Vikan


Vikan - 04.09.1969, Qupperneq 45

Vikan - 04.09.1969, Qupperneq 45
laust að kalla, verður það ör- ugglega umdeilt, og það svo,. að okkar daga í’ræga pilla verður sem lijóm eitt í saman- burði og það þótt sleggjudóm- urpáfa sé hafður í huga. Því PG verður notað EFTTR að frjóvgun hefur átt sér stað. Það verður kallað fósturláts- meðal, fósturmorðingi, barna- morðingi, og allt þar fram eft- ir götunum. Það verður rifizt um það svo freyðir um munn- vikin, hvenær egg og sæði Arerða nýtt líf, hvort það er þegar eggið frjóvgast eða þeg- ar eggið festir sig í slímhúð legsins eða . . . eða . . . eða . . . En menn eru ekki á því að fara yfir brýrnar fyrr en kom- ið er að þeim, og reiknað er með, að stríðið um PG þrýsti- frevðið hefjist ekki fyrr en eftir fimm ár. Firnm ár eru senr sagt sá tími, sem íslenzkir bændur hafa til að átta sig á hlutun- um og korna sér upþ vænum hrútastofni. Ekki skiptir lík- lega miklu máli, hvort hrút- arnir verða vel eða illa vaxnir í þessum tilgangi, aðalmálið að þeir hafi rétta kirtla á rétt- um stöðum. Ennfremur væri livggilegt fyrir sláturhús landsins að koma sér upp efnavinnslustofum (laborator- ium) til þess að vinna PG-ið úr kirtlum hrútanna og jafn- vel búnaðarsamtökin eða önn- ur samtök bændanna að hyggja að framleiðslu þrýsti- freyðis af þessu tagi til notk- unar innanlands og til út- flutnings. Og þar sem enn er hægt að brosa í fimm ár, áður en efnið kemur á markað: Hvernig lízt vkkur á þá hugmynd, að í fjölmörgum svefnherbergjum og kvenveskjum megi finna þrýstibrúsa með álétrunum svro sem: Mótlyj gegn þunaun. .Inniheldur PG úr íslenzku sauðfé. 100% öruggt. Notizt samkvæmt læknisráði. Slát- urfélag Suðurlands. Eða auglýsingar sem þessa: Notið SS PG. Stéttasamband bænda. Allt er þetta í gamni sagt. En þá tekur nú af gamanið, ef kornið verður á fót PG einkasölu á borð við Græn- metisverzlunina! Þá má bú- ast við, að komandi kynslóð verði fúl! "fc LANDROVERINN MYNDUGUR Þá er blessaður Land-Roverinn loksins orðinn myndugur. Hann kom imdir á Engilsey (Isle of Anglesey) snemma árs 1946, fyrstu hreyfinga hans varð vart í Solihull ári síðar, en hann leit síðar dagsins ljós á bílasýning- unni í Amsterdam í apríl 1948. Síðan hefur hann alltaf verið að stækka og þroskast og vaxa að náð og vinsældum. Fleiri týpvu- eru til af Land-Rover en sú, sem við þekkjum bezt hér heima — og sem einhvern tíma var sagt, að í Rover verksmiðjunum væri kölluð „Icelandic Standard“ — og birtum við hér myndir af fimm þeirra. En aðalmyndin er auðvitað barnamynd af Land- Rover. Takið eftir því, hvað geyið hefur verið lítill sem lé- barn — og stýrið fyrir miðju! 36. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.