Vikan


Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 08.01.1970, Blaðsíða 3
2. tölublað - 8. janúar 1970 - 32. árgangur VIKAN í ÞESSARI VIKU VIKAN birti fyrir nokkru greinar um merka landkönnuSi, til dæmis Livingstone og Stanley, sem báðir könnuSu myrkviSi Afríku. I þessu blaði verður fjallað um baron Adolf Erik Norden- skjöld, sem fyrstur manna hafði það af að sigla meðfram ströndum Evrópu og Asíu út í Kyrrahaf. Þetta er hin svokallaða Norðausturleið, sem margan hefur heillað. Við hölclum áfram með palladóma Lúpusar í þessu blaði og er þá fjallað um utanríkisráðherra og fyrrverandi formann Alþýðuflokksins, Emil Jonsson. Þar næsti þáttur birtist mjög fljótlega, og þá er röðin komin að Eysteini Jónssyni, fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins. I þessu blaði Ijúkum við greinaflokkinum um Gretu Garbo, en þá birtist fjórði hluti hans. Þessar greinar eru byggðar á bók, sem nýlega er komin út og hefur vakið mikla athygli erlendis. Hún varpar alveg nýju Ijósi á hina frægu og vinsælu kvikmyndaleikkonu Gretu Garbo, sem enn á sér aðdáendur um allan heim. I NÆSTU VIKU Thomas Edward Lawrence, eða Arabíu-Lawrence eins og hann er oftast kallaður, er með dularfyllstu persónum þessarar aldar. Ráðgáturnar héldu áfram að hlaðast upp í kringum hann fram í andlátiS. Undir forystu hans gerSu bedúínar uppreisn, sem vafin er miklum ævintýraljóma. ViS birtum grein um Arabíu-Lawrence í næsta blaSi. „Bóndi þekkti móSur sína vel. Hann vissi hversu Iffseig hún var, og að hún lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Hann vissi, að hún gæti haldiS út eina viku enn, hvaS sem læknirinn segSi . . . ." Þetta er brot úr snjallri sögu, sem viS birtum í næsta blaSi. Hún er eftir sjálfan meistara smásögunnar, Maupassant. Nú hefur ÁrnagarSur veriS formlega tekinn í notkun; húsiS, sem hýsa skal handritin okkar fornu, sem svo mikiS og of' hefur veriS um deilt. MeS því ætti að skapast önnur og betri aðstaða fyrir þá sem vilja helga sig íslenzkum fræðum. í næsta blaði segjum við ögn frá manninum, sem fyrstur gat stundað íslenzk fræSi og ritstörf þeim lútandi frá unga aldri, Jóni Grindvtkingi. í FULLRI ALVÖRU DOMSDAGUR f NÁND? Ekki eru margar vikur síðan merkir vísinda- menn í sjálfum Bandaríkjunum spáðu því i fullri alvöru að ekki myndi líða nema svo sem áratugur unz allt lif sjávarins yrði útdautt af völdum þeirra margvíslegu eiturefna, er stór- iðja hins hraðfjölgandi mannkyns gefur af sér og í hófunum lenda. Og enn skemmra er síSan aðrir vísindamenn, engu ómerkari, spáSu aS innan fárra áratuga yrSi andrúmsloftiS orðið svo gagnmettað óhollum dömpum svipaðs upp- runa, aS engri manneskju yrSi líft utan dyra nema með gasgrímu. ÞaS er ekkert nýtt aS heimsendi sé spáS; hann er aS finna í kenningum margra trúarbragða og hvaS eftir annaS í sögu kristninnar hafa kenni- menn hennar taliS hann yfirvofandi. En aS þessu sinni eru spámennirnir ekki fljóthuga trúmenn, heldur sprenglærSir vísindamenn og aSrir kald- hyggnir rökhugsuSir. ÞaS er þvi til lítils að af- greiða kenningar þeirra sem nokkurt venjulegt svartagallsraus. Það er íslenzkum stjórnarvöldum til meira en lítils sóma að þau létu fulltrúa sína á Allsherj- arþingi Sameinuðu þjóðanna flytja tillögu um að gerðar yrðu ráðstafanir til að hindra mengun siávarins, einmitt skömmu eftir að fyrstnefnda hryllispáin var birt almenningi. Þetta er lofs- vert framtak og stendur að vísu fáum nær en Islendingum, sem byggja efnahag sinn og til- veru sem sjálfstæðrar og sérstakrar þjóðar á afurðum sjávarins. Það segir sig því sjálft hvert framhald mannUfs á íslandi vertSur eftir að út- hafiS er orSiS aö úldnum og eitruSum forarpolli, þar sem ekkert líf þrifst. Eitt er nokkurnveginn öruggt, og þaS er aS heiminum verSur ekki bjargaS ef haldiS verSur áfram tryggS viS þær reglur í alþjóðapólitík sem voru í góSu gildi á nftjándu öld, en eru nú löngu orSnar stórhættulegur klafi á þessum heimi æsilegs og hraSvaxandi hraSa. KjörorSiS verS- ur aS vera: einn heimur eSa enginn. Hreppa- pólitík í alþjóSaviSskiptum,. sem leiSir af sér aulalegar styrjaldir og níSingsverk og bindur gífurfegt fjármagn í drápstækjum, verSur aS vfkja, en viS aS taka raunhæf samtök allra heims- hluta, allra þjóða, til aS bægja meS samstillt- um átökum aSvífandi ófreskjum frá dyrum mann- kynsins. Tillaga íslands á Allsherjarþinginu var lofsvert framlag i þá átt, og vonandi verSur meira gert af okkar hálfu í sama tilgangi. dþ. rUKoltJAN ForsíSumyndin er af hljómsveitinni Trúbrot, en í opnu þessa blaðs er rætt viS Gunnar Þórðarson um „eiturlyfjanautn" sumra meSlima þessarar frægu hljómsveitar. VlRAINI Útgefandi: Htlmir hf. Ritstlórl: Gylfi Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald m; óniar Valdimarsson. Útlitsteiknlng: llall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Jensína Karls- dóttir. — Rilsljörn, auglýsingar, afgreiSsla og dreif. ing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð f lausasölu kr. 50,00. Áskriftaxverð er 475 kr. fyrlr 13 tölublöð ársfJórSungslega, 900 kr. fyrlr 2« tölublöS misserislega. ÁskrlftargjaldiS greiðist fyrir- fram. Gjaidd. eru: Nóvember, febrnar, mai og agújt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.