Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 19
KVÖLDSTUND MEÐ HJÖNUNUM SIGRÍÐI RÖGNU SIGURÐARDÖTTUR, SJÖN-
VARPSÞUL OG KENNARA, OG HÁKONI ÖLAFSSYNl, VERKFRÆÐINGI.
þeirra byrja alltaf á morgn-
ana með því að segja mér frá
því, sem gerðist heima hjá
þeim kvöldið áður. IJað er oft
stórskemmtilegt.“
Meðan þessu fer fram,
hefur Sigríður verið að leggja
á dúkað kaffiborð. Henni
ferst það svo vel úr hendi, að
sú spurning vaknar, hvort
hún hafi einhvern tíma verið
á húsmæðraskóla eða hvort
þessi myndarskapur sé henni
í blóð borinn.
„Nei, ég hef nú aldrei bein-
Sigríður og maður hennar, Hákon
Ólafsson: Kynntumst á ákaflega
venjulegan og órómantískan hátt . .
línis verið á húsmæðraskóla,
en ég sótti kvöldnámskeið í
hússtjórn og matargerð, eins
og allar ungar stúlkur ættu
að gera. Þegar ég gifti mig í
febrúarmánuði síðastliðnum,
þá var matreiðslan eiginlega
hið eina, sem ég var smeyk
við.“
Sá ótti hefur ábyggilega
verið ástæðulaus, ef matur-
inn hennar er ekki síðri kaffi-
meðlætinu. Og hússtjórnin er
engu síðri. I mjög smekklegri
íbúðinni er allt í röð og reglu,
en samt segir Sigríður, að
þau séu „ekki alveg búin
að koma okkur fyrir enn . .
Eiginmaður Sigríðar, Há-
kon Ölafsson, verkfræðingur
hjá Rannsóknarstofnun bygg-
ingariðnaðarins, kemur heim
rétt í þessu og við viljum l'á
að vita deili á honum líka.
Hákon er frá Siglufirði og
hefur búið þar mestan hluta
ævinnar: gekk í barna- og
gagnfræðaskólann á Siglufirði,
en settist síðan í Menntaskól-
ann á Akureyri. Að loknu
stúdentsprófi fór hann til
Noregs og lagði stund á verk-
fræðinám, kom að því búnu
heim og kvæntist skömmu
síðar.
„Hann er líka mikill skíða-
maður,“ bætir Sigríður við,
„og hefur oft tekið þátt í
keppni. Og nú er hann búinn
að koma mér á bragðið, og
það svo rækilega, að eitt hið
allra skemmtilegasta sem ég
geri er að fara á skíði. Aður
fór ég aðeins á skíði einu sinni
eða tvisvar á ári og þá aðal-
lega til að detta á botninn.“
„Hvar við kynntumst?“
Hákon færist undan að svara
þessari spurningu og lítur
kýminn á Sigríði.
„Ætli það hafi ekki verið
á ósköo svipaðan hátt og
flestir aðrir,“ segir hún. „Mjög
órómantískt og venjulegt —
á Tlótel Sögu.“
„Brúðkaupsferð? Nei, það
var nú eiginlega enginn tími
til slíks,“ segir Hákon. „En
við fórum til Isafjarðar um
páskana, þar sem ég keppti á
skíðamótinu. Og svo erum við
á leið til Spánar nú í sumar,
þar sem Sigríður á frænku,
sem við ætlum að heimsækja
í leiðinni.“
Svo er haldið áfram að
spjalla og komið víða við
Framhald á bls. 44
Á vissan hátt skil ég þetta vesalings fólk . . .
. . . cn ég hef ckki trú á að það bjargi sér betur þar . . .
Maður vcrður að sætta sig við að það koma erfið tímabil inn í milli . . .
33. tbi. VIKAN 19