Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 5

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 5
 0 vísur vikunnar Ágengni vetrarins angrar menn og ill er færðin í borginni dreymir því margan dapurt enn og drekkir í víni sorginni. Sjómönnum lætur lífið bezt ef loðnan rænir þá hvíldinni en þeir sem um hag vorn hugsa mest eru hættir að treysta síldinni. Dynur í lofti dagur nýr og dregur úr sárustu neyðinni úr mannheimi bráðum myrkrið flýr og minkurinn er á leiðinni. FOTBOLTASTÚLKA f TOPPKLASSA Það eru ekki aðeins karlkyns knattspyrnumenn sem eru eftir- sóttir af öllum mögulegum liðum og kaupsýslumönnum. heldur eru konurnar komnar í „brans- ann“ líka. Ein bezta knattspyrnu- kvinna Ítalíu — og væntanlega í heimi — er hin 13 ára gamla Patrizia Rocchi, sem leikur með Mílanóliðinu Sanyo. Armað lið, Caglieri á Sardinu, bauð nýlega 7 milljónir líra, tæplega 1.000.000 ísl. kr.. i hana, en Patrizia af- þakkaði. íafnvel þó betta sé hæsta upphæð sem nokkru sinni hefur verið boðin i kvenkyns knattspyrnuleikara. Sagði une- frúin við tækifærið að henni líkaði vel að keppa með Sanyo og hefði ekki hugsað sér að skipta næsta árið, að minnsta kosti. En hT-er ve’t nema nen- ingarnir verð: þá öllu yfirsterk- ari? SAGBAÐ FYRIR GIGTVEIKA Heitar, blautar sagspænir eru meðal við öllum mögulegum kvillum, uppástendur Japaninn Yasuo Kiriyama, sem nýlega hefur opnað fyrstu „sagspæna- klínik“ í heiminum, í Tókýó. Kiriyama er annars sérfræðing- ur í meðferð gigtarsjúklinga og nú treður hann viðskiptavinum sínum í sag upp í háls og lætur þá liggja í súpunni í nokkra klukkutima. Aðstoðarstúlka hans gengur um með hrífu og rakar að og frá kúnnunum jafnframt því sem hún strýkur sveitt enni þeirra. Kiriyama stendur á því fastar en fótunum að þessi að- ferð sé mun hollari og árangurs- rikari en venjuleg gufuböð. En mikið assgoti hlýtur þetta að kitla. ☆ APASPIL Á hverju ári er haldin mikil skautasýning í Vínarborg, Wien- er Eirevue. Vinsælasta atriðið á þessari sýningu er ísknattleiks- keppni á milli tveggja sjimpansa- liða. Mark„maður“ annars liðs- ins er kallaður Hunter og í hvert skipti sem hann verður fyrir því óhappi að missa kúluna í netið gengur hann berserksgang og lemur allt og ber, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Svona lætur hann þangað til félögum hans hefur tekist að skora líka. Betra er að taka fram, að Hunter lætur sér alltaf nægja að berja utan markið sitt — aldrei mót- herjana eða dómarann eins og stundum brennur við, jafnvel hér á íslandi. ☆ 12 tbl- VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.