Vikan


Vikan - 04.09.1969, Qupperneq 15

Vikan - 04.09.1969, Qupperneq 15
að tryggja að mér vegnaði vel. Það var ekki íórn af hennar hálfu, heldur eðlilegur hlut- ur. Ef faðir minn kæmi hér inn úr dyrum nú, myndi ég biðja hann að hafa sig á brott. É'g hef ekki háar hugmyndir um föður, sem snýr aftur eftir 20 ára fjarveru og væntir væntumþykju dóttur sinnar. Hawk ræskti sig og skipti um umræðu- efni. — Varðandi rödd mannsins. . . . — Þegar ég fer að hugsa um það, hljóm- aði hún ekki eðlilega, greip hún fram í. — Það leit út eins og hann væri að reyna að breyta henni, breyta hæð og hljómfalli. Röddin var á einhvern hátt dauð. Það er erfitt að skýra það. — Ég skil, sagði Hawk hugsi. Hann hélt yfirheyrslunni áfram, og bað hana að gefa sér lista yfir skjólstæðinga Franks Mitchells og aðra, sem þekktu hana. Kúgarinn hlaut að vera einhver, sem þekkti vel til kringum- stæðna hennar. Að lokum brýndi hann fyr- ir henni, að ræða ekki um þetta við nokk- urn mann. -— En ég verð að segja Frank það. — Kemur ekki til mála! Því fleiri, sem vita um þetta, þeim mun meiri líkur eru til, að það síist út. Það getur kostað móður yðar lífið. — Við höldum engu leyndu hvort fyrir öðru. Við elskumst, og við erum trúlofuð. Og ást án trúnaðartrausts er. . . . — Við vitum, hvað við gerum, stöðvaði Hawk hana. — Við höfum reynslu af svona málum, og við vitum, hvað getur gerzt. — Ást mín til Franks er í engu sambandi við þetta. — Gefið mér einn sólarhring. Ég bið ekki um meira. Einn sólarhring. — Jæja. ... Hawk renndi fingrunum gegnum hárið. Hún spurði: — Hvað á ég að gera, þegar hann segir mér að sækja peningana? — Hringið til okkar úr almenningssíma í þetta númer. Það er bein lína. ann skrifaði símanúmer á pappírsmiða og rétti henni. — En ef ég get ekki sótt peningana, þegar hann vill? Ég á að fara á brúðkaups- æfingu klukkan hálf níu í kvöld. — Á hvað? næstum æpti Hawk. - Brúðkaupsæfingu. Segið, að þér getið ekki komið. — Það vill svo til, að það er ég, sem ætla að fara að gifta mig, varðstjóri. Það er æf- ing fyrir brúðkaup mitt, og ég ætla að vera þar. Hún varð að berjast á móti móðursýk- inni, sem var að ná tökum á henni, og hon- um rann reiðin. Hún var sannarlega ekki í öfundsverðri aðstöðu. — All right, þér megið fara heim núna, ungfrú Rogers. Og þér megið vita, að við munum ekki hafa augun af yður nokkra stund. Það verður heill her innan heyrnar- máls yðar. - Svo ég þarf þá ekki að óttast neitt? Hann dró djúpt andann. - Það veit guð, að ég vildi, að ég gæti sagt það. Hún hálf hvíslaði: — Þakka yður fyrir, að þér eruð hreinskilinn. Ég fyrirlít fólk, sem ekki er það. Þegar hún var farin, sneri Hawk sér að Barney. — Safnaðu saman nokkrum mönnum og láttu fylgjast með henni gegnum garðinn. Rannsakið svo húsið sem hún á heima í og grannana. Allt þetta venjulega. Hana langaði mest til.að hlaupa, en tókst að hafa hemil á sér. Þessi viðkunnanlegi lög- reglumaður, — sem vildi að hún kallaði hann Barney — hafði sagt henni að ganga hægt, forðast snöggar hreyfingar. En það var tæpast hægt, því garðurinn var myrkur og fullur af válegum hljóðum. Þegar hún var komin langleiðina, herti hún samt á sér. Hún greindi stórar, bumbu- miklar ruslatunnurnar í röð, og þúst, sem reyndist vera maður á hækjum sínum, varð á vegi hennar. Henni brá eins og þegar pappakassanum var smeygt yfir höfuð henn- ar og snarstanzaði. Maðurinn rétti úr sér og nálgaðist hana. -— Ert það þú, Helen? spurði hann. Hún hallaði sér upp að tré fyrir aftan sig og reyndi að halda aftur af tárunum. Hún svaraði ekki, hún treysti ekki eigin rödd. — Hvaða rand er á þér á þessum tíma sólarhrings? Þetta var Earl MacDonald, nágranni henn- ar, meinlaus náungi, sem ásamt konu sinni Marge drakk of mikið en svaf of lítið. Hann rak litla blómabúð. Hún neyddi sig til að fara á móti honum og sagði: - Ég gat ekki sofið. Hann virtist órólegur. Hann hafði alltaf sýnt henni föðurlegan velvilja og lagt henni lífsreglurnar. — Þú ættir ekki að vera ein úti að ganga á þessum tíma sólarhrings. Það gæti verið hættulegt. Maður er alltaf að lesa um morð. Loks voru þau við dyrnar hennar, og hún heyrði símann hringja. Hún bauð Earl góða nótt í flýti og hraðaði sér inn. Hún þaut gegnum íbúðina inn í svefnherbergið og þreif símann. — Halló, másaði hún. — Halló! Halló! Hún heyrði smellinn, þegar lagt var á. Barney hafði nóg að gera. Þegar hann kom til hússins var hann klæddur í sport- skyrtu, blettóttar, krumpnar buxur og strigaskó. Hann leit út eins og maður, sem er að koma af næturvakt. Fyrst hafði hann gaumgæft ytri aðstæður: Stórt hús með að minnsta kosti 100 íbúðum, tvær hæðir, byggt í U utan um sundlaug. Síðan hafði hann vakið húsvarðarkonuna, og með þeirri hvítu lygi, að grunur væri um afbrot í næsta húsi, fékk hann yfirráð yfir geymsluhúsnæði í þessu húsi. Þar var komið fyrir hlerunarsendi. Áður, meðan Helen var á lögreglustöðinni, hafði lögreglumaður laumazt inn í svefnherbergið hennar og komið hljóðnema fyrir í síman- um. Hann hafði farið inn um svefnherberg- isgluggann, því Hawk vildi ekki að farið væri gegnum dyrnar. Ef kúgarinn fylgdist með íbúðinni, leit þetta út sem venjulegt innbrot, óviðkomandi lögreglunni. Allt þetta var með leyfi Helenar. Hún fékk líka að vita, að sendirinn í geymslunni væri mjög sterkur, og hljóðneminn svo næmur, að hann greindi allt, sem sagt væri í herberginu. Og Barney hélt sínu starfi áfram. Hann leit til mannanna hveggja, sem földu sig í runnunum tveimur við bakdyrnar. Hann heilsaði upp á lögreglumanninn, sem sat í myrkrinu í húsinu hinum megin götunn- ar og fylgdist með útidyrunum í gegnum kíki. Og loks skrapp hann að bílnum, sem stóð í skugganum af tré úti á götunni. Tveir lögreglumenn höfðu auga með húsinu þaðan. Þeir sátu djúpt í sætunum, og þegar göngumenn áttu leið framhjá, hurfu þeir alveg. Helen opnaði dós af kattamat handa Her- manni, stóra, svarta kettinum sínum. Haxm hafði ekkert fengið að éta síðan morguninn áður, og kærði það nú hástöfum. Þegar allt var frágengið í eldhúsinu, gekk hún þaðan inn í svefnherbergið án þess að kveikja nokkurs staðar Ijós á leiðinni. Hún kveikti ekki heldur ljós þar, heldur afklæddi sig í myrkrinu, sem hún yfirleitt aldrei gerði. Þegar hún var komin upp í, heyrði hún allt í einu fótatak utan við bakdymar. Henni datt í hug að hvísla í falda hljóð- nemann, en sá svo, að komumaður gat varla verið kominn svona langt án þess að varð- mennirnir hefðu veitt honum athygli. En hún fór aftur fram úr, smeygði sér í rauðu inniskóna, sem Frank hafði gefið henni í jólagjöf. Læddist með miklum hjartslætti fram að eldhúsdyrunum og hleraði. Komumaður heyrði til hennar. — Helen? Hamingjusöm af létti opnaði hún dyrnar og sá Frank standa þar í tunglsljósinu. Hann nuddaði á sér varirnar með annarri hönd- inni, eins og vandi hans var, þegar hann var óstyrkur eða æstur. Hún féll honum grát- andi í fang. — Frank, Frank! — Hvað hefur komið fyrir? Er eitthvað að? ann tók fast utan um hana og leiddi hana varlega inn í eldhúsið. — Nei, ekkert, hvíslaði hún. — Ég er bara svo fegin að sjá þig. —- Ég hef reynt að hringja til þín síðan klukkan eitt. — Ég gat ekki sofið, svo ég fór út að ganga. — Þú ert vonandi ekki lasin? — Ég veit það ekki. Ég á við . . . hún hikaði, og fann til samvizkubits. Einn sólar- hring. Gefðu mér einn sólarhring, hafði Hawkins varðstjóri þrábeðið hana. — Hefur eitthvað komið fyrir? Hún bandaði frá sér, óstyrkri hönd. — Ég veit ekki, hvað gengur að mér. Ég er bara svo æst fyrir brúðkaupið, og allt það sem gera þarf. Hann strauk henni róandi yfir hárið. — Það er bezt, að þú reynir að sofna. Annars verður þú eins og skrímsli í brúðar- skartinu. Hún hló við, en spurði svo: — Hvernig fór með Lefty Morgan? — Tsja — svona og svona. Hann breytist aldrei. Hann lifir fyrir innbrotin. En nú, þegar ég veit, að þú ert heilu og höldnu heima, er bezt að ég hafi mig burtu aftur. Hann kyssti hana og fór. Hún hélt inn í setustofuna, og lét fallast í hægindastól. Loks blundaði hún, en það var ekki nema andartak. Allt í einu glumdi síminn, og hún spratt upp. Það var sama, hljómlausa rödd- in, sem hún hafði áður heyrt. — Hvernig væri, að ég kæmi og heilsaði upp á þig, stúlka litla, og við gömnuðum okkur svolítið saman það sem eftir er næt- ur. É’g er skotin í konum af þínu tagi, Helen. Já, það er alveg satt. Sg þekki ljúfar konur, þegar ég sé þær. Framhald í næsta blaði. 36. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.