Vikan


Vikan - 04.09.1969, Síða 33

Vikan - 04.09.1969, Síða 33
JACOB’S Meira en 100 ára reynsla og kunnátta í að framleiða Jacob's Cream Crackers, er ástœðan fyrir bragði og gæðum þessarar afbragðs vöru. Kaupið pakka af Jacob's Cream Crackers og þér sannfærizt um bragð og gæði. Made In EngUnd by W 4 R Jacob & Co (l’poo’) Ltd. Llvtrpool England English. Cream Crackers NCT WEIGHT 7I/2 OZ • 213 g ortenlng, Malt, Salt, Baklng Powder&Yeait. MtapfNNA.ocfr.A«L Jacob’s Crtam Cracktrs fœsi i nœsiu búð. Tfltsi stlda ktxið á markaðinum ist Billy þá miklar vinsældir. Það var einmitt við upptöku á þessum þætti, að fundum Billy Prestons og Rey Charles bar saman. Ray þótti mikið til Billy koma, og bauð hon- um að koma í hljómsveit sína. Billy Prestons og Ray Charles um tvisvar! Meðan Billy lék með Ray Charles kom hann fram á hljómleikum og í sjón- varpi. Það var einmitt í sjón- varpsþætti Ray Charles, að George Harrison tók eftir Billy. — Þessi náungi er frábær, sagði hann. Gerið boð eftir honum! Síðan ekki söguna meir, þar til einn góðan veðurdag, að bankað er uppá heima hjá George. Þar var Billy Preston kominn. Mikil vinátta tókst með þeim félögum, og George fór að undirbúa upptöku á tveggja laga plötu, þar sem hæfileikar Prestons skyldu virkjaðir. Hann var ekki í neinum vandræðum með að útvega undirleikara. Hann fékk Eric Clapton, Ginger Baker, Keith Richard og Klaus Voorman. Og þegar þess er gætt, að þessir snill- ingar aðstoða Billy Preston á nýju plötunni hans, er eng- in furða, þótt útkoman sé góð. ☆ Frumleg plötuumslög Framhald af bls. 29. verzlunum, sem ekki vildu selja plötuna með hinu ósið- sama umslagi, að hafa annað umslag um plötuna, og geta kaupendur valið, hvort þeir vilja umslag með strípimynd eða ekki. En hugkvæmnin birtist í fleiri myndum en strípimyndum, góðu heilli. Meðfylgjandi mynd er eitt dæmi þess. Myndin er á um- slagi utan um nýja hæggenga plötu hljómsveitarinnar Jethro Tull. Hljómplötufyrir- tækið, sem gefur plötuna út, segir svo í auglýsingum: „Við hefðum getað notast við brún- an pappírspoka sem umslag og samt hefði þessi plata ver- ið hin bezta, sem Island Re- cords hafa gefið út“! Ása Finnsdóttir Framhald af bls. 11. förum við algjörlega eftir því sem stjórnandi viðkomandi dagskrár, — eða fréttamaður, — segir til um. Við höfum verið þrjú í þessu, og vinnum á vöktum, þannig að ég hef til dæmis unnið á jólum, pásk- um, hvítasunnu og fleiri tyllidög- um. — Þularstarfið er svo auka. Það vinn ég á tímakaupi, og kann vel við. Einu sinni var ég send til Finn- lands, til að vera þula á íslenzku kvöldi f finnska sjónvarpinu. Ég skemmti mér alveg konunglega. Þeir vinna það töluvert öðruvísi þar; ég var til að mynda ekki förðuð nærri eins mikið þar og hér og þeir taka meira en þessa einu mynd sem sést hér á skerminum. — Sú finnska var til dæmis ófrísk, og þeir tóku myndir af henni frá öllum köntum og hliðum, og enginn sá neitt athugavert við það. Mér þætti gaman að sjá hvernig fólk hér yrði í framan ef birtar yrðu myndir af mér á skerminum eins og ég lít út frá hvirfli til ilja eins og stendur. Svo samdi hún allar kynningar sjálf, og í lok þessa íslenzka kvölds, sem var laugardagskvöld, óskaði hún þeim sem voru ef til vill að fara eitthvað að skemmta sér, góðr- ar skemmtunar og svo framvegis. — Tæki ég upp á að gera svona rós- ir hér, myndi fólk ábyggilega halda mig í kippnum! — Ef ég er ekki að vinna, þá er ég hér heima að hugsa um heimil- ið; dunda við að sauma út og prjóna. Ég lærði vefnað meðan ég var í Svíþjóð, og hef hug á að læra það eitthvað meira. Þá langar mig einnig að fara á sauma- og sníða- námskeið, en það hefur bara aldr- ei gefizt tími til þess. En kannske eftir að börnin eru komin á legg." Hún hlær dátt. Ása er ákaflega brosmild stúlka, kát og fjörug og hefur gaman af pop-músik. Þýðir tónar, sem sumir kalla raunar „bítlagarg", líða um stofuna, upp eru teknir vindlar og drukkið meira kókakóla. Jóhannes og Ijósmyndarinn eru í hrókasamræðum um, ja, hvað annað en Ijósmyndun?, en mér tekst þó að skjóta á hann einni og einni spurningu. Hann er fæddur og uppalinn Reykvikingur, og varð stúdent frá M. R. árið 1966. Svo fór ég f lögfræðideild Há- skólans, hreinlega af þvf að ég vissi ekki hvað mig langaði f. Enda kom 38. tbj. VIKAN 33

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.