Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 32

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 32
Frú Robertsson Framhald af bls. 25 en flýtti sér svo á eftir henni aftur. — Hérna? sagði hann og benti fram fyrir sig. — Hvað? — Ætlarðu að hitta hann hérna í byggingunni? —7 Nei. — En hvar? — Hvar hvað? — Hvar ætlarðu að hitta hann? — í dýragarðinum. — Dýragarðinum. Benjamín ræskti sig. — Það er nokkuð góður dýragarður hérna, ekki satt? — Aldrei komið þar. — Ó. Ja, ég hef eiginlega aldr- ei komið þangað heldur. Kann- ske . . . kannske kem ég með þér. Halda þér félagsskap á leið- inni. Þau biðu hljóð á pallinum eft- ir bíl sem færi út að dýragarð- inum. Benjamín var með hend- urnar á kafi í buxnavösunum og leit öðru hvoru upp í loftið eða þá í kringum sig til að kíkja eft- ir bílnum. Þegar hann svo kom fór hann á eftir Elaine inn og settist við hlið hennar. Hún tók af sér hattinn og setti hann í kjöltu sér. — Þetta er nú ekki beint góð- ur dagur til að fara í dýragarð- inn, sagði hann brosandi. — Nei. Hún sneri höfðinu frá honum og horfði út um glugg- ann. Þau töluðu ekki saman og bíll- inn stanzaði nokkrum sinnum. Benjamín horfði mestmegnis niður fyrir sig og Elaine út um gluggann sem fyrr. Loks sneri hún sér að honum. — Hvað ertu að gera hér? spurði hún. — Hvar? — í Berkeley. Hvers vegna býrðu í Berkeley? — Ó, sagði Benjamín og kink- aði kolli. — Já, ég bý hér að- eins um stundarsakir. — Ertu í skóla hérna? — Nei. — Heldur hvað? — Af hverju bý ég hérna, meinarðu? — Já. — Ja, sagði Benjamín, — ástæðan. . . . Hann leit niður fyrir sig. — Ja, ég . . . ég hef mikinn áhuga á að vita hvernig það er að búa hérna. Þetta er mjög athyglisvert — að búa í Berkeley, meina ég. — Ertu að vinna? — Nei, svaraði Benjamín. — Ég seldi bílinn minn. Eg get lif- að á því. — En hvað gerirðu þá? — O, hitt og þetta. — Hitt og þetta hvað? — Ja, ég hef farið í nokkra tíma. Já, ég hef farið í nokkra tíma í háskólanum. — En þú ert ekki skráður nemandi? — Nei. En mér finnst . . . það eru margir góðir prófessorar þar . . . hérna, meina ég. Elaine hikaði andartak og Benjamín horfði niður fyrir sig um leið og hún sneri sér aftur að glugganum. — Mikið assgoti er nú mikil rigning, sagði hann. — Eiginlega of mikil fyrir skemmtiferð í dýragarðinn. Þegar þau komu þangað gekk Benjamin á eftir henni út um afturdyrnar og inn um hliðið inn í dýragarðinn. Það var fá- mennt, og svartir asfalt-gang- stígarnir glönsuðu. Fæst dýranna voru sjáanleg. — Jæja, sagði Benjamín, þeg- ar þau stönzuðu rétt fyrir innan hliðið. — Hvenær áttir þú að hitta hann? — Hann ætti að vera kominn. Þau stóðu rétt hjá stóru fugla- búri og íbúar búrsins sváfu flest- ir upp undir þaki. Benjamín horfði á þá um stund, kinkaði síðan kolli og sneri sér aftur að Elaine. — Jamm. Hann er seinn, ha? — Ha? — Eg sagði að hann væri seinn. Kannske rigningin hafi tafið hann. Þegar hann loksins kom gekk hann hratt inn um hliðið og skimaði þar í kringum sig. Hann var í ljósbrúnum frakka og með pípu í annarri hendinni. — Er þetta hann? spurði Beniamín. Elaine sneri sér við, brosti og gekk á móti manninum. Hann setti pípuna upp í sig og rétti út báðar hendur til að fagna henni. Benjamín elti hana og stanzaði í á að gizka tveggja metra fjar- lægð. Maðurinn brosti um stund að Elaine en leit svo á Benjamín og lyfti brúnum. Benjamín kinkaði kolli og brosti. Elaine steig til hliðar. — Þetta er Benjamín Braddock, sagði hún. — Hann varð mér sam- ferða hingað. Benjamín, þetta er Carl Smith. — Blessaður, Ben, sagði Carl og rétti fram höndina. — Gaman að sjá þig, Carl, sagði Ben og tók í höndina á honum. Carl sleppti handtakinu og sneri sér aftur að Elaine. — Eg er hræddur um að dýrin séu ekki sériega hrifin af þessu vot- viðri, sagði hann. Benjamín kinkaði kolli. Svo leit hann upp í loftið. Þegar hann leit niður aftur hafði Carl sett handlegginn utan um Elaine og þau gengu rólega inn í garð- inn. — Jæja, sagði Benjamín á eft- ir þeim. — Gaman að sjá ykkur. Góða skemmtun. — Sömuleiðis, Ben, sagði Carl, tók pipuna út úr sér andar- tak og lyfti henni lítillega. — Þakka þér fyrir. Benjamín horfði á eftir þeim þar til þau hurfu. Svo setti hann hendurnar aftur í buxnavasana og gekk um garðinn. Dágóða stund stóð hann hreyfingarlaus og horfði á flóðhestana, keypti sér svo poka af söltuðum hnet- um og muldi þær í bílnum á leið- inni inn í borgina á ný. Hann sá hana tvisvar í vik- unni þar á eftir, en í bæði skipt- in voru þau sitt hvorum megin á götimni svo hann lét nægja að brosa og veifa henni. Svo var það einn daginn að þau mættust á sama hátt og hún stanzaði. Hún sagði eitthvað en hann heyrði það ekki. — Bíddu aðeins, sagði hann. Hann gekk yfir götuna eftir töluverða erfiðleika við að kom- ast út á hana. — Halló, sagði hann og brosti til hennar. — Mig langar að tala við þig, sagði hún. Benjamín kinkaði kolli. — Fínt. — Hvar býrðu? — Ja, sagði Benjamín. — Ég á nú reyndar heima á þessari götu. Hann benti niður eftir göt- unni. — Númer hvað? — Fjögur hundruð og átta. — Verðurðu þar eftir hádeg- ið? — Já. Já, auðvitað. — Ég kem, sagði hún. Benjamín kinkaði kolli. — Já. Ég vona bara að ég verði heima. Hún hnyklaði brýrnar. — Verður þú þar eða verður þú þar ekki? — Jú, ég verð það. Örugg- lega. Hún kom um þrjúleytið. Þegar hún barði sat Benjamín við skrifborðið og las í pappírskilju sem hann hafði keypt eftir að þau hittust fyrr um daginn. Hann lagði bókina á borðið og gekk hratt til dyra. Þar hikaði hann andartak, ræskti sig og opnaði. — Elaine, sagði hann. — Komdu inn. — Nei. — Hvað? — Ég ætla að leggia fyrir þig eina spurningu, sagði hún, — svo er ég farin. — Nú. Ja, ég vona að ég geti svarað henni. — Þú getur það. — Jæja, hver er spurningin? — Benjamín, hvers vegna ertu hér? — Ha? — Ég vil fá að vita hvers vegna þú ert hér í Berkeley, sagði_hún og kom feti framar. Benjamín brosti vandræðalega. — Ja, sagði hann aftur, — ég meina . . . ég gerði það. Sagði ég þér það ekki? — Geturðu sagt mér það? — Nei. — Ja . . . Elaine. . .? — Viltu ekki koma inn? — Nei. — Þú vilt ekki koma inn, ha? — Mig langar ekki til að sjá þig en mig langar ekki til að vera með þér í herberginu þínu. Hvað ertu að gera hér? Hann sneri sér hálfvegis við og hristi höfuðið. — Elaine? sagði hann. — Segðu mér það. — En Elaine? Hann hélt hönd- unum upp eins og skúrkur í bandarískri kvikmynd. — Viltu ekki koma inn fyrir? —- Ég treysti þér ekki. — Þú treystir mér ekki? át hann upp eftir henni. — Hvað ertu að gera hér? — Af því bara! sagði hann og skellti höndunum niður með síð- unum án þess þó að líta á hana. — Er það vegna þess að ég er hér? — Ha? — Komst hingað mín vegna? Hann opnaði munninn til að segja eitthvað en lokaði honum aftur án þess að segja nokkuð og hristi höfuðið. — Er það? — Ég veit það ekki! sagði hann. — Þú veizt það ekki! — Komdu inn! — Benjamín, sagði hún og kom enn einu skrefi innar. — Ég vil að þú svarir með já-i eða nei-i. Komstu hingað mín vegna eða ekki? Benjamín gekk að skrifborð- inu. — Benjamín? — Hvað heldur þú? hrópaði hann og lyfti krepptum hnefun- um í brjósthæð. — Ég held það. — Gott og vel, sagði hann og sló hnefunum í borðið. Elaine stóð í dyragættinni og horfði á hnakkann á honum. — Jæja, sagði hún. — Þú getur far- ið núna. — Hvað? — Ég vil að þú farir. — Fara? — Fara héðan, sagði hún. — Láttu mig í friði og farðu héð- an. Hann sneri sér við. — Benjamín, sagði hún og horfði beint í augu hans, — þú ert persóna sem ég vil aldrei sjá aftur. Hann huldi andlitið í höndum sér. — Lofaðu mér því að þú verð- ir farinn í fyrramálið. — En... Elaine? — Lofaðu því! Hann kíkti út á milli fingra sér og horfði á hana um stund en sneri sér svo við og skellti flöt- um lófunum niður á borðið. — Allt i lagi. — Lofaðu mér því! Já! Já! Allt í lagi! Elaine hristi höfuðið og horfði á hann þar sem hann hallaði sér fram á borðið. — Elaine? Hún svaraði ekki. Benjamin settist skyndilega í 32 VIKAN 12 tbI-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.