Vikan


Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 10

Vikan - 19.03.1970, Blaðsíða 10
IMIGERIA DAGUR ÞORLEIFSSON - SÍÐARI HLUTI En íbóarnir tóku hvarvetna forustuna í hinni nýju, brezk- skóluðu Nígeríu, einkum á sviði vísinda, tækni og atvinnurekstr- ar. Þeir tóku að sér hvers kon- ar störf, hversu sóðaleg eða erf- ið sem þau voru, bara ef þeir gátu þénað á þeim. Peningana notuðu þeir oft til að mennta sig, börn sín eða ættingja, eða þá til framkvæmda í heima- byggðunum. Samvinnuandinn, sem frá fornu fari hafði ríkt í hinum smáu og lýðræðislegu samfélögum íbóa var virkjaður í þessum nýju kringumstæðum og hafði heillarík áhrif. Fjöldi fbóa fluttist úr heimabyggð sinni og settist að um alla Ní- geríu, bæði sökum þess hve vel þeim gekk yfirleitt að vinna sig upp í samkeppni við aðra lands- menn og eins vegna hins að fbó- land er þéttbýlasta hérað Níger- íu og rúmaði naumast alla fbóa. Eftir ofsóknirnar 1966, er leiddu til stofnunar Bíöfruríkis, flýði fjöldi þessara útfluttu fbóa til heimalandsins á ný. Sá aukni mannfjöldi átti sinn þátt í því hve hungursneyð varð fljótt al- varlegt vandamál í landinu eftir að tekið hafði verið fyrir sam- göngur við önnur lönd. Sem kunnugt er, skiptu Bret- ar Nígeríu í þrjú sérstjórnar- svæði, Norður-, Austur- og Vestur-Nígeríu. Þessi skipting, sem hélzt eftir að landið varð sjálfstætt, átti sér marga van- kanta. Hún var gerð með það fyrir augum að geðjast stærstu þjóðflokkunum, sem urðu ríkj- andi hver í sínum parti, Hásar og Fúlanar norður frá, Jorúbar í vesturlandinu og íbóar eystra. Minni þjóðflokkarnir, sem eru óteljandi og telja tæpan helm- ing allra Nígeríumanna, voru með þessum hætti settir hjá og undu því að vonum illa. Þeirra tími átti eftir að koma síðar. Sem fyrr er ritað komst Vestur-Nígería fyrst svæðanna þriggja í samband við Evrópu- menn og naut þess á margan hátt. Hvað félagsskipan snerti höfðu íbúarnir þar verið nokk- urn veginn mitt á milli Hása og Fúlana annars vegar en íbóa hins vegar; þeir höfðu komið upp hjá sér ríkjum, sem voru allvoldug með köflum og höfðu yfirstéttir með tilheyrandi fag- urmenningu, en voru engu að síður miklu lausari í sér en rík- in nyrðra. Bæði af efnahagsleg- um og þjóðfélagslegum ástæð- um þótti Bretum vesturlandið hvað gæfulegast svæðanna þriggja. Tvo síðustu áratugi ný- lendutímabilsins naut Vestur-Ní- gería og mikils uppgangs vegna gróðavænlegs kakóútflutnings, og þeirri búbót fylgdi stóraukin menntun. Þar var komin upp fjölmenn stétt embættis- og þjónustumanna er var einhver sú færasta í sínum greinum í allri Afríku. Austur-Nígería átti miklu meira undir högg að sækja á sinni framþróunarbraut, en um það leyti sem landið fékk sjálfstæði stóð hún þó Vestur- Nígeríu jafnfætis. Maður hefði kannski getað ætlað að þar sem menningar- legar, þjóðernislegar og land- fræðilegar andstæður innan Suður-Nígeríu eru ekki ýkja miklar, allavega ekki á afrískan mælikvarða, að sunnlendingar hefðu getað staðið saman í deil- unum við norðanmenn, þegar þær blossuðu upp. En úr því varð ekki, og mun rígur milli stjórnmálamanna Jorúba og íbóa hafa valdið mestu þar um. Þess- ir þjóðflokkar eru að ýmsu ólík- ir. Jorúbar hafa orð á sér fyrir að vera léttlyndir, fremur róleg- ir í tíðinni og tækifærissinnað- ir, en fbóar eru fyrst og fremst taldir ötulir vinnuþjarkar og selfmade-menn. Þegar spennan í landinu óx milli íbóa og norð- lendinga, urðu Jorúbar því tví- átta og vissu ógerla hvern upp skyldi taka. Þeir litu á sjálfa sig sem réttborna til forustu í land- inu og ekki að öllu leyti með röngu; þeir höfðu haft allra Ní- geríumanna lengst og víðtækust kynni af evrópskri menningu og bjuggu auk þess að nokkurri for-evrópskri menningararfleifð. Norðlendingana höfðu þeir til- hneigingu til að líta á sem van- þróaða afturúrkreistinga en íbóa hins vegar sem óheflaða upp- skafninga. Hinn efnahagslegi uppgangur suðurlandsins eftir síðara heims- stríð ásamt fordæminu frá Gana bætti mjög upp á sjálfstraust Stjórnmálamanna þar, svo að þeir mönnuðu sig upp í að krefjast algers sjálfstæðis. „Frelsisbarátta" þessi átti sér að vísu grunnar rætur, þar eð þorri almennings var áhugalaus um hana með öllu, og varla tilkom- in af miklu öðru en persónu- legum metnaði stjómmálamann- anna sjálfra. Forkólfar þessir voru allflestir Jorúbar og fbó- ar. Leiðtogar norðlendinga tóku þessu nýmæli hins vegar með mestu ólund, þar eð þeir óttuð- ust að stjórnvöld sjálfstæðrar Nígeríu yrðu líklegri til að skerða forn séhréttindi þeSrra en brezka nýlendustjórnin. Bretar tóku vel í tilmæli sunn- lendinga, þar eð þeim var ljóst að þeir gætu áfram ráðið auð- lindum landsins, þótt það héti frjólst. Norðlendingarnir urðu því að bíta í hið súra epli frels- isins, en það gerðu þeir aðeins með því skilyrði að sérstjórnar- svæðin þrjú hefðu allvíðtæka sjálfstjórn. Hefði ekki verið gengið að þeirri kröfu, er trú- legast að norðlendingar hefðu annaðhvort myndað ríki út af Víða um heim var aðförunum gegn Bíöfru mótmælt, þótt li.it' velda, er stóðu að hakt Nígeríu. Þessl mynd er frá einnl slíkrl Breitt yfir lík fallinna liðsmanna úr her Bíöfru. Hungur og skotfæralcysi bugaði þá að lokum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.