Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 7
varðandi frímúrararegluna. — Hvers konar félagsskapur er þessi frímúrararegla? Er þetta leynifélag eða hvað er þetta? Eg hef heyrt, að það sé mjög erfitt að komast í regluna og að for- tíð þeirra manna, sem æskja inn- göngu sé rannsökuð gaumgæfi- lega, áður en þeir eru teknir inn. Hvers vegna? Hvers vegna er þetta allt svona leynilegt? Er ekki bannað samkvæmt stjórnarskrá lýðveld- isins íslands að halda fundi, sem enginn, ekki einu sinni eigin- konur þeirra manna, sem í þess- ari reglu eru, fá neitt að vita um? Er eitthvað hæft í því, að húsið, sem þeir halda fundi sina í, sé svo rammbyggt, að það standi af sér snörpustu jarð- skjálftakippi, hörðustu loftárásir og svo framvegis? Ef þetta er satt, þá finnst mér ekkert at- hugavert við að halda, að þarna sé eitthvað gruggugt á ferðinni. Setjum svo, að mig langaði til að ganga í þessa reglu, hvað veit ég þá um í hvað ég er að ganga? Hvernig fara menn að því að fá upplýsingar um regluna? Hvaða skilyrði þurfa menn að uppfylla til þess að fá inngöngu? Er þetta aðeins fyrir þá, sem eru nógu ríkir? Eða geta allir, hvaða at- vinnu sem þeir stunda, gengið í þennan félagsskap? Hvað segja brunaeftirlitsmennirnir um það, þegar húsið er svona ramm- byggt? Er það ekki á móti lög- unum um brunaeftirlit að hafa hús svona rammbyggð? Félagar í SVEPS. Frímúrarareglan er ævagamall félagsskapur. Hún á rætur sínar að rekja allt til miðalda; var upprunalega félag iðnaðarmanna og þaðan er nafnið komið. En með núverandi fyrirkomulagi hefur reglan starfað allt frá átj- ándu öld. Fað er rétt, að starf- semi reglunnar er leynileg, en ekkert launungarmál er, hverjir eru félagar í henni eða hvar fundir eru haldnir. Hins vegar eru félagar innbyrðis bundnir þagnarheiti með sérstökum eiði. Ef bréfritari vill fá nánari upp- lýsingar um frímúrararegluna, getur hann flett upp í hvaða al- fræðiorðabók sem er. Upplýs- ingarnar hér að framan eru til dæmis teknar úr Britannicu, sem er nú víst til á öðru hverju heimili hér á landi. Reglan er fullkomlega lögleg, enda væri hún ekki Ieyfð annars, og óhætt er að fullyrða, að ekkert ósæmi- legt athæfi fer fram á fundun- um, sem haldnir eru í húsi regl- unnar við Borgartún. Og húsið, vel á minnzt! f sambandi við það fer bréfritari heldur betur villur vegar. Petta er gamalt iðn- aðarhúsnæði, sem frímúrara- reglan keypti en breytti innrétt- ingunum. Það kann vel að vera, að það sé rammbyggt og standi af sér snörpustu jarðskjálfta- kippi, eins og öll góð hús eiga að gera, en það er þá ekki sök frímúrarareglunnar. Ef bréfrit- ari vill ganga í félagsskapinn, ætti hann að skrifa frímúrara- reglunni. Hrútur og Jómfrú Kæra Vika! Getur þú sagt mér, hvernig maður og kona eiga saman, þeg- ar hann er fæddur í Hrútsmerk- inu, en hún í Meyjarmerkinu? Eg. Því er verr og miður að þessi merki eiga ekki sérstaklega vel saman, að því er fróðir menn á þessu sviði telja. Fólk í þessum merkjum botnar sjaldnast hvorí; í öðru, en að vísu er ekki úti- lokað að samband þeirra geti henpnazt ef kringumstæðurnar veita þeim fáa eða enga aðra kosti. Feimin - en aðeins viff hann Kæri Póstur! Mig langar til að snúa mér til þín með vandamál, — þú ert hvort sem er alltaf að ráða úr slíkum málum fyrir einhvern. Það er nú svo, að ég er hrifin af strák og hef verið það lengi. Gallinn er hins vegar sá, að ég er svo skelfing feimin við hann; veit ekki hvernig ég á að vera, þegar hann talar við mig eða er nálægt mér. Hvað á ég að gera til að hætta þessari feimni? Yf- irleitt er ég ekki feimin við fólk, aðeins við hann. Um daginn var hann eitthvað að fíflast við mig, og ég sagði ofurlítið. sem ég sé eftir að hafa sagt. Eg vil taka það fram, að hann er með ann- arri stelpu, og hann hefur ekki yrt á mig, síðan ég sagði þetta. Mér nægir að vera vinur hans og tala við hann. Hvað á ég að gera til að ná vinskap hans á ný? Vertu blessaður, Póstur minn, og þakka þér fyrir allt, gamalt sem nýtt. Ein úr Eyjum. Feimnin bendir til þess, að þú sért meira en lítið hrifin af hon- um. Og hætt er við, að þér nægi ekki til lengdar að vera vinur hans. Fyrst hann möðgaðist við þig vegna einhvers lítilræðis, sem þú hefur sagt, bendir það til þess, að hann sé eitthvað veik- ur fyrir þér. Reyndu að hafa samband við hann, í síma eða einhvers staðar, þar sem þið er- uð ein. Þar sem þú ert yfirleitt ekki feimin, ættirðu að geta harkað af þér og gættu betur tungu þinnar framvegis. BLÓMABÚÐIN DÖGG er meðlimur í Sendum um allan heim. Blómabúðin selur S. A. og Funa keramik. Allskonar gjafavörur. Blóm og skreytingar. Höfum í þjónustu okkar einn færasta skreytingamann landsins, Ásmund Jónasson, skreytingameistara. BLOHABUDIH DÖCfi Álfheimum 6 - Sími 33978 12. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.