Vikan - 14.08.1969, Blaðsíða 25
stoða þá í nokkrum lögum á vasntanlegri hasg-
gengri plötu. Rollingarnir höfðu aldrei séð
þennan unga mann, þegar hann kom í upp-
tökuna til þeirra. Þeir höfðu heyrt hann spila
á hljómplötum með John Mayall, en Mick Jagg-
er hafði svo talað við hann í síma. Taylor þótti
spjara sig hið bezta í upptökunni; hann var
fljótur að átta sig á þvi, hvað um var að vera,
og það leið heldur ekki á löngu, þar til hann
og Rollingarnir voru orðnir mestu mátar. Að
upptökunni lokinni var honum boðið að ganga
í lið með Rollingunum.
— Þetta kom mér mjög á óvart, sagði Mick,
þegar hann var spurður, hvernig honum fynd-
ist, að vera orðinn hluti af þessari frægu hljóm-
sveit. Og hann hélt áfram: Mér var sagt, að
Brian væri að hætta. Ég sagði, að ég vildi
gjarna gerast Rollingur — og þar með var það
ákveðið.
Mick Taylor (hann heitir réttu nafni Michael
Kevin) er tvítugur að aldri og var því
aðeins fjórtán ára, þegar Rollingarnir
^ Brian Jones — hann var oft einmana og utan-
veltu.
Úr sjónvarpsþættinum „The Rolling Stones' Rock And Roll Circus“.
5
sp ■ _ H ^
Mick Jaggcr minnist látins vinar, Brian Jon-
es. Ifann les hér úr Ijóöum Shelley.
4 Mick þykir hafa líflcga sviðsframkomu, og þess-
ar myndir bera það raunar með sér, cn þær voru
teknar á útihljómleikum Rollinganna.
létu fyrst að sér kveða fyrir sex árum með lag-
inu „Come On". Hann hefur aldrei séð hljóm-
sveitina, sem hann er nú kominn í, leika á
hljómleikum. Hann lék með hljómsveit John
Mayall, „Bluesbraekers" í tvö ár, en það eitt
að hafa leikið með John Mayall þykja ærin
meðmæli. Aðrir gítarleikarar, sem leikið hafa
með John, eru m. a. Peter Green og Eric Clap-
ton. Má af þessu ráða, að Mick hinn ungi er
enginn aukvisi, enda er sagt, að hann hafi
fengið fjölda atvinnutilboða í Bandaríkjunum,
þegar hann var á ferð með John Mayall.
Framhald á bls. 46
Frá útihljómleikum Rollinganna í Hyde Park.
33. tbi. VIKAN 25