Vikan


Vikan - 04.09.1969, Side 19

Vikan - 04.09.1969, Side 19
Já, svaraði hann. — Frá Brooklyn. Ég er frá Manhattan. Og nú búizt þér náttúrlega við, að ég fari að segja hversdagslega brandara um Brooklyn. Hann brosti vingjarnlega. Hún tók eftir því, að nokkrair skemmtilegar hrukkur mynduð- ust kringum augun, þegar hann brosti. Hann var geðslegur mað- ur, kominn hátt á fertugsaldur, sennilega. Augu hans voru heit og blá og lifandi í sólbrúnu and- litinu. Nei, ég held, að þér ættuð að láta það vera, sagði hann kæruleysislega. — Ég er lög- fræðingur eða öllu heldur sak- fræðingur. Ég lifi af því að verja allt það fólk, sem brandararnir, sem þér minntust á, fjalla um. - Það hlýtur að vera skemmtilegt starf. — Ojá, en maður verður nú samt þreyttur á því til lengdar. Eruð þér hér í sambandi við starf yðar? — Nei-nei. Ég þurfti að taka mér dálítið frí, sagði hann og dreypti á whiskyinu sínu. Hvað starfið þér? Ég vinn á auglýsingastofu. — Sem hvað? — Ég bý til slagorð. Nei, hvað segið þér. Svona slagorð, eins og Pepsi Cola til dæmis? Ekki einmitt það, en eitt- hvað í þá áttina. Það er dálítið skrítið og sjaldgæft. Skiljið þér — svona lagað glymur í eyrunum á manni, en maður hugsar aldrei um það, að nokkur sitji við og semji þetta. É'g á við, að manni finnst þetta svo sjálfsagt. En þetta hlýtur að vera mjög spenn- andi atvinna. •—- Ojæja, sagði hún og brosti. — Það verður líka þreytandi, þegar til lengdar lætur. Hann leit á tómt glasið hjá henni og spurði: — Viljið þér ekki fá aftur í glasið? — Jú, takk, sagði hún. Hann pantaði og þau sátu stundarkorn þegjandi. Hljóm- sveitin kom inn í salinn og litlu seinna sagði hann: — Nú fáum við músik. Lang- ar yður til að dansa? — Ekki núna, sagði hún. — Ég sé á yður, að þér dans- ið vel. — Ég get bjargað mér. — Ég þori að veðja, að þér hafið verið í tímum. Framhald á bls. 34. 36. tbi. VXKAN 19 á kveikjara, rétti hann í áttina til hennar og sagði: — Má ég? Hún sneri sér til hálfs og þakkaði fyrir með því að kinka kolli lítillega. Jafnskjótt og hún hafði fengið eldinn í vindling- inn, sneri hún sér aftur við og tók whiskyglasið, sem hún hafði pantað. Andartaki síðar sagði maður- inn: — Geðjast yður að þessum munnstykkjum? — Hvað segið þér? — Ég á við munnstykkin á sígarettunum. — Ó, já — svoleiðis. — Mér finnst aldrei að maður finni bragð að reyknum í gegn- um munnstykki. — Jæja. Ég veit ekki. Ég hef ekki hugsað um það. Reykurinn er nú samt dálítið hreinni, er það ekki? — Jú, kannski, sagði maður- inn. Hann pantaði sér whisky og sóda og sagði: Eruð þér nýkomnar? — Já, ég kom rétt eftir há- degið. Er þetta í fyrsta skiptið, sem þér komið hingað til Mi- ami? Nei-nei, svaraði hún og brosti. — Ég hef verið hér oft áður. Eruð þér með manninum yðar, eða eruð þér kannski í svolítilli hvíldarferð upp á eig- in spýtur? - Ég er ekki gift. — Ekki? Hann brosti elskulega og hélt síðan áfram. Má ég kynna mig: Jack Fields. Hann rétti henni höndina. — Connie Davidson, sagði hún og tók í hönd hans. Handtak hans var þétt og heitt. Hann sleppti hönd hennar næstum samstundis. Jæja, svo að þér farið ein í sumarlevfi, sagði hann. Ég kem hingað á hverju ári. -.. Hvaðan eruð þér? Frá New York. -— Hvaða hluta? spurði hann. Þér eruð máski sjálfur frá New York? spurði hún.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.