Vikan


Vikan - 04.09.1969, Page 4

Vikan - 04.09.1969, Page 4
Það eru ekki állt hrafnar, sem krókinn hafa á nefinu. íslenzkur málsháttur. í fréttunum Hin gullfallega sópran stjarna Metropoli- tan óperunnar í New York, Anna Moffo, hefur um dagana fengið aragrúa tilboða um að leika í kvikmynd. En flest hlut- verkin voru ekki fyrir hana, hefur hún haldið fram, vegna þess að þau voru klúr. Nú lítur samt sem áður út fyrir að Anna hafi rekizt á hlutverk sem hæfir henni; hlutverkið sem hún hefur verið að bíða eftir. Sem stendur er hún í Róm, þar sem hún leikur aðalhlutverkið í myndinni Una Storia d’Amore. Þar er hún í gervi marehrjáðrar frillu ungs glansgæja, sem eiskar hana og tekur kvikmyndir af öllu saman. Síðan sparkar elskhuginn henni út á götu. Anna var spurð að því, hvort hún teldi ekki að allar nektar- senurnar og rúmfangabrögðin gætu skoðast klúr: — Alls ekki, svaraði hún einarðlega. — Það er ekki hægt á nokkurn hátt að blanda þessari mynd við eitthvað saurugt, því konan fer á endanum til eiginmanns síns. Hún er því alls ekki að ginna mann sinn fyrir einhverjar sápukúlutilfinningar. í öllum aðalatriðum er hún nú- tímakona. Mjög heiðarleg kona, sem tekur þátt í sorgarleik. Síðan Dr. Christian Barnard fyrstur manna skipti um hjarta í lifandi manni, hafa verið teknar milljónir mynda af honum með fallegum stúlkum og konum. Má þar til dæmis nefna Ginu Lollobri- gidu, Soffíu Loren og Grace Kelly. En í síðust viku sást hann með þeirri al-faU- egustu. Barnard, sem er nýskilinn, lenti á flugvellinum í Nice, í Frakklandi, en þaðan kom hann frá kóngsins Kaupin- höfn. Eftir mikið stímabrak komust frétta- menn að því, að stúlkan var þar ein- vörðungu til að taka á móti goðinu fyrir hönd föður síns, amerísks byggingaverkfræðings, sem hafði boðið Barnard að dvelja fjóra daga með sér í St. Tropez. Þaðan hélt Barnard til Róm (syrgjandi Blaiberg) og stúlkan, hin átján ára gamla Shoanna Ryan, í sólina á ströndinni. Hugh Hefner, eigandi hins stórkostlega Playboy tímarits, kvað einhverntíma hafa sagt, að hann vildi heldur verða ást- fanginn og vera elskaður en að græða 100.000.000 dollara í viðbót. Og nú virð- ist þetta ætla að verða að veruleika. ,,Ég held ég geti fullyrt, að nú sé ég orðinn ástfanginn í fyrsta skipti," sagði hann nýlega, er hann kynnti konuefni sitt á blaðamannafundi í Róm, en þar vinnur hann að kvikmynd. Á leið tU Evrópu kom Hefner við á íslandi, og dvaldi hér yfir nótt, sem hann hefm gert þrisvar til fjórum sinnum, en alltaf með mikiUi leynd. Og konuefni Hefner’s, sem er 43 ára og fráskilinn, heitir Barbi Benton (áður Barbara Klein) og var á forsíðu (alklædd) júlíheftis Playboy. „Hann hefur ekki beðið mín enn, svo ég bara bíð,“ sagði hún. „En mikið skolli væri gaman að segja neL“ EFTIRLEIKUR EFTIR TVÖ ÞÚSUND ÁR Klettaborgin Masada við Dauðahafið var vettvangur eins merkasta atburðar í sögu Gyð- inga. Atburður þessi varð árið 73 og nú, 1896 árum síðar, kemur eftirleikurinn. Árið 66 gerðu Gyðingar upp- reisn gegn Rómverjum, og árið 70 var Jerúsalem skipt og upp- reisnin bæld niður. En hópur seláta þrjóskaðist við að gefast upp, og komu sér fyrir í kletta- r >. STUTT OG LAG- GOTT Konum nœgir ekki að gift- ast ríkum mönnum til þess að verða fínar. Þœr verða líka að kunna listina að bera minkapels hirðuleys- islega á öxlunum, rétt eins og hann vœri baðkápa — og öfugt. V______________________________/ borginni sem síðan var umkringd af 15000 rómverzkum hermönn- um. í stað þess að láta að vilja yfirboðara sinna, kusu Gyðing- arnir dauðann. 967 manns létu þarna lífið. Eftir sigur ísraelsmanna í júnístríðinu 1967 hafa verið gerð- ar miklar rannsóknir og upp- greftir á svæðinu í kringum klettaborgina. Fundust þá meðal annars steinvölur sem þykja sanna, að nokkurskonar happ- drætti hafi ráðið því hver ætti að deyða félaga sína — og taka síðan sjálfur eigið líf. Samkvæmt þjóðtrúnni skeði þetta þann 14. apríl, árið 73, svo þessir þraut- seigu Gyðingar héldu út í þrjú ár eftir að uppreisn þeirra var bæld niður. Einnig fundust 27 beinaerind- ur, sem eru álitnar vera af hinum allra síðustu. Þeim var komið fyrir í kistum og síðan grafnar með virðingu — og hervernd. ☆ 4 VIKAN 36- «*■

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.