Vikan


Vikan - 04.09.1969, Page 3

Vikan - 04.09.1969, Page 3
31. árgangur - 36. tölublaS - 4. september 1969 f NÆSTU VIKU Vi8 höfum þegar heimsótt tvo sjón- varpsþuli, SigríSi Rögnu Sigurðardóttur og Asu Finnsdóttur. Þá er aðeins ein af þessum vinsælu stúlkum eftir. ÞaS er Kristín H. Pétursdóttir, sem er bókavörSur aS mennt. ViS segjum nánar frá lífi hennar og starfi í næstu Viku. ÞaS má meS sanni segja, aS skegg- öld riki á íslandi um þessar mundir, sumir vildu kannski meina í fleiri en ein- um skilningi. Allt um þaS hefur skegg aldrei verið eins mikiS í tízku. í tilefni af því hefur Baltasar sett til gamans skegg á nokkra þjóSkunna menn, sem viS fáum aS sjá í næsta blaSi. „Likamleg þjálfun er ekki aSal- atriSiS", segir Anders geimfari ■ einkaviS- tali viS Vikuna. Anders kom hingaS til lands fyrir skömmu eins og kunnugt er og hélt m. a. fyrirlestur í Háskóla íslands. Vikunni tókst aS fá einkaviStal viS hann aS loknum almennum blaðamanna- fundi, og segir hann þar margt frá bernsku sinni og högum, sem ekki hefur komið fram áður. f ÞESSARI VIKU ViS höldum áfram að heimsækja sjónvarps- þulina okkar. í þessu blaði heimsækjum viS Ásu Finnsdóttur og eiginmann hennar, Jóhannes Long, sem einnig starfar hjá sjón- varpinu, viS leikmyndagerð. Þau hafa búið skemmtilega um sig í lítilli kjailara- íbúð og eiga margt gamalla og athyglisverðra muna. Þau giftu sig i fyrra og eiga von á fyrsta barni sínu bráðlega. Ný framhaldssaga hefst í þessu blaði. Hún heitir KvöldiS fyrir brúðkaupiS og er eftir Gordon og Midred Gordon. Þessi saga er spennandi frá upphafi til enda. Við höfum oft áSur birt góSar og skemmtilegar framhaldssögur, en getum mælt meS þessari sem einni af þeim allrabeztu. ViS ráðleggjum lesendum ein- dregiS að láta hana ekki framhjá sér fara. Jú, þetta er hann Bessi, en hann er ekki í gervi sjóræningja, heldur er hann aS leika Hrólf, aSalpersónuna í samnefndu leik- riti eftir Sigurð Pétursson. ÞaS verSur sýnt í sjónvarpinu innan skamms og viS segjum í þessu blaði frá skemmtilegu kvikmyndaævintýri aS Keldum, þar sem nokkur atriði leikritsins voru tekin ( sumar. f FULLRI ALVÖRU FRJEGOIN OG GRÓDINN Þegar þetta er skrifað, er enn eitt verkfallið af- staSið, verkfall bókagerSarmanna. Það fer ekki milli mála, aS þeir sem þar börSust fyrir ríf- legra daglegu brauði, hafa fengiS stærri hleif en þeir, sem skáru sína köku í samlyndi viS ASÍ í vor. ÞaS lá raunar í loftinu löngu fyrr, aS samningar myndu falla eitthvaS svipað því og varS, en sumir héldu, eftir aS slitnaði upp úr fundum um miðja verkfallsvikuna, að lengra myndi verSa i þaS. Það sem ævinlega vekur furðu í sambandi viS öll verkföll, er sá furðulegi fjandi, aS alltaf skuli þurfa að koma til verkfalla, til þess að ná því fram, sem báSir aðilar vita aS verður loks samið upp á. Hér skal engum getum aS því leitt, hve mik- ið þrjózkan hefur kostaS prentsmiðjur og bók- bandseigendur. Hitt liggur Ijóst fyrir, að til dæm- is prentarasveinn verður ekki skaSlaus af sinni þrjózku, miðað viS dagvinnuna eina saman, fyrr en eftir fimm vikur. Þá fyrst fer hann að skera arSinn að hækkuninni. Hins vegar hlakkar nú görnin í mörgum þeim, sem í verkfallinu tóku þátt, yfir því að nú fái þeir svo og svo mikia eftirvinnu, til þess aS prentsmiSjurnar nái í stór- um dráttum upp sínu vinnutapi. Hver og einn getur svo leitt hugann að því, hvaða keðjuverk- anir þetta hefur, en allt kemur út á eitt, aS lok- um er þaS þjóðfélagið, sem tapar. Ég gleymi því aldrei, er ég var fyrir fjórum árum á flugi yfir Austur-Þýzkalandi, er sessu- nautur minn fór aS spjalla viS mig. Þegar hann komst að því, að ég var frá íslandi, sagSi hann: — Jæja, íslendingur, já. HvaS eru mörg verk- föll þar núna? Já, fyrir utan allt annað ber verkfallasýkin hróður okkar langt út fyrir landsteinana, og fyrir hana erum viS þekktust, ásamt Geysi, þorskinum og Laxness. S. H. VIKAN Útgetandi Hilmir hf. Ritstjóri: SigurSur Hreiðar. Mcðritstjóri: Gyifi Grðndal. Blaðamaður: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Halldóra HaU- dórsdóttir. Drcifing: Óskar Karlsson. Auglýsinga- stjóri: Jensina Karlsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Simar: 35320 — 35323. Pósthólf: 533. Verð í lausasölu kr. 50.00. Áskriftarvcrð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórð- ungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð missirislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftar- gjaldið greiðist fyrirfram. Gjalddagar cru: Nóvem- ber, febrúar, maí og ágúst eða mánaðarlega. 38. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.