Vikan


Vikan - 04.09.1969, Qupperneq 21

Vikan - 04.09.1969, Qupperneq 21
þarna í fjöllunum. — Aumingja stúlkurnar mínar koma líklega til með að morna og þorna í jómfrúdómi til eilífs nóns, sagði hann við blaðamenn, er sóttu hann heim nokkru áður en tókst að útvega manns- efnin. Erfiðleikar furstaættanna á þessum slóð- um eru mjög svipaðs eðlis og kóngafólks- ins í Evrópu: þær hafa í aldanna rás marg- blandazt hver annarri og reglurnar setja vissar takmarkanir varðandi skyldleika- hjónabönd. Dætur furstans voru nærstaddar, er hann rakti raunir sínar fyrir blaðamönnunum, og lögðu við eyrun, sem eðlilegt mátti kalla. — Að minnsta kosti sú eldri, sem Kalih heitir, verður að giftast inn í tigna fjöl- skyldu. Annars getur akkert barnabarna minna orðið höfðingi. Þá er sögu ættar minnar lokið. En stúlkurnar létu greinilega á sér skilja að sitthvað væri þeim meira virði en hrein- leiki ættarblóðsins. Önnur þeirra, sú yngri, kastaði sér að hnjám gamla mannsins. -— Lofaðu mér nú loksins að eignast mann, bað hún og bar sig illa. — Annars ríf ég hringana úr eyrunum! bætti hún við ógnandi. Furstinn varð ævareiður og henti báðum stelpunum út. Hótun þeirrar yngri var al- varlegri en ókunnugum hefði mátt virðast. Hjá Konjökum bera ungar stúlkur sem sé því aðeins eyrnahringa að þær vilji ekkert hafa með karlmenn að gera. Þegar ein furstadóttir er ioksins gift og gengin út, er ómögulegt að leysa upp hjóna- bandið. Þetta greinir hana líka frá kyn- systrum hennar í ættbálknum. Þær geta hvenær sem er stofnað til bráðabirgðahjóna- bands með hverjum þeim manni sem þeim líkar við. Jafn auðvelt er að leysa upp slík hjónabönd. Unga fólkinu er frjálst að þreifa fyrir sér í eins mörgum slíkum skyndihjónaböndum og því sýnist, unz það að lokum dettur niður á maka, sem það vill eiga fyrir lífið. Bráðabirgðahjónabönd- in standa mislengi yfir, allt frá einum degi upp í ár og lengur. Meðan þau standa yfir er eiginmaðurinn skyldugur til að sjá fyrir konunni, en hinsvegar getur hann neitað að ala önn fyrir börnum, sem koma undir á tímabilinu. Þeirrar undanþágu nýtur hann ekki í ,,alvöru“hjónabandi. Þegar einu sinni er komið út í alvöru- hjónaband, er líka mjög erfitt að fá skiln- að. Það tekst þó ef annað hjóna er staðið að hjúskaparbroti, strýkur að heiman eða ef eiginmaðurinn er mjög vondur við kon- una, ber hana og svo framvegis. Eiginmað- urinn getur og sagt skilið við konuna ef hún elur honum ekki börn. Opinberlega er ábyrgðin á þessu látin hvíla á konunni eingöngu, þótt svo hugsazt geti að það sé karlmaðurinn, sem sé ófrjór. Af þessum sökum þykir konum Konjaka það mikið mein að eignast ekki börn og hefur þetta leitt til þess að ákveðin stétt galdramanna hefur náð miklum vinsældum meðal ættbálksins. Þetta eru yfirleitt ung- ir menn og vel á sig komnir, og frjósemis- særingar sínar fremja þeir í kofa sjúklings- ins, að engum öðrum viðstöddum. Meðan á særingunum stendur innan dyra verður maðurinn konunnar að ganga hringinn í kringum kofann með bjöllu, sem hann hringlar og dinglar án afláts. Fullyrða Furstadæturnar í Waha Kori bcra ríkulegt höfuð- skraut. Eyrnahringirnir tákna að þær séu jómfrúr og vilji ekkert hafa mcð karlmcnn að gcra. Aðrar galdramennirnir að þeim sé ómögulegt að framkvæma særingarnar að nokkru gagni án þessarar tónlistar, sem vitaskuld yfir- gnæfir öll þau hljóð, sem göldrunum kunna að fylgja. Sagt er að sjaldan bregðist að þessar læknisaðgerðir hafi tilætluð áhrif: barn að níu mánuðum liðnum. En aftur til furstadætranna í Waha Kori. Nokkrum vikum eftir áðurnefnda heim- sókn litu blaðamennirnir aftur við hjá furst- anum, sem þá var í heldur betra skapi og skálaði við þá í rísvíni. — Ég hef fundið lausn, ekki góða að vísu en brúklega, sagði furstinn. — Þótt það sé neyðarúrræði, ætla ég að leyfa yngri dóttur minni að giftast ótignum manni héð- an úr þorpinu jafnskjótt og sú eldri, Kalih, er gift. — Hafið þér þá fundið handa henni höfð- ingjason? spurðu blaðamennimir. stúlkur ættbálksins mega taka af sér hringinn hve- nær sem þeim bezt líkar, en um prinsessurnar gegn- ir allt öðru máli. — Já, sagði furstinn stoltur. — Tongai heitir hann og er af þekktum ættbálki. Fólkið hans býr í frjósömum dal hinum- megin fjallsins. Síðan brá skugga fyrir á andliti gamla mannsins. — En Tongai er því miður aðeins tólf ára, bætti hann við hryggur. En Kalih kærir sig kollótta, og systir hennar segir blaðamönnunum orsökina. Þegar furstadóttir hefur loks fengið mann við sitt hæfi, fylgja því óneitanlega viss fríðindi. Ef eiginmaðurinn er ómyndug- ur, er konu hans heimill og frjáls aðgangur að frændum hans, mágum og öðrum ætt- ingjum unz hann sjálfur hefur náð viðun- andi þroska. Því Konjakar vita að holdið er veikt og heimtar sitt, þótt svo að um það kunni að renna heilagt blóð. dþ. 36. tbi. VIKAN 2J

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.