Vikan - 14.08.1969, Page 20
1
EFTIR tÚPUS
föl
1
Alþingiskosningar í Austur-
Húnavatnssýslu hafa aðeins
komið Islendingum á óvart
tvisvar sinnum síðan Húna-
þingi var skipt í tvö kjör-
dæmi 1924. Fyrra skiptið
gerðust þau tíðindi 1933,
þegar Jón Pálmason bóndi á
Akri felldi héraðshöfðingjann
og þingskörunginn Guðmund
Ólafsson í Ási. Jón drottnaði
eftir það í sýslunni langan
ahlur, varð forseti sameinaðs
þings og landbúnaðarráð-
herra og haggaðist aldrei í
sínum háa sessi fyrr en sum-
arið 1959. Þá féll hann fyrir
Birni Pálssyni bónda á Ytri-
Löngumýri og kaupfélags-
stjóra á Skagaströnd. Þótti
að vonum skellurinn ærinn,
er Akragoðinn lá allt í einu
kýlliflatur. Vann Framsókn-
arflokkurinn j)ar með lanc-
þráðan en torsóttan sigur í
baráttunni um hylli kjósenda
á þeim slóðum og hafði þó
oft verið hart eftir leitað í
orðasennum.
"Ri'övn Pálsson fæddist 25.
febrúar 1905 á Snærinvss+öð-
um í Svínadal í Austur-Húna-
vatnssýslu, sonur Páls Hann-
essonar bónda þar og síðar
á Guðlaugsstöðum í Blöndu-
dal og konu hans, Guðrúnar
Björnsdóttur, en þær ættir
eru víðkunnar að gáfum og
dugnaði. Föðurbróðir Björns
var Guðmundur Hannesson
læknir og prófessor, er sat eitt
þing sem fulltrúi Húnvetn-
inga, en móðurafinn Björn
Eysteinsson, og báru þeir
hvor á sinn hátt órækt vitni
um þroska og rætur kvn-
stofnsins. Ólst Björn upp í
foreldrahúsum, en nam bú-
fræði á Hólum í Hjaltadal
og hlýddi kennslu í Sam-
vinnuskólanum nokkra mán-
uði veturinn 1925. Hann gerð
ist bóndi á Ytri-Löngumýri
í Svínavatnshreppi 1930 og
hefur rekið búskap þar síðan,
en var jafnframt kaupfélags-
stjóri á Skagaströnd 1955—
1960 og hefur einniff feno-izt
við litgerð frá 1957. Biörn
Pálsson vair oddvftti Svína-
vatnshrenns 1934—1953 og
sýslunefndarmaður 1946—
1958. Hann sat og í stjórn
Sláturfélags Austur-Iíún-
vetninga og Kaupfélags Hún-
vetninga um skeið og hefur
látið ýmis félagsstörf til sín
taka í sveit og sýslu.
Björn Pálsson varð snemma
eindreginn og kappsamur
Framsóknarmaður, en þokað-
ist seint í fylkingarbrjóst.
Samherjar hans í héraðinu
buðu fram á undan honum
við alþingiskosningar gegn
Jóni Pálmasyni, Hannes Páls-
son á IJndirfelli, Gunnar
Grímsson kaupfélagsstjóra á
Skagaströnd og Ilafstein Pét-
ursson á Gunnsteinsstöðum,
en jjeir biðu allir lægra hlut,
og virtust bvlturnar orðnar
vani. Böðin kom loks að
Birni á Löngumýri sumarið
1959 og ekki vonum fyrr. Brá
þá til sögulegrar breytingar
eins og áður getur. Sótti
Björn kosninguna fast og
hafði kjördæmamálið mjög á
oddi. Bar liann sigur úr bvt-
um með 548 atkv., en Jón
Pálmason varð að láta sér
nægja 520. Valdist Björn svo
í jiriðja sæti á framboðslista
Framsóknarflokksins í Norð-
urlandskjördæmi v e s t r a
haustið 1959 og var kosinn
þingmaður þess með drjúg-
um yfirburðum. Hann náði
endurkjöri 1963 með aukinni
fyrirhöfn og enn 1967, en þá
munaði harla mjóu, þar eð
atkvæði hans reyndust að-
eins 18 fleiri en Jóns Þor-
steinssonar frambjóðanda Al-
þýðuflokksins. Eru því horf-
ur á, að dregið geti til nýrra
stórtíðinda norður þar, og
mun Birni sú tilhugsun nokk-
urt áliyggjuefni.
Björn Pálsson er maður
skarpgreindur að náttúrufari
og prýðjlega menntað.ur af
sjálfsnámi og lífsrevnslu.
Ilugkvæmni hans er óvenju
rík, og hann þekkir varla
minnimáttarkennd. B j ö r n
telst raunar enginn skörung-
ur í ræðustóli, því að hann
flytur mál sitt fremur óá-
heyrilega, en samt mega and-
stæðingar vara sig á honum.
Hann kemur þeim iðulega í
opna skjöldu, þegar minnst
20 VTKAN 33- tbL