Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 46
Skíðaferð Skemmtisigling til ísafjarðar Hinn 15. april fer Farþegar búa í M.S. Gullfossi M.S. Gullfoss í sérstaka allan tímann. skemmtisiglingu með Kvöldvðkur, dans og margs konar skemmtanir fyrir farþega um borð í skipinu. Veizlumatur á borðum. skiðafólk til ísafjarðar. í ferðinni verður skíða- kennari, sem leiðbeinir þeim, sem þess óska. Verð frá kr. 3.370,00 Fæði og þjónustugjald innifalið. Allar nánari upplýsingar veitir: FARÞEGADEILD EIMSKIPS, SlMI 21460 H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS rit okkar. Ég skil auðvitað mætavel, að hæfileikar yðar verða að fá að marka stefn- una.... en þar eð líkurnar til að þér getið látið okkur hafa sögur við okkar hæfi, verða sífellt minni, getum við sjálfsagt orðið ásáttir um það, að við hættum að senda yður mánaðarpeningana frá byrjun október að telja. Þarna stóð Jack uppi með fimm manns á framfæri og án þess að hafa nokkrar fast- ar tekjur. — Hjá mér byrjar nýja árið (1902) með nýjum 46 VIKAN 12-tbl- áhyggjum og vonbrigðum, skrifar hann. Hann skuldaði 3000 dollara, þvi að ein af ógæfum hans var sú, að mönnum geðjaðist vel að honum og báru traust til hans og veittu honum því gjaman gjaldfrest. E|n það sem mest þjáði hann, voru hin sívaxandi vonleysisköst, sem gripu hann æ þyngra og þyngra. í örvæntingu sinni skrif- aði hann önnu Strunsky: — Hvað er eiginlega þessi efna- fræðilega þróun, sem menn kalla líf? Það er ekkert und- arlegt, þó að veslings mann- kindin hafi á öllum öldum orðið að búa sér til guð, sem svar við þessari spumingu. Það er svo þægilegt að grípa til guðs, þegar þarf að skýra þetta allt. En hvað þá um okkur, sem engan guð eig- um? Það er lítil ánægja í þvi að vera efnis- og einhyggju- maður nú á tímum. Frá sjónarmiði rithöfund- arins hafði hann þó ekki mikla ástæðu til að kvarta, því að í desember hafði „The Macmillan Company“, sem var eitt af stærstu útgáfufé- lögum Ameriku, farið fram á gefa út bækur hans í Ame- ríku og Englandi. Sem svar við þvi, hafði Jack sent þeim söguflokk frá Alaska, sem hann kallaði: „I hinum norð- lægu skógum“, og aðeins fimm dögum eftir að hann hafði skrifað önnu Strunsky þessar þunglyndislegu linur, tilkynnti „Macmillan“, að þeir ætluðu að gefa út bók- ina, og þeir gengu inn á kröfu hans um 200 dollara fyrir- framgreiðslu. Þreytan var nú horfin, og hann skrifar: — Ég veit ekki, hvort „I hinum norðlægu skógum“ getur tal- ist framför frá fyrri bókum mínum, en ég veit, að í mér húa vísar að mörgum góð- um bókum, og að þær skulu koma fram, þegar ég hefi fundið sjálfan mig! I febrúar flutti hann aftur. Hann leigði sér hús í Pied- mont með 7 dagslátta jarð- skika, er lá mitt í stórum furuskógarjóðri, og annað lítið liús rétt hjá handa Flóru og Johnny Miller. — Það eru indælar svalir á húsinu, það- an sem sjá má út yfir San Francisco-flóann fimmtíu km i burtu og alla ströndina handan við hann . . . og allt þetta kostar ekki nema þrjá- tíu og fimm dollara á mán- uði! Það kom sjaldan fyrir, að gestarúmin stæðu auð í húsi Jacks. Allir voru velkomnir og vinahópur hans óx ört — en það gerðu reikningar hans lika. Þegar kaupmaður einn í Oakland skrifaði honum og krafði hann um 135 dollara, sem Jack skuldaði honum, sendi hann kaupmanninum skammarbréf, þar sem hann ásakaði hann fyrir að hafa móðgað sig og valdið sér óþæginda, og skipaði honum að bíða kurteislega, þangað til röðin kæmi að honum, þá slcyldi hann fá peningana, en ef hann færi að gera ein- hverjar kröfur og neitaði sér um frelcara lánstraust, fengi hann ekki einn eyri. Kaup- maðurinn lét blöðin fá bréf- ið, og þau gerðu mikið veð- ur út af þvi. Málið var tekið upp i öllum blöðum lands-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.