Vikan - 14.08.1969, Side 7
Valin eiturefni
Kæri Póstur!
Nú á samkvæmt lögum al-
þingis að merkja alla sígarettu-
pakka og gera öllum viðskipta-
mönnum ljóst, að hér sé um val-
in eiturefni að ræða, sem geti
valdið bæði krabbameini og
kransæðastíflu. Þetta er að vísu
ekki komið til framkvæmda
enn, en mun vera í bígerð. Þetta
er svosem allt í lagi í sjálfu sér,
svo langt sem það nær. En
skyldi ekki fleirum en mér finn-
ast það svolítið einkennilegt,
þegar sjálft ríkið græðir á því
að selja eiturlyf, sem allir eru
sammála um að séu stórhættu-
leg og banvæn? Ungu fólki eins
og mér finnst þetta vægast sagt
furðulegt. Ég hef aldrei reykt
og hef reynt eins og ég hef get-
að að fá foreldra mína til að
hætta að reykja. Ég vil nefni-
lega fá að njóta þeirra eins lengi
og hægt er.
Ég þakka fyrir þáttinn „Eftir
eyranu“ og margt fleira efni,
sem Vikan birtir.
Táningur.
Enginn neitar því, að tóbak og
áfengi séu skaðleg fyrirbæri,
þótt þau séu ekki „eiturlyf" í
þeim skilningi, sem við leggjum
í það orð. Og auðvitað er það
óþægileg tilfinning, að ágóði af
tóbaks- og áfegnissölu skuli vera
ein helzta tekjulind ríkissjóðs.
Þú skalt halda áfram að berjast
gegn tóbaksreykingum og linna
ekki látum. fyrr en þú hefur náð
árangri. Það er góðs viti, þegar
táningarnir eru farnir að ala
upp foreldra sína.
Fjarverandi
Kæri Póstur!
Ég ætla að biðja þig að hjálpa
mér, ef þú getur. Þannig er, að
ég kaupi BRAVO blöðin, þýzku,
þegar þau koma í bókabúðir
hér. En í haust sem leið var ég
fjarverandi og missti af þeim
fram yfir áramót. Nú langar mig
til að eignast þessi blöð. Hvað
á ég að gera?
Dísa.
P.S. Hvernig er stafsetningin?
Snúðu þér til bóksalans þíns.
Hann ætti að geta hjálpað þér.
Stafsetningin er ekki nógu góð:
Biðja er ekki með ypsiloni, og
orðið fjarverandi er ekki staf-
sett fjærverandi.
Farin að grána
Kæri Póstur!
É'g er ung kona, ekki nema
rétt um þrítugt, en ég á mér eitt
alvarlegt vandamál: ég er farin
að grána. Mér finnst allir horfa
á mig, mér finnst þetta alls stað-
ar bitna á mér. Litla systir er
meira að segja farin að kalla
mig „kerlinguna". Ég hef alltaf
verið á móti háralitun, því að
mér finnst hún bæði óeðlileg og
svo fer hún víst illa með hárið.
Nú les maður stundum, í blöð-
um og tímaritum, um meðul sem
eiga bæði að lækna skalla og
kalla aftur fram hinn upphaf-
lega, eðlilega háralit. Getur þú
bent mér á nokkurt slíkt?
Með kærri kveðju.
L.S.
Sjálfum finnst mér oft mjög að-
laðandi að sjá konur á þínum
aldri sem eru farnar að grána
örlítið. Það gefur þeim oft ein-
hverja reisn. En ef þetta er
svona á sinninu á þér, finnst
mér þú ættir ekki að hika við
að lita á þér hárið — þetta gerir
orðið önnur hver manneskja, og
hin nýju hárlitunarefni fara
ekki nærri eins illa með hárið
(einkum hárskol) og áður var
raunin. Það hefur ekki enn ver-
ið fundið upp neitt allsherjar-
meðal til að lækna skalla og
endurlífga háralit, þótt mark-
aðurinn sé yfirfullur af allskyns
blöndum. Sumar þessar blöndur
geta kannske orðið nokkrum
einstaklingum að liði. en einhlít-
ar eru þær aldrei. Þú skalt fara
varlega í að kaupa þér slík með-
ul.
Skrímsli í
umferðinni
Póstur góður!
Það sem mig langar til að
kvarta yfir (eru ekki allir sí-
kvartandi?) eru strætisvagnarn-
ir, eða öllu heldur bílstjórar
þeirra, í Reykjavík. Nú er kom-
ið svo, að mér virðast vera vald-
ir mestu ruddar fyrirfinnanleg-
ir í þetta starf, sem óneitanlega
þarfnast hins gagnstæða. Ef ég
er einhvers staðar á bíl, og sé
strætisvagn nálgast, er ég fljót-
ur að leggja bílnum mínum þar
til skrímslið er komið úr aug-
sýn. Það er eins og þessir háu
herrar haldi, að þeir geti leyft
sér allt í umferðinni. Svo afsaka
þeir sig með því að þeir verði
að halda áætlun. Gott og vel, en
eru ekki þessar strætisvagna-
ferðir fyrst og fremst þjónusta
við borgarana? Þið, strætis-
vagnastjórar, ættuð að gera ykk-
ur grein fyrir því.
Valdi.
Ætli strætisvagnastjórar séu
ekki upp og ofan eins og geng-
ur. sumir varkárir og örue-gir
bílstjórar, en aðrir svolítið
djarfir. Að minnsta kosti eru
árekstrar og slys hjá strætis-
vögnunum engan veginn óeðli-
lega tíð.
Strákurinn, sam ég ar meS,
gaf mér minnsta kveikjara sam
ég hef séð — svo Iftinn aS óg fae
varla nógu litla steina ( hann.
Annar strákur gaf mér kveikjara,
sem hann keypti ( siglingu
— honum er fleygt þegar
hann er tómur. Ekki man ég,
hvorn ég lét róa fyrr,
kveikjarann eða strákinn.
Ég er alltaf aS kaupa
eldspýtur, en þœr misfarast
með ýmsum hætti.
En eld þarf ég aS hafa.
Hver vill
gefa mér
RONSON?
Mig Iangar svo í einhvern af þessum
MtUdy gas kveikjari Comet gas kveikjarl
Adonis gas kveikjari
Empress gas kveikjari
Til gefenda RONSON kveikjara: Áfyllingin tekur
5 sekúndur, og endist svo mánuðum skiítir. Og
kveikjarinn. — Hann getur enzt að eilífu.
RONSON
Einkaumboð:
I. Guðmundsson & Co. hf.
33. tbi. viKAN 7