vil ég að allt sé þurrkað út.. Við skulum þurrka það allt út. . . .! Hann fékk hóstakast, eftir að hann hrópaði þessi síðustu orð. Nicholas Perrot túlkaði hægt, það sem hann hafði sagt og með eins konar lotningarkenndum fögnuöi: —. Við skulum þurrka það allt út. . . .! Við skulum þurrka það allt út! Og nú leit út fyrir að hvert auga væri í rökkrinu sem límt við þessar tvær hnarreistu verur, loðdýraveiðimanninn og Peyrac. — Ég veit, hélt greifinn áfram, — að þeir eru til meðal ykkar sem hugsa: — Það eru ýmsar góðar vörur þarna inni í varðstöðinni! Þeir eru til á meðal ykkar sem í senn myndu vilja þjóna græðgi sinni og hefndarþorsta! Megi þeir sjakalar hætta væli sinu og snuðri og hverfa héðan með skottin milli fótanna. Því ég segi ykkur, að frá þessari stundu er allt inni i varðstöðinni eign skugga forfeðra ykkar. Þannig og aðeins þannig geta þeir tekið gleði sína aftur! — Þið hafið fengið ykkar gjafir. Það eru verðmætar gjafir. Og þegar þið komið til að taka þær á bökin, munið þið finna að það eru miklar gjafir. — En það sem er innan veggja Katarunk hafið þið engan rétt til að snerta, fremur en ég hef nokkurn rétt til að færa mér það í nyt. Ég hef gefið það skuggum ykkar látnu íhöfðingja, til að gjalda fyrir þau svik, sem gerði þá að fórnarlömbum sínum. Hlýðið á mig og munið orð mín: Inni i virkinu eru matarbirgðir til margra mánaða, ef til vill nokkurra ára; villibráð, elgs- og bjarnarkjöt, þurrkaður og saltaður þorskur, salt frá sjónum, tíu tunnur af sólblómafræsolíu, hvallýsi og sæljónalýsi. Þar er hlynssýróp og sykur frá fjarlægum eyjum. Og þar er romm og vín í ánum. Þar eru tuttugu pokar af h-veiti og maísmjöli. Tvö hundruð fléttur af Virginíutóbaki, hundrað fléttur af mexikönsku tóbaki, fimmtíu ballar af hollenzkri bómull, tíu ballar af silki frá Kina og Austurlöndum nær. Þar eru skikkjur úr uil og egypzkri bómull, gólfteppi, byssur, skot og púður. Þar eru fimmtán gildrur fyrir úlfa, birni, refi og gaupur. Þar eru járnvörur: nálar og skæri.... Þar eru loðfeldir. Ekkert af þessu eigið þið, né heldur ég lengur. Allt þetta eiga nú ykkar látnu höfðingjar. ■— Takið eftir, þið sem segið: þeir hafa ek-kert nema smánina. Þetta er það sem þeir eiga. Allt. Allt nema ámurnar af koníaki og \dni, sem ég veit að Swanissit hefði ekki viljað og sem sett hefur verið til hliðar handa andanum mikla, sem einn hefur það á valdi sínu að hreinsa áfengið af illum öndum. — Og nú víkið frá! Outakke, gefðu stríðsmönnum þínum fyrirmæli um að fara alla leið niður á árbakkann, ef þeir vilja komtist hjá að særast eða falla. — Nú ætla ég að búa til þrumur! Framhald i næsta blaði. ÖU réttindi áskilin. Opera Mundi, Paris. 17. tbl. VTIvAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.