Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 18

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 18
NR. 6 TIL ÚRSLITA uncn Kvnsióuin HARCRET ERM HAllGRIHSSOH VIKAN - KARNABAER LJÖSMYNDIR: SIGURGEIR SIGURJONSSON Margrét er 16 ára gömul, dóttir Olafs Hallgrímssonar, sem nú er látinn, og Þórunn- ar Hallgrímsson, Öldugötu 11. Hún á einn bróður, 23 ára gamlan. Hún er fædd 12. október 1953, er 168 cm á hæð, Ijóshærð og græneyg. Margrét Erna er í 4 bekk verzlunardeildar Hagaskól- ans, og heldur jafn mikið upp á ensku og hún er lítið hrif- in af reikningi. Hún verður gagnfræðingur í vor og þá langar hana til að fara til Bandaríkjanna sem skipti- nemi á vegum American Field Service, en hún dvaldi þar vestra f sumar, bæði í Washington D.C. og í New York. Hún lét vel af banda- rískum unglingum og landinu yfirleitt; kvað unglinga þar mun frjálsari og óþvingaðri en hér heima og telur að ís- lenzkir jafnaldrar geri sér rangar hugmyndir um þá. Þegar hún var fimm ára gömul fór hún að læra ballett og var við það í 8 ár, en þá fór áhuginn að minnka svo hún hætti. Þó hefur hún gaman af að dansa og fer dálítið á dansleiki — aðallega Tjarnarbúð og Las Vegas, en einstaka sinnum í Glaumbæ. Þá hefur hún gaman af að fara í bíó og sér stöku sinn- um „rómantízkar ástarvell- ur sem skilja ekkert eftir sig." Annað áhugamál hennar eru hestar, en hún kveðst sjaldan fá tækifæri til að njóta þess áhugamáls. Henni finnst jafnaldrar sínir drekka of mikið. A sumrin hefur hún unnið f unglingavinnunni og eitt sumar vann hún við Árbæjar- safnið. ☆ 18 VIICAN 12-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.