Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 49

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 49
grunað að sá framsóknar- og mannúðarsvipur, sem stjórn Go- wons setti upp, væri ekki ekta, og sá grunur fékk byr undir báða vængi við það að nýja stjórnin gerði nákvæmlega ekk- ert til að láta þá, sem ábyrgir voru fyrir ofsóknunum norðan- lands, sæta ábyrgð fyrir glæpi sína. Giskað hefur verið á að ástæðan til þessa aðgerðaleysis hafi verið sú, að Gowon hafi ekki þorað að fyrirskipa rann- sókn á hrannmorðunum fyrir hernum, en í honum höfðu Hás- arnir nú tögl og hagldir og þeir kærðu sig vitaskuld ekkert um neina slíka rannsókn. íbóar voru líka andvígir hugmyndinni um tólffylkjakerfið, en í henni var gert ráð fyrir að Austur-Níger- íu yrði skipt í þrjú fylki, og næði eitt þeirra yfir byggðir íbóa, en hin tvö yfir lönd ann- arra þjóðflokka austur þar. Fram til þessa höfðu fbóar ráð- ið lögum og lofum í Austur- Nígeríu en með þessari skipan mála hlaut aðstaða þeirra þar mjög að veikjast. Stjórn Gowons sýndi verulega viðleitni til að mýkja íbóa og bauð þeim meðal annars að hverfa frá tólffylkjakerfinu, og þótt Ojukwu, leiðtogi íbóa, virt- ist um tíma hallast að samkomu- lagi, þá varð sú ákvörðun ofan á að halda fast við skilnaðinn við Nígeríu. Þrítugasta maí 1967 var svo lýst yfir stofnun lýð- veldisins Bíöfru, er ná skyldi yfir allt það svæði sem áður var Austur-Nígería. íbúar þessa svæðis voru þá um tólf milljónir, tveir þriðju hlutar þeirra fbóar, en þriðjungur af ýmsum smærri þjóðflokkum þeim skyldum, Ij- aw, Ibibio, Efik og fleirum. Byggðu þeir íausturhluta hins nýia ríkis og sömuleiðis strand- lengjuna, sem nú var orðin eft- irsóttasti bletturinn í allri Níg- eríu vegna olíunnar sem hafði fundist þar. Olían réði áreiðan- lega miklu um þá ákvörðun Oj- ukwus og hans manna að lýsa yfir sjálfstæði og jafnframt að krefjast Austur-Nígeríu allrar, enda hæpið að það hérað sem íbóar sjálfir byggja hafi mögu- leika til að standa á eigin fótum sem ríki. Olían herti Nígeríu- stiórn líka í þeim ásetningi að sleppa Bíöfru ekki lauSri og þessar sömu lindir, sem eru svo tærar að hægt er að ausa úr þeim beint á bílana, réðu mestu um afstöðu þeirra aðila erlendra sem stutt hafa stríðsaðila. Að öllu samanlögðu verður varla annað séð en málstaður Bíöfrumanna í þessu stríði hafi verið betri en andstæðinga þeirra, þótt ekki væri skjöldur þeirra hreinn. Bíöfrumenn héldu því fram að ásetningur Nígeríu- stjórnar, sem enn væri mjög undir áhrifum norðlenskra skuggaafla, væri alger útrýming fbóa. Þótt fbóar hefðu fulla ástæðu til að trúa þessu og hafi efalaust margir gert það lengi vel, þá höfðu þeir hér tvímæla- laust rangt fyrir sér. Greinilegt er að stjórn Gowons hefur engin slíkt hryllingsverk í hyggju, þvert á móti virtist hún frá upp- hafi reyna að ná hylli íbóa á svæðum þeim, er her hennar tók. Og þótt misjafnlega agaður her- mannalýður Lagosstjórnarinnar hafi framið og fremji enn ótal- in níðingsverk á óbreyttum borgurum í íbólandi, þá er ekki hægt að sjá að þar sé um skipu- lögð fjöldamorð að ræða, og raunar hefur stjórnin nokkra til- burði til að hindra glæpsamlegt atferli dáta sinna. Hitt er svo annað mál að eftir þær ofsóknir og svívirðu sem íbóar, sá þjóðflokkur Nígeríu sem langbest var fallinn til að leiða hana inn í nýja tímann, hafði orðið fyrir af löndum sín- um, þá var erfitt að krefjast þess af þeim að þeir hefðu nokk- uð með svoleiðis fólk að gera framar. Nígeríumönnum til máls- bóta hefur því verið haldið fram að ef íbóum hefði haldist þetta uppi hefði mátt búast við að af- leiðingin yrði upplausn í ger- vallri álfunni, en flest ríki henn- ar samanstanda líkt og Nígería af fjölmörgum ólíkum þjóð- flokkum og ættbálkum. Þessi röksemd sýnist nokkuð ein- strengingsleg. Flestir afrísku þjóðflokkanna eru of fámennir til að þeir hafi nokkra mögu- leika á að verða sjálfstæð ríki, en allt öðru máli gegnir um þá sem eru orðnir á stærð við með- alþjóðir í Evrópu, eins og raun- in er á um stærstu þjóðflokk- ana í Nígeríu. Ef einhver slíkur þjóðflokkur vill fara eigin göt- ur, er erfitt að neita honum um það, einkum ef það kostar slík ósköp sem orðið hafa í Bíöfru. Einn dekksti bletturinn á skildi fbóa er meðferð þeirra á áðurnefndum minnihlutaþjóð- flokkum Austur-Nígeríu. Fyrir sjálfstæðisyfirlýsinguna höfðu fbóar ráðið lögum og lofum í fylkinu og ekki verið minni- hlutaþjóðflokkunum of náðugir, sett þá hjá um framkvæmdir og þróunarhiálp. Minnihlutaþjóð- flokkarnir kærðu sig því ekkert um að verða með í hinu nýja ríki og leist miklu betur á tólf- f ylk j ahugmynd Nígeríustjórnar, sem gaf þeim færi á aukinni siálfstiórn. Þótt einstaka for- ustumenn þessara þjóðflokka hafi stutt Ojukwu (Effiong, síð- asti æðstráðandi Bíöfruhers. er þannig Ibibió), þá voru hinir miklu fleiri sem andæfðu honum eftir því sem til vannst. Vitað er að Bíöfrustjórn barði öll mót- mæli af hálfu minnihlutanna niður með harðri hendi; þannig drápu hermenn hennar við eitt tækifæri allmargt manna af Ibi- bio-þjóðflokknum, sem efnt höfðu til andmælaaðgerða. Þegar stríðinu lauk í janúar siðastliðnum, hafði það staðið BIBLÍAN - RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA er falleg myndabók í alþjóðaútgáfu og bezta ferm- ingargjöfin sem völ er á. Hér er um aS ræSa nýstár- lega túlkun á heilagri ritningu, sem fellur ungu fólki vel í geð. Myndirnar, sem danska listakonan Bierte Dietz hefur gert, eru litprentaSar í Hollandi, en textinn er prentaSur hérlendis. Magnús Már Lárusson, háskólarektor, hefur annazt útgáfuna og rit- ar inngang og ágrip af sögu íslenzkra BiblíuþýSinga frá upphafi. Þetta er vönduð og glæsileg mynda- bók. sem hentar sérstaklega vel til fermingargjafa. Fæst hjá næsta bóksala HILMIR HF. SKIPHOLTI 33 PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK BIBLÍAN RIT HENNAR i MYNDUM OG TEXTA TILVALIN FERMINGARGJÚF 12 *w VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.