Vikan


Vikan - 04.09.1969, Page 28

Vikan - 04.09.1969, Page 28
ANDRÉS INDRIÐASON NÚTÍMABÖRN Söngflokkurinn „Nútímabörn“ hefur getið sér gott orð fyrir góð- an söng og skemmtilega sviðs- framkomu. Þau hafa víða komið fram og hvarvetna verið vel tek- ið. Hljómplata er væntanleg með söng þeirra innan tíðar. Kristinn Benediktsson tók þessa mynd af „börnunum" fyrir skömmu, þeim Drífu, Ágústi, Sverri og Snæbirni. JULIE DRI8C0LL í ágústbyrjun sl. komu út tvær hæggengar plötur í einu umslagi frá Julie Driscoll og tríói Brian Auger. Langt var um liðið síðan heyrzt hafði frá þessu ágæta fólki, sem um eitt skeið naut svo mik- ila vinsælda, en um leið og þessi stóri „skammtur“ kom á markaðinn, bárust þau tíð- indi, að sennilega yrði þetta síðasta plata þeirra. Verður slíkt vart skilið á annan veg en þann, að þau hafi í hvggju að hætta leik saman. Sú ráðstöfun, að setja tvær plötur í einu umslagi í um- ferð hefur sætt nokkurri gagnrýni, en talsverð brögð hafa verið að slíku að undan- förnu. Bítlarnir byrjuðu á þessu, en síðan sigldu aðrar hljómsveitir í sama kjölfarið, þ.á.m. Bee Gees með plötuna „Odessa“. Og nú eru það sem sagt Julie Driscoll og Brian Auger. Plöturnar tvær nefna þau „Streetnoise“, og eru á þeim sextán lög. Julie þykir syngja betur að þessu sinni en nokkru sinni fyrr, og er Framhald á bls. 30. Illillfllll IHIick Jamer í kviM Hér sjáum við Mick Jagg- er, söngvara Rollinganna, í hlutverki sínu í kvikmynd- inni um Ned Kelly. Leik- stjóri er Tony Richardson. Myndin er byggð á sannsögu- legum heimildum, en Ned Kelly var uppi á ofanverðri síðustu öld og gerði þá marga skráveifuna, sem fræg er orð- in, enda er hann þjóðsagna- persóna í augum Astralíubúa. Þótti mörgum innfæddum mjög ótilhlýðilegt, að Eng- lendingur skyldi fenginn til að fara með hlutverk hans í myndinni. En Tony Richard- son er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir, þegar kvik- myndagerðin er annars vegar. Mikki er annars hinn hress- asti þessa dagana og hefur að sögn haft mikla ánægju af að leika í myndinni. Aðdá- endum Rollinganna mun þykja goðið harla ófélegt á- sýndum, eins og það birtist í hlutverki skúrksins, og ekki er það ýkja hárprútt. Ekki þurfti Mikki þó að láta skera hár sitt vegna kvikmyndatök- unnar, því að hann notast við hárkollu. Með honum á myndinni er leikkonan Di- anne Craig, sem leikur eina af systrum hans í myndinni. Upphaflega var gert ráð fyrir því, að Marianne Faithfull færi með þetta hlutverk, en af orsökum, sem ekki varð við ráðið, varð svo ekki. ☆ 28 VIKAN 36. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.