Vikan


Vikan - 04.09.1969, Síða 50

Vikan - 04.09.1969, Síða 50
svo hann frestaði hinu illa og opnaði bréfið ekki strax, en lagði spurn- ingar fyrir manninn, sem Monsieur d'Arreboust hafði leitt að bekk. Hann var úr hópi trúaðra manna og ungra drengja, sem boðið höfðu trúboðinu þjónustu sína í eitt ár eða meira, tii að verða sér úti um syndaaflausn. Þessi maður Pacific Jusserand hafði nú unnið fyrir föður Orgeval i fjögur ár. —• Hvernig vissi faðir Orgeval að ég var í Wapassou? spurði Möltu- riddarinn. Maðurinn sneri ákaflega bólgnu andliti sínu að honum og svaraði stoltur: — Þér vitið fullvel að faðir Orgeval veit allt. Englarnir segja honum allt. Angelique hreinsaði brunann á þrútnum augnalokum hans og iagði á þau svalandi bakstra, siðan gaf hún honum súpu og koníak og hann borðaði með bundið fyrir augun, sat beinn og góður með sig. Angelique fannst hann þegar í stað fráhindrandi. Hann hafði svarað öllum hennar spurningum, raunar öllu sem hún sagði við hann með einsatkvæðisorðum og sýndi ekkert lífsmark, nema þegar húsbóndi hans, faðir Orgeval var nefndur. Hún komst að því síðar, að faðir Orgeval, sem sjálfur var mjög athyglisverður og lærður prestur, sýndist gera í því að safna að sér óhefluðum og ófélagslyndum mönnum og það var fyrir millgöngu þeirra, sem hann sýndi hina skuggalegustu og sjúkleg- ustu hlið eðli síns, sem annars bar ekki á. Faðir Le Guirande og faðir Louis Paul Maraicher voru menn af þessu tagi og þeir léku mikilvægt hlutverk 3 baráttu hans við að varðveita Akadiu og Maine fyrir kat- ólsku kirkjum og konung Frakklands. Þess er vert að geta að þessir tveir prestar og Pacific Jusserand dóu allir sviplega í þessari baráttu. Síðar varð það spurning, hvort þessi maður sem „vissi allt“ hefði ekki verið fyrstur til að „sjá“. hvað myndi óhjákvæmilega gerast, þegar hann skrifaði Loménie Chambord á eftirfarandi hátt til að vara hann við. — Kæri vinur, stóð i bréfinu. — Ég hef komizt að því að þú náðir til staðarins, sem kallaður er Wapassou, þar sem Peyrac og menn hans leituðu skjóls eftir ófarirnar, við Katrunk. Ég treysti því að það hugrekki, sem þú hefur sýnt með því að rata til hans, þrátt fyrir veturinn, verði ekki ólaunað. Engu að síður skrifa ég þér til að grátbiðja þig að sýna ekkert veikleikamerki varðandi þær ákvarð- anir, sem þú verður að taka. Ég skelf af ótta við að þú kunnir að verða fórnarlamb einhverra lævíslegra framsetninga, sem ég veit ekki hverjar munu vera og falskrar hugmyndar um dyggð, sem þess- ir ævintýramenn kunna að sýna, til að laumast inn í raðir okkar og eyðileggja málstað okkar. Þegar ég hitti þig i Quebec varstu til- búinn að taka fullyrðingar Monsieur de Peyracs um vináttu sem sönnun fyrir tryggð hans, en síðan þá hefur hann vegið Pont-Briand einn af. mönnum okkar og hefur gert frekari landhögg í Nýja- Frakklandi. Þú sagðir, að í honum sæir þú mjög mikilhæfan mann, sem ætti það takmark eitt að þróa auðlindir ósnortins lands. En til hags hvaða konungi vinnur hann? Til dýrðar hvaða trúarbrögðum? Og þar að auki virtist návist konu á þessum slóðum ekki hafa nein áhrif á þig, að minnsta kosti ekki á þann hátt, sem ég hafði vonað. Þú sagðir að í þeim sæir þú ekki annað en hjón eins og hver önnur eða öllu heldur til meiri fyrirmyndar en önnur og þú talaðir hátt- stemmdum orðum um styrk tilfinninganna, sem þú skynjaðir milli þeirra, sem tengdi þau fjötrum óbugandi ástar. Jæja þá, það má vera; setjum að svo sé og ég mun nú ræða um þessa tilfinningu. Lítum á þann lævísa þokka, sem er fólgin í að dulbúa hið illa, til að líta út sem gott, gamla brellu, sem þú virðist hafa fallið íyrir í þinni fremur barnalegri einlægni. Þú sagðir mér hvað eftir annað að það sem þú dáðist að hjá þessum manni væri, að hann væri frjáls, sannarlega frjáls. En hefur ekki verið sagt að djöfulleikinn sé eingöngu fólgin í vandamáli frelsisins? Samkvæmt þvi sem heilagur Tómas sagði gekk þó Satan sjálfur ekki svo langt að verða guð? E'n Satan ætlaði að halda sínum heiðri og sinni hamingju fyrir sig einan. ÞAÐ EH HANS VISSA OG ÖR- IÍGGA EINKENNI. Ég veit ekki hvort þú finnur að hve miklu leyti þessi ást, sem þú skynjaðir milli þessa fólks, sem hefur opinberlega aðskilið sig frá guði, jafnvel í þeim mæli að veita óvinum barna- trúar sinnar hjálp, getur afskræmzt, getur beinlínis orðið móðgun við guð. Engin vera ætti nokkri sinni að dá aðra, heldur aðeins guð, spillt ást er engin ást. Og þetta er nákvæmlega það sem mesta og alvarlegast ógnunin liggur í og það sem ég þykist hafa skynjað siðan þetta fólk sté á land okkar i frönsku Akadíu sjálfa. Með því að halda uppi slæmu fordæmi, leiða þau einfaldar sálir á villigötur, á afvegu frá þeirri hamingju, sem ekki er af þessum heimi og við getum aðeins öðlazt í guði við dauðann. Hér er ég gripinn miklum kvíða, því setjum svo að það sé einmitt með þessari mildi, þessari blíðu, sem snertir þig að kvendjöfullinn leggur sinar lævísustu gildrur. Hvað ef hið illa væri að sýna sitt mest lokkandi andlit í þeirri þekkingu, sem þú dáir svo mjög hjá þessum manni? Allir guðfræð- ingar eru sammála um að, guö lét hinu illa eftir vald sitt yfir ]>eJck- ingunni og holdinu, konunum og auöœfunum. Og það er þessvegna, sem kirkjan í vísdómi sínum og hógværð neitar að láta konum í té völd eða áhrif, því hvert það þjóðfélag, sem gæfi konum þvílík rétt- indi myndi þar með gefa sig á vald öllu því, sem konan er fulltrúi furir. Það er að segja holdinu. Og þaðan í frá er fallið nær, fallið blindustu villimennsku. Hold og hjáguðadýrkun; þetta eru hætturnar, sem bíða andans, er látið hefur undan freistingum hins kynsins, án tillits tíl þess hverjar þessar siÖferSilegu eöa holdlegu freistingar kunna aö vera. Það vil ég undirstrika. Aðdáun þín á Madame de Peyrac, sem ég þóttist greina nokkra þrá í, að hve miklu leyti er hún holdleg fýsn? Glataði ekki Pont-Briand sálarró sinni og síðan lifinu hennar vegna? Ég verð þessvegna að minna þig á að jarðneskar nautnir eru til þess að sveigja okkur frá því eina sanna marki sem við ættum að stefna að; hinni persónulegu frelsun okkar í sameiningu við frelsun heimsins — að hlúa að blómum sálarinnar, sem til Þess að ná guði, verður að frelsa sig úr fjötrum holdsins. 50 VIKAN 36-tbl- Lestu aftur fimmta kafla Galatabréfs Páls postula og þar finn- urðu umhugsunarefni: „En ég segi: framgangið í andanum, og þá fullnægið þér alls ekki gimd holdsins. Því að holdið girnist gegn andanum, og andinn gegn holdinu, því þetta stendur hvort gegn öðru, til þess að Þér gjörið ekki það sem þér viljið. En ef þér leiðizt af andanum eruð þér ekki undir lögmáli. En holdsins verk eru augljós og eru þau: frillulifi, óhreinleikur, saurlífi, skurðgoðadýrkun, fjölkyngi, fjandskapur. deilur, metningur, reiði, eigingirni, tvídrægni, flokkadráttur, öfund, ofdrykkja, svall og annað þessu Líkt; og um það segi ég yður fyrir, eins og ég hef áður sagt, að þeir sem slikt gjöra, munu ekki erfa guðs ríki. En ávöxtur andans er: Kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðviLd, trúmennska, hógværð, bindindi; gegn slíku er ekk- ert lögmál. En þeir sem eru Krists Jesú, hafa krossfest holdið með ástríðum þess og girndum". Og hverju gæti ég svosem bætt við orð hins mikla postula? Svo ég lýk þessu með því að segja: Kæri bróðir, ég bið þig, já ég bið þig að frelsa oss frá þeirri hættu sem Peyrac greifi er okkur öllum, er Kanada, erf sálum þeirra, sem við berum ábyrgð á. Hann er á engann hátt fyrsti ævintýramaður eða fyrsti villutrúar- maður sem kemur á þessar strendur, en ég hef eindregið á tilfinn- ingunni að nema við gerum honum þegar í stað ómögulegt að vinna meiri skaða, muni ég vegna hans, vegna þeirra sjá allt mitt starf í Akadíu hrynja fyrir augum mér og þeir muni koma í kring ósigri mínum og dauða. Ég sé það og finn það. öll réttindi áskilin. Opera Mundi Paris. ... og svo sendum við beztu kveðjur, frá hinu sólríka suðri! V--------------------------------------------------^

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.