Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 20

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 20
EFTiR MARV STEWART Hringur soldánsins Það var eins og að horfa á stórkostlega litkvik- mynd, þegar við komum fyrir hornið; fyrir innan sótsvarta múrana var eldurinn í algleymingi... 12. HLUTI - SÖGULOK Lethman keyrSi hnén í iendar hestsins, hélt fast í taumana og beindi honum út að horninu við kvennabúrsálmuna, þar við stóðum í skjóli við trén. Hesturinn prjónaði og mannfjöldinn vék fyrir honum, — allir, nema einn maður, sem óð á móti honum og reyndi að ná taki á taumunum. Hann öskraði eitthvað og ég sá John Lethman benda í átt- ina að brennandi húsinu og svara honum einhverju. Svo sló hann til hans með keyrinu og þaut áfram, í áttina að trjáþyrpingunni, þar sem við vorum í felum. Hesturinn sparkaði líka í Arab- ann, svo hann þeyttist frá honum og veltist um í rykinu. Hann kom sér þó á fætur, og þá sá ég að þetta var Nasirulla. Einn mannanna reyndi að elta Lethman uppi og veifaði með byssu yfir höfði sér. Nasirulla þreif byssuna af honum og skaut. En hesturinn var kominn úr skot- múli. Hann þaut framhjá okkur. að- eins nokkra metra frá. Ég gat ekki séð framan í Lethman, hann var kominn fram hjá okkur eins og ör- skot. Ég áttaði mig heldur ekki á því strax, að hundarnir tóku á rás eftir honum, og þegar ég leit við voru þeir horfnir. — Nú held ég að það sé mál fyr- ir okkur að hverfa héðan, sagði Charles. — Bíddu — sjáðu! Það sem svo bar fyrir augu okk- ar, gerðist svo snöggt að það var varla hægt að henda reiður á það. Nasirulla gaf sér varla tíma til að athuga hvort skotið hefði hitt Leth- man. Hann sneri við og reyndi að ryðja sér braut að hliðinu. Fólkið sem stóð hjá honum sneri líka við. Þá komum við auga á Henry Graf- ton. Hann hafði greinilega náð sér eftir höfuðhöggið og stjórnaði nú björgunarstarfinu. Ég sá hann koma út úr fordyrinu með fangið fullt af einhverju dóti. Nokkrir mannanna stukku til móts við hann, líklega til að hjálpa hon- um. Einn þeirra teymdi eitt múldýr- ið til hans. Þá rak Nosirulla upp öskur, mennirnir litu við og hop- uðu undan. Ég heyrði konu öskra ofboðslega. Grafton nam staðar og Nasirulla stökk í áttina til hans, æp- andi og veinandi, og þegar Grafton leit við, þá lyfti hann byssunni og skaut. Grafton féll til jarðair Arabinn hljóp alla leið til hans og reiddi byssuskeftið til höggs, og mann- fjöldinn kom æðandi á eftir honum. Charles dró mig lengra inn á milli trjánna. — Hann er að öllum líkindum steindauður. Við verðum að flýta okkur héðan, eins og fjandinn sé í hælunum á okkur, Christy mín litla. Ég skalf svo að ég varð að styðja mig við hann. — Þetta var Nasirulla, sagði ég og tennurnar skrölltu í munninum á mér. — Það — það hefir verið vegna Halide, sem hann skaut hann. — Orugglega. Nasirulla hefir lik- lega verið að bjarga eiturlyfjabirgð- unum, og þá rekizt á lík dóttur sinn- ar. Eða þá að Lethman hefir sagt honum það, áður en hann stakk af. Bíddu andartak, ég held við kom- umst niður að vaðinu hérna megin. Við verðum að flýta okkur eins og við getum. Arabalýður er ekki beint ákjósanlegur félagsskapur, ekki einu sinni undir venjulegum kringum- stæðum. Þeir myndu líklega ekki gera 'annað við þig en að nauðga þér, en mig langar ekki til að láta vana mig, að minnsta kosti ekki sama daginn og ég opinbera trúlof- un mína. Nú þekki ég aftur hinn stóra, sterka og hughrausta frænda minn, sagði ég hlæjandi, og það var ekki laust við að hláturinn væri svolítið taugaveiklunarkenndur, en ég var rólegri. Hann tók í hönd mér og við fór- um að fikra okkur niður klettastíg- inn, yfir ána og inn í myrkrið hin- um megin í dalnum. Það var um tólfleytið daginn eft- ir. Sólin var hátt á himni og bakaði þorpsgöturnar, hitinn var ægilegur. Við sátum á lágum steinvegg við kirkjugarðinn og biðum eftir ein- hverju farartæki til að flytja okkur til Beirut. Það var litli geitarhirðirinn sem hafði vísað okkur leið í þorpinu, gegnum mjóar götur, að húsi í út- jaðrinum. Hann talaði við konu sem bjó í einum kofanum, og hún veitti okkur húsaskjól. Ég var þá að lotum komin, allt of þreytt til að taka eftir því sem fram fór í kringum mig. Aðalatriðið var að losna við blaut fötin og leggjast einhversstaðar til svefns. Bak við tialdið, sem hólfaði þetta eina herbergi í tvennt, sveipaði ég um mig einhverju léreftsplaggi, sem konan tók upp úr kistu, lagði mig á eJthvert tuskulérefti og sofnaði á stundinni. Það síðasta sem ég skynj- aði var að Charles talaði lágt við Arabakonuna og sagðist ætla að bíða eftir manni hennar, sem ég frétti síðar að væri yfirvald þorps- ins, og hann var viðstaddur elds- voðann. Nú voru allar skýringar afstaðn- ar. Henry Grafton hafði ekki slopp- ið, eða réttara sagt hafði hann verið svo heppinn að deyja af skotsárinu, og Lethman var algerlega horfinn af sjónarsviðinu, hafði farið eitt- hvert upp í Efra- Libanon. Ég hefi aldrei frétt hvernig honum vegnaði, enda hefi ég aldrei haft áhuga á því. Hann hafði horfið um nóttina, með hest sinn og hundana. Lík stúlk- unnar fannst í klefanum, sömuleiðis töluvert magn af eiturlyfjum, en mikið af þeim var horfið og lög- reglanu gat aldrei komist að því með hvaða hætti. Lögreglan tók auðvitað eiturlyfin í sínar vörzlur. Svo var komið að okkur. Við vor- um tekin í fyrstu yfirheyrsluna um morguninn og nú var lögreglan niðri á hásléttunni, þar sem rústir Dar Ibrahim báru við himinn, eins og kolsvartur og brenndur tann- garður. — Ég er að hugsa hvort hún hefði verið ánægð að hafa okkur hérna, sagði ég. — Ég veit það ekki, en ég er viss um að það hefði glatt hana að vita höllina hverfa af sjónarsviðinu um leið og hún sjálf varð að fara, sagði Charles. — Þetta er stórkostlegur endir á þessu goðsagnakennda æv- intýri. Þetta verður ætíð í minnum haft hér í Libanon. Nokkur börn, sem voru of ung til að ganga í skóla, komu hlaupandi, spörkuðu á undan sér blikkdós. Svo námu þau staðar og fóru að leika sér þarna hjá kirkjugarðsveggnum. Nokkrir skinhoraðir hundar löfsuð- ust þarna fram hjá í leit að ein- hverju ætilegu. Smápolli kastaði steini í einn þeirra, sem stökk í felur bak við olíutunnu. Stór almenningsvagn stanzaði með ískrandi hemlum rétt hjá okk- ur. Bílstjórinn sneri sér við í sætinu og benti á rústirnar af Dar Ibrahim, áður en hann drap á vélinni og stóð upp til að opna dyrnar. Farþegarnir ruddust út. Það voru aðallega Eng- lendingar, sem virtust þekkjast vel innbyrðis. Þeir gengu fram að veg- brúninni, hlæjandi og malandi, og virtu fyrir sér rústirnar. Myndavél- ar voru sífellt á lofti. Ég heyrði bíl- 20 VIKAN 12- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.