Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 8
FRÁ RAFHA RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla. — ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. — Heim- keyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322 MIG DREYMDI Á prjónanámskeiði Kæri draumráðandi! Um daginn dreymdi mig anzi sérkennilegan draum, sem ég hef ekki getað gleymt og langar því að segja þér frá og biðja þig að ráða. Mér fannst ég og vinkona mín, sem er ófrísk af sínu fyrsta barni, og systir hennar vera sam- an komnar á námskeiði, þar sem við áttum að læra að prjóna. Svo fannst mér að við mættum ráða hvað við prjónuðum, t. d. peysu eða einhvers konar barna- föt. Svo byrjuðu vinkona mín og systir hennar að prjóna sitt hvora barnapeysuna. En á meðan fannst mér ég allt í einu vera farin af nám- skeiðinu og í búð sem seldi bæði garn og prjóna, og fannst mér ég vera að kaupa það fyrir mig. Svo fannst mér ég koma aftur á námskeiðið og ætla að fara að setjast hjá hinum tveim fyrr- nefndu, en þá standa þær upp og labba út með peysurnar sem þær höfðu þá nýlokið við að prjóna, og ég sat ein eftir með garn og prjóna í höndunum. Fleiri stúlkur fundust mér einnig vera á þessu námskeiði en mér fannst draumurinn aðallega snúast um okkur þrjár. — Liti fannst mér ég enga sjá. Lengri varð draumurinn ekki. Kæra Vika! Ég þakka þér fyr- ir allt gamalt og gott og vona, að þú ráðir þennan draum sem allra fyrst. Með fyrirfram þakklæti. R. K. Þessi draumur boðar engin stór- tíðindi. Hann er fyrir því, að þú munir fjarlægjast vinkonu þína nokkuð, þar sem hún er nú van- fær og getur því ekki lifað sama lífinu og hún áður gerði. Þú kynnir ef til vill að halda, að draumurinn boðaði eitthvað í þá átt, að þú giftist ekki og eignað- ist ekki böm eins og vinkona þín og systir hennar. Svo er þó ekki. Hins vegar verður aðeins um tímamismun að ræða hjá ykkur. Hún verður fyrri til þess arna, en samband ykkar rofnar þó aldrei, og verður aftur jafn náið og áður, þegar staða ykkar er orðin sú sama. Föt undir snjó og berklar Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að nafna mín kom í heimsókn til mín, þar sem ég leigi hér í borginni, og kom hún með mikið af fötum, sem hún ætlaði að gefa mér. Þetta voru gömul föt sem systurdóttir hennar átti. Mér fannst hún leggja fötin út á grasið (mér fannst vera auð og þurr jörð). Þegar ég fór að máta fötin fannst mér alveg hræðilega vond lykt af þeim, en nafna mín sagði: „Þú þarft bara að leggja dálítið af og þá verða þau ágæt á þér.“ Síðan fannst mér við fara inn, en þegar ég kom út aftur, þá voru fötin undir snjó, en mér fannst þau þó vera komin í ferðatösku. Draumurinn endaði þannig að ég bar fötin inn. Strax á eftir að mér fannst, dreymdi mig að það væru farn- ir að ganga berklar hér í land- inu, og nú þegar væru 20 dánir úr berklum. Mér fannst ég taka þessum fréttum létt og jafnvel fannst mér ég hlæja. Vinsamlegast ætla ég undirrit- uð að biðja yður, hr. draumráð- andi, að ráða þessa drauma fyr- ir mig. Því að ég held að þeir tákni eitthvað slæmt en séu ekki bara draumrugl. Virðingarfyllst, S. F. H. Það er rétt gizkað á hjá þér, að þessi draumur er heldur óhag- stæður, að minnsta kosti fyrri hluti hans. Föt, sem eru óhrein, illa þefjandi eða of þröng tákna eri'iðleika og líklega veikindi í þessu tilfelli. Snjórinn styður þá ráðningu, því að oftast táknar snjór veikindi. En þó er margt þarna óljóst, og ferðataskan er nokkuð gott tákn sem vegur upp á móti hinum. Og seinni hluti draumsins er ekki sízt athyglis- verður. Hann fjallar nefnilega um þaS, sem fyrri hlutinn tákn- ar. Niðurstaðan verður sú, að veikindi munu koma upp í fjöl- skyldu þinni eða meðal fólks, sem er þér mjög nákomið. Hins vegar sleppur þú sjálf alveg, og vcikindin munu ekki breyta liögum þínum eða lífi á neinn liátt. — Afsakið, ég fór hæðarvilt! 8 VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.