Vikan


Vikan - 04.09.1969, Side 30

Vikan - 04.09.1969, Side 30
 Colgate fluor gerír tennumar sterkari við hverja burstun Spyrjiö tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. Humble Pie Framhald af bls. 29. í heild. Þannig segir Peter, að músikblöðin hafi haft meiri áhuga á að taka af sér mynd- ir og skrifa um það, hversu krúttlegur og sætur hann hann væri en að geta um hann sem hljóðfæraleikara. Steve er sama sinnis. Hann segir að félaga sinna hafi ekki verið getið, þegar rætt var um hljómsveitina. 011 at- hyglin hefði beinzt að sér. Og það hefði hann ekki þolað. Nú þega r þjáningabræð- urnir eru komnir í eina og sömu hljómsveitina, verður þess vandlega gætt, að allir liðsmenn hljómsveitarinnar fái sinn skerf af umtali og hrósi (ef um slíkt verður að ræða), og þess vegna birtum við hér mynd af þeim öllum, þar sem þeir eru að æfa undir nýju hæggengu plötuna sína, sem raunar er komin á mark- að núna. ☆ Julie Driscoll Framhald af bls. 28. greinilegt, að hún hefur orðið fyrir áhrifum af söng Ninu Simone. Sjálf hefur hún sam- ið nokkur laganna, þar á með- al lagið „A Word About Col- our“. Julie syngur einnig hið þekkta lag „Light My Fire“, sem bandaríska hljómsveitin Door gerði vinsælt á sínum tíma. Þá má nefna lagið „Let The Sun Shine In“ úr söng- leiknum „Hair“. Þvkir út- færsla Jools og Brians á þessu lagi frábær, og hafa margir bent á, að þetta lag ætti heima á tveggja laga plötu. Ekki er að efa, að hinir fjöl- mörgu aðdáendur Júlíu og Brians munu rjúka upp til handa og fóta, þegar þessi plata kemur í hljómplötu- verzlanir hér. ☆ Billy Preston Framhald af bls. 29. tók söngmáta hans sér t il fyr- irmyndar, þegar hann stofn- aði eigin hljóitisveit árið 196.5 og fór að láta að sér kveða. Hljómsveit Billy Preston kom um eins árs skeið fram í hin- um vinsæla bandaríska sjón- varpsþætti „Shindig“. Öðlað- 30 VIKAN 36- tbL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.