Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 36
aði Saunders aðeins tií á
borðinu hjá sér og fór að
háma i sig. Hal stóð hljóður
hjá og eftir smá stund varð
Saunders óþolinmóður:
„Fisher, láttu mig i friði
. . . ég hélt að þú værir i
máli?"
„Ég held að ég sé með ein-
hverja glætu i Evans-málinu,
herra," sagði Hal og útskýrði
fyrir yfirmanni sínum allt
um lausaleiksbarnið og end-
aði með að segja:
„Ég hef ekki trú á að
dómsmálaráðuneytið hér hafi
eyðilagt allar skýrslur. Er
ekki hægt að fá lögregluyfir-
völdin til að fá ráðu-
neytið til að gefa okkur upp
nafn fjölskyldunnar sem
ættleiddi barn Nancy Ev-
ans?"
„Til hvers andskotans? Það
eru hundrað ár síðan, svo
hvað getur það haft með
þetta brjálæðislega morð
hennar að gera?"
„Ég veit ekki. Ef til vill er
ekki nokkurt samband þar á
milli. En það voru einu mis-
tökin sem Nancy Evens gerði
nokkru sinni, svo ég hef trú
á að það sé hlekkur. 1 öll
þessi ár lifði Nancy eins og
. . . ja, eins og nunna, sífellt
að reyna að refsa sjálfri sér.
En í síðustu viku sagði hún
einni stúlkunni á skrifstof-
unni að kraftaverk hefði
skeð; hún virtist æst og
ánægð."
„Og hvað með það?"
„Ef maður tekur tillit til
þessa vanabundna lífs sem
Nancy Evans lifði, hvaða
„kraftaverk" getur hún hafa
talað um, nema kannske það
að hún sá dóttur sína?"
„Fisher, ert þú orðinn vit-
laus? Þessi Nancy var trúar-
ofstækismanneskja, svo hvað
sem er hefur henni getað
fundizt kraftaverk. Hún var
búin að gefa barnið sitt burtu
svo gott sem um leið og það
fæddist, og svo segir þú mér
að hún myndi þekkja stúlk-
una aftur 16 árum siðar!"
Hal hristi höfuðið. „Ég er
ekkert að halda þvi fram að
þetta sé lausnin, aðeins til-
gáta. Ef til vill lítur stúlkan
út nákvæmlega eins og Nan-
cy þegar hún var 16 ára."
„Það er hálf brjáluð kenn-
ing, en segjum að þú hafir
rétt fyrir þér: Við vitiiin ekki
hvr,rt Nancy Evans reyndi að
komast í samband við stúlk-
una; við vitum að ungfrú Ev-
ans sat allan laugardaginn i
kirkju; og segjum lika svo
að Nancy hafi talað við
stúlkuna, hvers vegna ætti
dóttirin að hafa áhuga á því
að drepa móður sína?"
„Saunders, eins og þú seg-
ir, þá má vel vera að þetta
sé tóm tjara allt saman, en
Nancy Evans fór aðeins
tvisvar út yfir mörkin: Fyrst
þegar hún átti lausaleiksbarn
og síðar, þegar hún var myrt.
Og ég held að það sé þess
virði að maður athugi málið
aðeins. Ég ætla mér að graf-
ast eins djúpt í þetta mál og
hægt er, og ég fer fram á að-
stoð þína."
Saunders saup duglega á
kaffinu og gretti sig. „Ert þú
viss um að þeir hafi ekki
dælt einhverjum óþverra i
þig, Fisher. Sjáðu til: Ég er
hér á kafi í leiðindamálum,
eins og ávísana- og lyfseðla-
falsi og bílaþjófnuðum. Og
ef við eigum að fara að fara
f ram á ráðuneytisaðstoð,
þýðir það að við lendum i
alls kyns veseni. Farðu sjálf-
ur til þeirra og sjáðu hvað
þeir segja."
Innan einnar klukkustund-
ar sat Hal Fisher, leynilög-
reglumaður fyrir framan
gamlan, horaðan fulltrúa og
sagði honum söguna.
„Það er ekki hægt að segja
neitt með vissu þar til við
höfum athugað málið ræki-
lega frá öllum hliðum. Reikn-
um nú með að fólkið sem
tók stúlkuna að sér, hafi
aldrei sagt henni að hún væri
ættleidd. Nú er hún 16 ára
og m.iög sennilega nákvæm-
lega eins í útliti og Nancy
Evans þegar hún var sextán
ára. Ef til vill hefur Nancy
séð hana út á götu, elt hana
heim og reynt að tala við
hana eða fósturforeldra
hennar. Pápi gamli er hrædd-
ur um að stúlkan verði fyrir
einhverjum leiðindum, svo
hann verður að skjóta Nan-
cy."
„Það myndi aðeins óður
maður gera."
„Vissulega, en honum gæti
hafa dottið í hug að ef til
vill myndi hann missa barn-
ið. Herra, ég veit að þetta er
ákaflega viðkvæmt mál; að
fá ráðuneytið til að láta mig
hafa leynilegar upplýsingar,
en við förum varlega með
allt saman og ef ekkert er til
í getgátum minum, er eng-
inn skaði skeður."
„Ég skal tala við aðal-
stöðvarnar og sjá hvað þeim
finnst. Komdu aftur eftir
klukkutíma, Fisher."
Þegar Hal kom aftur,
spurði fulltrúinn: „Veizt þú
eitthvað um hús, Fisher?"
Hal hristi stórt höfuðið.
„Ég er með nafn f jölskyld-
unnar sem ættleiddi stúlk-
una; fékk það i gegnum
síma. Þau bjuggu í Syracuse
þangað til i siðustu viku,
þegar þau fluttu inn í nýja
íbúð, byggða af samvinnu-
félagi, ekki langt frá því þar
sem ungfrú Evans bjó. Svo
vel má vera að eitthvað sé
til í hugmynd þinni. En þú
verður að gera þér ljóst, að
þetta er algjört leyndarmál.
Ef okkur verða á mistök
springur allt i háalof t, en við
erum að fást við morðmál,
svo ég tel þetta nauðsynlegt.
Og — þetta verður að fara
ákaflega varlega með."
„Já, herra minn."
„Og til allrar hamingju
ert þú með þetta gifs á þér,
svo þú litur alls ekki út eins
og leynilögreglumaður. Þvi
sting ég upp á að þú látist
vera frá Húsnæðismálaráðu-
neytinu. Hjónin eru Robert
og Jane Norton. Þú ferð
þangað seinnipartinn í dag
og þykist vera að athuga
leka, sem kvartað hefur ver-
ið yfir. Ekki fara inn i Nor-
ton ibúðina; heldur vertu
öðru hvoru megin við hana
— það ætti að láta allt líta
vel út og eins ættir þú að fá
tækifæri til að sjá Norton-
hjónin. Og það eina sem þú
átt að gera er að skoða þig
um. Röng handtaka getur
haft ægilegar afleiðingar. —
Skilið?"
Hal kinkaði kolli.
„Ég skal útvega þér passa
frá Húsnæðismálaráðuneyt-
inu," hélt fulltrúinn áfram,
„og fá einhvern þaðan til að
gerast ábyrgan. Ein borgar-
stofnunin verður að þvo
hendur annarrar."
Rlokkin var ósköp venju-
leg múrsteinsbygging, með
útsýni yfir ána og fullkom-
inn öryggisútbúnað. Hal var
kominn þangað klukkan 4:30
og varð að tala við dyra-
vörðinn i gegnum dyrasím-
ann áður en glerdyrnar voru
opnaðar og hann komst inn
í litríkt anddyrið. Hann
sýndi manninum passann og
var sagt að bíða eftir hús-
verðinum. Hal gekk yfir að
pósthólfunum Norton-hjón-
in voru i ibúð 6D. Húsvörð-
urinn lét ekki sjá sig strax,
svo Hal gekk hljóðlega upp
á sjöttu hæð og hringdi á
6C. Ekkert svar og þá
hringdi hann á 6D. Ung
stúlkurödd kallaði:
„Pabbi, ertu kominn
heim?"
Stúlkan sem opnaði var há
og grönn, Ijóst og fallegt
hár, fölblá augu og hlýleg-
an, rauðan munn. Hal starði
á hana og átti i erfiðleikum
með að ná andanum. Hún
var lifandi eftirmynd Nancy
Evans. Stúlkan varð vand-
ræðaleg og sagði:
„0, ég hélt að þú værir...
eh, hvað var það?" Röddin
var hlýleg.
Hal tók upp passann með
hægri höndinni og róttí
stúlkunni. „Við höfum feng
ið nokkrar kvartanir yfir
leka og súg á hliðinni sem
snýr að ánni. Mér þætti vænt
um að fá að ganga úr skugga
um það hér."
Hann hafði starað svo
ákaf t á andlit hennar, að það
var núna fyrst sem hann tók
eftir þvi að hún var klædd
þannig að hver lín'a sást, Ef
hún var ekki nema 16 ara,
hafði hún ábyggilega náð
fullum þroska líkamlega —
og það góðum þroska.
„Jú, gjörðu svo vej, herra
minn," sagði hún og bætti
svo við: „Farðu várlega með
handlegginn á þér — hvað,
féll hús á þig?"
„Já, eitthvað svoleiðis."
Hal fór á eftir henni ifm í
smekklega og þægilega stofu,
með glervegg á móti ánni.
Allt benti til þess að Norton-
hjónin hefðu sæmilegar
tekjur.
Veik konurödd kallaði úr
öðru herbergi: j,Hver var að
hringja, elskan?" :
36 VIKAN 2-tbl-